24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 11
24stundir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 11 Landsstjórn Færeyja sendi forseta Kosovo bréf í gær, þar sem þjóðinni er óskað til hamingju með sjálfstæðið. Áður hafði Jørgen Niclasen, formaður Fólkaflokksins, hvatt til þess að stjórnin við- urkenndi sjálfstæði Kosovo sem fyrst. Segir Jóannes Eidesgaard lög- maður stofnun sjálfstæðs ríkis vera mikilvægt skref í þróun lýðræðis í Kosovo. „Ég færi þér bestu óskir okkar um glæsilega framtíð fyrir Kosovo og vonir okkar um sterk vináttubönd á milli þjóða okkar,“ segir Eidesgaard í bréfi sínu til Kosovoforseta. Eftirlitsferðum dönsku lög- reglunnar fjölgaði um 15% ár- ið 2007 miðað við árið áður. Telur Torsten Hesselbjerg rík- islögreglustjóri þetta til marks um almennar breytingar. „Við viljum vera sýnileg og til stað- ar. Þess vegna er afskaplega mikilvægt að við tryggjum að fleira fólk sé á götunni,“ segir Hesselbjerg. Peter Skaarup, þingmaður Danska þjóðarflokksins, fagn- ar auknu eftirliti en telur átök um Ungdómshúsið í Kaup- mannahöfn skekkja tölurnar of mikið til að mark sé á tak- andi. aij Stjórnmálamenn frá ríkjum Afríku og Evrópu hittust í gær í Akkra, höfuðborg Gana. Leita þeir ráða til að stemma stigu við ólöglegum innflutn- ingi frá Afríku til Evrópu. Meðal hugmynda er að breiða út sögur af hættunum sem fel- ast í því að sigla til Evrópu, með það fyrir augunum að mögulegir innflytjendur hugsi sig tvisvar um. Segir Joe Rispoli, frá IOM, samtökunum sem standa að áætluninni ásamt ESB, þús- undir manna hafa látist á leið sinni til Evrópu á síðasta ári. Sjálfstæði fagnað Færeyjar styðja Kosovo Danmörk Sýnilegri lög- gæsla 2007 Fundur ESB og Afríku Gegn innflutn- ingi fólks Þúsundum mannslífa mætti bjarga árlega með því að hækka áfengisverð lítillega. Þetta sögðu talsmenn BMA, samtaka breskra lækna, í vikunni þegar þeir hvöttu stjórn Gordons Browns til að takast á við það sem þeir kölluðu landlægan fyllirísfaraldur. Áætlar BMA að koma megi í veg fyrir fjórðung dauðsfalla af völdum áfengisneyslu með því að hækka verð um 10%. Samtökin saka stjórnvöld um að standa of nærri áfengisiðnaðinum og segja að lög sem leyfa áfengissölu allan sólarhringinn séu til vandræða. Ennfremur segja talsmenn BMA að stjörnur sem eru drukknar á almannafæri beri ábyrgð, þar sem þær eru ungmennum slæm fyr- irmynd. Benda samtökin á að undanfarinn áratug hafi áfengisgjald á bjór og léttvíni haldið í við verð- bólgu, en gjaldið á sterku víni ekki. Tillögum þeirra fylgja ekki nákvæmar hugmyndir um út- færslu hækkunarinnar, en stungið er upp á að hún haldist í hendur við styrkleika drykkjarins. Charles George, formaður vísinda- og fræðslu- ráðs BMA, segir að 10% hækkun verðs myndi koma í veg fyrir 29% dauðsfalla af völdum áfengisneyslu hjá karlmönnum og 27% hjá kon- um. „Við stöndum frammi fyrir hættuástandi og fólk þarf að vera búið undir verðhækkanir. Þeir vilja kannski ekki borga meira, en þeir vilja ekki heldur horfa upp á nágranna sína, börnin og vini deyja úr lifrarbilun á þrítugs- og fertugs- aldri,“ segir Vivienne Nathanson, sem situr í stjórn BMA. „Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið of náið með áfengisiðnaðinum og hafa unnið að því liðka um reglur og draga úr stjórnun áfeng- isneyslu.“ aij Breskir læknar hvetja stjórnvöld til að grípa til aðgerða Hærra áfengisgjald myndi bjarga lífum Bjórmotta? Stjórn Gordons Browns er sökuð um að vera undir hælnum á áfengisiðnaðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.