24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 72

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 72
24stundir ANDLITSMÁ LNING Á STAÐNUM ÍS MEÐ DÝFU30 KR. AFRÓBAN DIÐ SKEMMTIR GESTUM FJÖLDIFJÖLSKYLDUTILBOÐA Frums kogar Cafe FJÖLSKYLDUHELGI STÍGUR OG SNÆFRÍÐUR KOMA Á LAUGARDAG KL. 14 OPIÐ FRÁ 11-19 ALLA DAGA BRJÁLAÐ STUÐ FISHER PRICE LEIKGRIND KR. 1590.- 3990.- ? Hugsanlegt er að endanlegur úr-slitaþáttur Júróvisjónkeppninnar sé ísjónmáli. Sumir segja að hann sé íSjónvarpinu í kvöld en ég trúi því núekki fyrr en ég tek á því. Það hljóta aðvera lágmark 60 þættir eftir því að þaðá eftir að taka svo miklu fleiri viðtölvið fólk sem viðkemur ekki keppninni. Í kvöld skilst mér að keppi til úr- slita taplögin sem var hent út úr keppninni og komust aftur inn í keppnina eftir 5000 spilanir á Rás 2 í gegnum símakosningu – og svo lögin sem var hent út úr keppninni en kom- ust aftur inn í keppnina eftir 10.000 spilanir á Gufunni í gegnum netkosn- ingu. Þessi taplög keppa svo til sigurs í kvöld við lögin sem töpuðu ekki í fyrstu atrennu en geta hins vegar átt á hættu að tapa fyrir taplögunum sem duttu út úr keppninni yfir á útvarps- rásirnar. Hinir síðustu verða kannski fyrstir bara ef lögin þeirra heyrast nógu oft. Þetta er helvíti snjallt þó að við skilj- um þetta ekki. Í aðalkeppninni úti þá kjósa nefnilega sjónvarpsáhorfendur bara eftir eina hlustun og that’s it. Þannig er Júróið. Ég veðjaði við Pál Óskar í gær upp á risastóran konfektkassa. Hann spáði að lagið „This is my life“ með Júgur- bandinu myndi sigra. Ég spáði „HO HO HO I Say REI REI REI“ með Mercedes Club sigri. Á mánudaginn verður Palli með bullandi móral og ég með bullandi niðurgang. Við þágu- fallssjúka segi ég: Mér hlakkar til. Íslensk Júróvisnun Sverrir Stormsker hlustar á sjónvarpið og horfir á útvarpið. YFIR STRIKIÐ Munu hinir síðustu verða fyrstir? 24 LÍFIÐ Kvikmyndasérfræðingur 24 stunda fer yfir hverjir eru líklegir til að taka Óskarsstyttu heim á sunnudagskvöld. Hverjir hljóta Óskarsverðlaunin? »62 Byssukúla var skilin eftir á flygli á sviði Austurbæjar á meðan Poetrix kom fram á tónleikum gegn kynþáttahatri. Byssukúla skilin eft- ir á flygli í Austurbæ »70 Barði Jóhannson hefur rekið bak- raddasöngvara sem Merzedes Club bauðst til að nota í Eurovision í kvöld. Barði rekur bakraddasöngvara »66 ● Mögnuð stemning „Ég held að það verði mögnuð stemning þarna. Það er al- veg sérstök tilfinn- ing að vera í hópi baráttukvenna hvaðanæva úr heiminum,“ segir Thelma Ásdís- ardóttir en hún er á leið á kvenna- þing Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku. „Ég er að fara til New York í fyrsta skipti og hlakka mest til að kíkja á borgarbókasafnið, bara að vera inni í þessari byggingu, anda að mér andrúmsloftinu og koma við hundgamla bókakili.“ ● Þörf kennsla „Það þarf oft að hjálpa strákunum að opna sig aðeins meira,“ segir Ellý Ármannsdóttir en hún, ásamt Sig- ríði Klingenberg og Hallgrími Helgasyni, mun í dag hjálpa við- skiptavinum Eymundsson við að skrifa ástarbréf í tilefni konudags- ins. Ellý hefur nú þegar hjálpað meðlimum Dr. Spock, þeim Óttari og Finna, að skrifa ástríðufull ást- arbréf. „Þeir voru með gúmmí- hanskana og við vorum að skrifa ástarbréf saman. Það var mjög skemmtilegt. Þeir settu upp gúmmíhanskana og opnuðu sig.“ ● Allsber Leik- konan Nína Dögg Filippusdóttir segir að það sé ekkert mál að koma nakin fram sé það gert í þágu listarinnar. „Ef þetta þjónar ein- hverjum tilgangi þá er þetta ekki mikið mál auk þess sem ég hef gert þetta tvisvar áður,“ segir hún. Nína segir að hún hafi ekki orðið vör við neina hneykslun áhorfenda, né hafi hún fundið einhver sérstök viðbrögð þegar hún birtist klæða- laus í Kommúnunni. „En fólk er auðvitað misjafnlega spéhrætt.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.