24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir
Talsmaður neytenda hefur lagt til
við Árna Mathiesen fjármálaráð-
herra að afnumið verði lagaákvæði
sem kveður á um mismunandi
stimpilgjald eftir því hver endurfjár-
magnar fyrirliggjandi skuld. Annar
kostur sé að breyta lagaákvæðinu
þannig að jafnræði sé og hvati til
samkeppni.
Lagt er til að breytingin verði gerð
strax í tengslum við áform um end-
urskoðun laga um stimpilgjald sem
ríkisstjórnin lofaði við endurnýjun
kjarasamninga nú á dögunum.
Talsmaður neytenda bendir á að
sé stimpilgjald á annað borð tekið
við endurfjármögnun sé stimpil-
gjaldið hið sama hvort sem lánveit-
andi er sá sami eða nýr aðili. ,,Að
óbreyttu er sá skattur sem felst í
stimpilgjaldi beinlínis hvatning til
að endurfjármagna hjá sama banka,
sparisjóði eða sjóði og áður fremur
en að leita tilboða annars staðar,"
segir Gísli sem jafnframt telur að
lagaákvæðið kunni að brjóta gegn
hagsmunum og réttindum neyt-
enda.
Hann kveðst ekki hafa lagt fram
tillögu um afnám framangreindrar
mismununar fyrr vegna þess að al-
mennt hafi verið talið að það væri
aðeins spurning um tímasetningu
hvenær stimpilgjöld heyrðu sög-
unni til. ,,Nú er hins vegar ljóst að
nokkur bið verði á algeru afnámi
þeirra," tekur Gísli fram.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
segir að stimpilgjöld í fasteignavið-
skiptum verði afnumin á kjörtíma-
bilinu þegar aðstæður leyfi.
Fjármálaráðherra hefur lýst því
yfir að aðstæðurnar í hagkerfinu
þurfi að vera réttar og einkum þurfi
að taka tillit til þróunar á fasteigna-
markaði. ingibjorg@24stundir.is
Talsmaður neytenda um stimpilgjöld
Afnema þarf
mismunandi gjöld
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@24stundir.is
Þverpólitísk nefnd sem skipuð var
þann 15. janúar síðastliðinn til þess
að fara yfir vatnalögin mun að öll-
um líkindum koma saman í næstu
viku að sögn formanns nefndar-
innar Lúðvíks Bergvinssonar, þing-
manns Samfylkingarinnar.
Þarf að greina ágreininginn
„Nefndin er skipuð til þess að
takast á við þann ágreining sem
uppi var. Við þurfum að skilgreina
hann betur og undirbyggja þessa
umræðu með meiri rannsóknum.
Þegar okkur hefur tekist að greina
kjarnann í þessu eins og kostur er
þá munum við reyna að ná sameig-
inlegri lendingu,“ segir Lúðvík að-
spurður um hvers hann vænti af
starfi nefndarinnar. „Við komum
að þessu verkefni með opnum
huga,“ segir Lúðvík aðspurður um
það hvort afstaða Samfylkingar-
innar sé óbreytt, en þingmenn
flokksins börðust hart gegn frum-
varpinu á sínum tíma. „Það er ekki
sjálfgefið að ágreiningurinn verði á
nákvæmlega sama stað áfram þeg-
ar menn hafa greint þetta,“ segir
hann aðspurður um það hvað helst
verði deilt um í nefndinni.
Ágreiningur leiddur til lykta
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
kona Vinstri grænna sem einnig á
sæti í nefndinni, telur að greining-
arvinnu sé að mestu lokið. „Það er
hið pólitíska viðfangsefni sem er
eftir. Það er að komast að niður-
stöðu um það með hvaða hætti
eignarhald á vatnsauðlindinni
skuli skilgreint í lagatexta.“ Kol-
brún segir Vinstri græn vilja að
eignarréttur á vatnsauðlindinni
verði skilgreindur með þeim hætti
að almenna reglan sé að auðlindin
sé í eigu þjóðarinnar og sú verð-
mætasköpun sem verður til við
nýtingu hennar komi þjóðinni allri
til góða.
