24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir
„Meðan við vitum ekki hvaðan
kvikasilfrið í Þingvallaurriðanum
er upprunnið, liggur Nesjavalla-
virkjun undir grun,“ segir Guðjón
Atli Auðunsson hjá Nýsköpunar-
miðstöð Íslands, sem hefur haft
umsjón með styrksumsóknum
nokkurra stofnana til að rannsaka
betur hátt kvikasilfursmagn í stór-
urriðanum í Þingvallavatni.
„Því má segja að Orkuveitunni
renni blóð til skyldunnar að fá svör
við þessu,“ bætir Guðjón við, en
eftir að umsókn stofnananna til
Orkusjóðs var neitað í tvígang skil-
uðu stofnanirnar umsókninni inn
til Landsvirkjunar og munu brátt
senda hana til Orkuveitu Reykja-
víkur.
Stjórn Orkusjóðs tekur ákvörð-
un um hvaða umsóknir hljóta
styrki úr sjóðnum, en Orkusjóður
heyrir undir Orkustofnun sem
heyrir undir iðnaðarráðuneytið.
„Mér finnst þetta verðugt rann-
sóknarverkefni, og mun síður en
svo beita mér gegn því að fé verði
veitt til þess í framtíðinni,“ segir
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð-
herra.
Engin tækifæri fengið
„Við viljum skoða hvort Þing-
vallavatn sé sérstakt á Íslandi og þá
hvers vegna,“ segir Guðjón, sem
nefnir þrjá þætti sem gætu skýrt
kvikasilfursmagnið. Í fyrsta lagi
gæti sú staðreynd að Ísland sé eld-
fjallaeyja skýrt kvikasilfursmagnið
að hluta. Í öðru lagi sé vel þekkt að
í gufu úr heitavatnsvirkjunum sé
kvikasilfur, sem gæti þannig borist
úr Nesjavallavirkjun í vatnið. Í
þriðja lagi myndist gjarnan ákveðin
tegund kvikasilfurs í uppistöðu-
lónum sem mælist hátt í lífverum.
Þá sé líklegt að staða Þingvallaurr-
iðans í fæðukeðjunni hafi áhrif.
„Við höfum nær engin tækifæri
fengið til að skoða efnabúskap ís-
lenskra vatna. Skortur hefur verið á
styrkjum og áhugi í vísindasam-
félaginu lítill. Þá virðast Íslending-
ar almennt ekki hafa litið á meng-
un í vatni sem vandamál.“
hlynur@24stundir.is
Ekki vitað hvaðan kvikasilfrið kemur
Nesjavallavirkjun
liggur undir grun
Rúmlega 200 Skagfirðingar, 50
ára og eldri, hafa skrifað undir lista
þar sem farið er fram á að bygging
félagsmiðstöðvar fyrir aldraða
verði hafin eins fljótt og auðið er.
Listanum var skilað til skrifstofu
sveitarfélagsins í vikunni.
„Í skipulagi er gert ráð fyrir fé-
lasgmiðstöð í grenndinni við þjón-
ustuíbúðir sem hér er búið að
byggja fyrir aldraða. Nú er hins
vegar verið að gera upp hús sem
keypt var hér út með sjó, svokallað
Hús frítímans, sem á að hýsa fé-
lagsstarf bæði eldri borgara og
unglinga. Þetta tvennt á ekki sam-
an auk þess sem margir telja húsið
ónýtt,“ segir Svavar Jónsson, einn
undirskrifenda.„Það er ekki í nú-
verandi áætlunum að byggja sér fé-
lagsmiðstöð fyrir eldri borgara.Það
er ný hugmynd sem þarf þá að at-
huga sérstaklega,“ segir Guðmund-
ur Guðlaugsson, bæjarstjóri Skaga-
fjarðar. Hann segir misskilning að
Hús frítímans eigi að hýsa alla
starfsemi eldri borgara, aðstaða
fyrir söng sé t.d. í húsi frímúrara.
Ennfremur segir hann húsið ekki
vera ónýtt, verið sé að endurinn-
rétta það fyrir starfsemina. þkþ
Félagsmiðstöð fyrir eldri borgara í Skagafirði
Skora á bæjarstjórn
Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur
iris@24stundir.is
07:30 Ég fer snemma áfætur og fæ mér
skammt af Udos-olíu en hún
inniheldur góðu fituna sem er
meðal annars í fiski. Olían er sér-
staklega góð fyrir frumurnar en
ég kaupi hana í næstu heilsubúð.
