24 stundir - 23.02.2008, Page 11

24 stundir - 23.02.2008, Page 11
24stundir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 11 Landsstjórn Færeyja sendi forseta Kosovo bréf í gær, þar sem þjóðinni er óskað til hamingju með sjálfstæðið. Áður hafði Jørgen Niclasen, formaður Fólkaflokksins, hvatt til þess að stjórnin við- urkenndi sjálfstæði Kosovo sem fyrst. Segir Jóannes Eidesgaard lög- maður stofnun sjálfstæðs ríkis vera mikilvægt skref í þróun lýðræðis í Kosovo. „Ég færi þér bestu óskir okkar um glæsilega framtíð fyrir Kosovo og vonir okkar um sterk vináttubönd á milli þjóða okkar,“ segir Eidesgaard í bréfi sínu til Kosovoforseta. Eftirlitsferðum dönsku lög- reglunnar fjölgaði um 15% ár- ið 2007 miðað við árið áður. Telur Torsten Hesselbjerg rík- islögreglustjóri þetta til marks um almennar breytingar. „Við viljum vera sýnileg og til stað- ar. Þess vegna er afskaplega mikilvægt að við tryggjum að fleira fólk sé á götunni,“ segir Hesselbjerg. Peter Skaarup, þingmaður Danska þjóðarflokksins, fagn- ar auknu eftirliti en telur átök um Ungdómshúsið í Kaup- mannahöfn skekkja tölurnar of mikið til að mark sé á tak- andi. aij Stjórnmálamenn frá ríkjum Afríku og Evrópu hittust í gær í Akkra, höfuðborg Gana. Leita þeir ráða til að stemma stigu við ólöglegum innflutn- ingi frá Afríku til Evrópu. Meðal hugmynda er að breiða út sögur af hættunum sem fel- ast í því að sigla til Evrópu, með það fyrir augunum að mögulegir innflytjendur hugsi sig tvisvar um. Segir Joe Rispoli, frá IOM, samtökunum sem standa að áætluninni ásamt ESB, þús- undir manna hafa látist á leið sinni til Evrópu á síðasta ári. Sjálfstæði fagnað Færeyjar styðja Kosovo Danmörk Sýnilegri lög- gæsla 2007 Fundur ESB og Afríku Gegn innflutn- ingi fólks Þúsundum mannslífa mætti bjarga árlega með því að hækka áfengisverð lítillega. Þetta sögðu talsmenn BMA, samtaka breskra lækna, í vikunni þegar þeir hvöttu stjórn Gordons Browns til að takast á við það sem þeir kölluðu landlægan fyllirísfaraldur. Áætlar BMA að koma megi í veg fyrir fjórðung dauðsfalla af völdum áfengisneyslu með því að hækka verð um 10%. Samtökin saka stjórnvöld um að standa of nærri áfengisiðnaðinum og segja að lög sem leyfa áfengissölu allan sólarhringinn séu til vandræða. Ennfremur segja talsmenn BMA að stjörnur sem eru drukknar á almannafæri beri ábyrgð, þar sem þær eru ungmennum slæm fyr- irmynd. Benda samtökin á að undanfarinn áratug hafi áfengisgjald á bjór og léttvíni haldið í við verð- bólgu, en gjaldið á sterku víni ekki. Tillögum þeirra fylgja ekki nákvæmar hugmyndir um út- færslu hækkunarinnar, en stungið er upp á að hún haldist í hendur við styrkleika drykkjarins. Charles George, formaður vísinda- og fræðslu- ráðs BMA, segir að 10% hækkun verðs myndi koma í veg fyrir 29% dauðsfalla af völdum áfengisneyslu hjá karlmönnum og 27% hjá kon- um. „Við stöndum frammi fyrir hættuástandi og fólk þarf að vera búið undir verðhækkanir. Þeir vilja kannski ekki borga meira, en þeir vilja ekki heldur horfa upp á nágranna sína, börnin og vini deyja úr lifrarbilun á þrítugs- og fertugs- aldri,“ segir Vivienne Nathanson, sem situr í stjórn BMA. „Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið of náið með áfengisiðnaðinum og hafa unnið að því liðka um reglur og draga úr stjórnun áfeng- isneyslu.“ aij Breskir læknar hvetja stjórnvöld til að grípa til aðgerða Hærra áfengisgjald myndi bjarga lífum Bjórmotta? Stjórn Gordons Browns er sökuð um að vera undir hælnum á áfengisiðnaðinum.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.