„Við erum búin að takast á um
þessi mál áratugum saman. Nú
þurfum við að leiða þennan póli-
tíska ágreining til lykta, og ég vona
svo sannarlega að einkaeignarsinn-
arnir hafi ekki betur í þeim efn-
um,“ segir Kolbrún.
Lögin verði óbreytt
„Ég legg upp með það sem mér
er falið að vinna og hef umboð til
samkvæmt skipunarbréfinu,“ segir
Sigurður Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, sem
einnig situr í nefndinni. „Okkur er
ætlað að fara yfir ákvæði nýju
vatnalaganna og hvort þau sam-
ræmist öðrum ákvæðum á þessu
sviði,“ bætir hann við. Sigurður
segir það ekki vera hlutverk nefnd-
arinnar að endurskrifa lögin og
vonast til þess að lögin muni taka
gildi í óbreyttri mynd.
Vatnalög tekin
á dagskrá
Vatnalaganefndin mun líklega taka til starfa í næstu viku
Þingmenn hafa ólíka sýn á hlutverk nefndarinnar
➤ Vatnalögin voru samþykkt áAlþingi vorið 2006 eftir mikil
átök. Gert var samkomulag
um að fresta gildistöku þeirra
til 1. nóv. 2007 og síðar til 1.
nóv. 2008.
➤ Þingmenn Frjálslyndra, Sam-fylkingar og Vinstri grænna
stóðu saman gegn lögunum
og lýstu því yfir að þau yrðu
afturkölluð ef þau fengju
meirihluta í alþingiskosn-
ingum 2007.
VATNALÖGIN
Árvakur/ÞÖKUmræða um vatnalög á Alþingi vorið 2006 Mikið líf var í tuskunum þegar tekist var á um vatnalögin vorið 2006.
Bandaríski háskólinn Stanford
ætlar að hætta að krefjast skóla-
gjalda af nemendum þéni fjöl-
skylda þeirra minna en 100 þús-
und dollara á ári eða undir 6,7
milljónum íslenskra króna.
Ákvörðunin er sögð hafa verið
tekin vegna mikils þrýstings frá
stjórnmálamönnum sem segja
það orðið of dýrt að fara í fram-
haldsnám. Nemendur sem koma
frá fjölskyldum með lægri tekjur
en 60 þúsund dollara eða um 4
milljónir króna fá að auki ókeyp-
is fæði og húsnæði. ibs
Stanford
afnemur gjöld
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Kannað var verð á algengri tegund rakvélablaða
hjá nokkrum söluaðilum.
Mikill munur var á hæsta og lægsta verði eða
rúm 109%
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum.
100% verðmunur
á rakvélablöðum
Hildigunnur
Hafsteinsdóttir
NEYTENDAVAKTIN
Gillette fusion rakvélablöð 4 blöð í pakka
Verslun Verð Verðmunur
Bónus 1.059
Krónan 1.249 17,9 %
Melabúðin 1.498 41,5 %
Lyfja 1.729 63,3 %
Nóatún 1.835 73,3 %
Lyf og heilsa 2.216 109,3 %
www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Airfree lofthreinsitækið
• Byggir á nýrri tækni sem eyðir
ryki, frjókornum og gæludýraflösu
• Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum
• Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna
Betra
loft
betri
líðan
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum
• Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Allt fyrir skrifstofuna
undir 1 þaki
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir að
með varnarmálafrumvarpinu sem utanríkisráðherra
hefur mælt fyrir á Alþingi, sé verið að stíga síðasta
skrefið að fullri inngöngu Íslands í NATO. Jafnframt
að með frumvarpinu sé lögbundið að hér verði her-
lið frá öðrum ríkjum með reglubundnu millibili á
friðartímum sem gangi gegn þeim hugmyndum sem
voru uppi þegar Ísland gekk í NATO. Þetta kom
fram á á flokksráðsfundi VG síðdegis í gær. mbl
Síðasta skrefið að fullri inngöngu