08:00 Vinnudagurinnhefst við tölvuna
heima þar sem ég fer í gegnum
pantanir og póst sem þarf að
svara. Einnig fer ég yfir markmið
dagsins sem ég set mér á hverju
kvöldi áður en ég fer að sofa.
09:00 Ég fer alltaf íblómaleiðangur í
heildsöluna Grænn markaður áð-
ur en ég mæti í búðina og ég tek
tíma í að velja þau blóm sem
vantar fyrir daginn. Þau eru til
dæmis valin í tengslum við úti-
standandi pöntun og einnig það
sem þarf í daglega sölu.
10:00 Ég kem í versl-unina rétt fyrir tíu,
tek blómin fram og set þau í fötu
eða vasa. Það þarf að stilla þeim
upp á hverjum degi vegna þess
að við geymum þau í kæli á næt-
urnar. Nýju blómin þarf að ská-
skera áður en þeim er komið fyr-
ir í vasana.
12:00 Ég þarf að sinnaýmsum erindum í
tengslum við konudaginn en þá
þurfum við að eiga nóg af róm-
antískum tækifærisgjöfum.
Kvöldið áður hafði ég farið á
feng shui-námskeið og notaði því
hluta af deginum til að taka til og
endurskipuleggja verslunina með
feng shui-hætti.
14:00 Ég reyni að setjastniður og fá mér
hádegismat en það getur dregist
til klukkan þrjú ef mikið er að
gera. Ég er sérstaklega upptekin
um þessar mundir þar sem ég er
að undirbúa fjármálanámskeið.
19:00 Ég byrja að und-irbúa lokun rétt
fyrir sjö en þá þarf ég að þrífa
alla vasana og föturnar, þurrka af
og þrífa gólfin. Einnig þarf ég að
setja öll blóm inn í kæli.
20:00 Var komin á fundmeð garðyrkju-
félaginu en við erum í stefnu-
mótunarvinnu með fólki sem er
að gera mastersritgerð um garð-
yrkjufélagið. Ég var ekki komin
heim fyrr en um 22:30.
Rómantískur
blómálfur
➤ Helga keypti versluna í rekstriog hafði þá aldrei unnið í
blómabúð.
➤ Hún hefur hafið innflutning áblómum frá Hollandi vegna
þess að ræktendur á Íslandi
eru byrjaðir að skammta
blóm vegna mikillar eft-
irspurnar.
➤ Hægt er að nálgast allar upp-lýsingar um búðina á vefsíð-
unni www.blomalfur.is.
BLÓMÁLFURINN
Árvakur/Ómar
Konudagurinn er fram-
undan og Valentínus-
ardagurinn er nýliðinn.
Það má því segja að þetta
sé háannatími hjá blóma-
sölunum. Helga Thorberg
stendur vaktina í versl-
uninni Blómálfinum.
24stundir með Helgu Thorberg blómasala
Rómantíkin allsráðandi Helga er
við öllu búin og bændurnir hafa úr
nógu að velja í Blómálfinum.
Stýrihópur um verkefnið Beint
frá býli hefur skilað af sér skýrslu
um verkefnið og boðað til stofn-
fundar samtaka fólks í heima-
vinnslu næstkomandi föstudag.
„Samtökin veita upplýsingar varð-
andi söluleiðir, vöruþróun, lög-
gjöfina og munu hafa samskipti við
hagsmunaaðilana. Svo er þetta
auðvitað tengslanet þar sem menn
læra hver af öðrum,“ segir Árni Jó-
steinsson, nýsköpunarráðgjafi hjá
Bændasamtökunum.
Eitt af markmiðum félagsins er
að ná samningum við Bændasam-
tök Íslands um fóstrun á félaginu í
gegnum átaksverkefni til þriggja
ára.
Stýrihópurinn hefur mótað til-
lögur að stofnsamþykktum fé-
lagsskaparins og verða þær kynntar
á fyrirhuguðum stofnfundi. Hann
verður haldinn í Fjallakaffi á
Möðrudal á Fjöllum kl. 11. þkþ
Stofnfundur félags um heimavinnslu
Komið tengslanet
www.ferdaval.is
Weinsbergog McLouishúsbílar
Sýning á laugardaginn frá kl. 13.00 til 16.00