24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 22
Samkvæmt nýrri óútgefinni skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem lak í fjölmiðla á dögunum, losa stærri skip á alþjóðlegum siglinga- leiðum um þrefalt meira af gróð- urhúsalofttegundum en áður var talið. Með hliðsjón af upplýsingum frá skipafélögunum sjálfum, sem stuðst hefur verið við til þessa, var talið að skipaflotinn bæri ábyrgð á losun um fjögur hundruð milljóna tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári hverju. Það eru um 1,8 prósent af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á jörðinni. Í skýrslunni er hins vegar talið að útblástur frá hinum ört vaxandi skipaflota sé um 1,21 milljarður tonna af gróðurhúsalofttegundum á ári, sem eru um 4,5 prósent af heildarlosun jarðarinnar á gróður- húsalofttegundum. Mengun skipa farið hljótt Fram að þessu hafa stjórnvöld og skipafélög gefið þessum málum lít- inn gaum, enda hefur útblástur stærri skipa og farþegaflugvéla ver- ið undanskilinn mengunarkvótum, eins og í Kyoto-samningnum sem Ísland á aðild að. Í gegnum tíðina hefur vanda- málið verið að þar sem skipin sigla ört á milli umráðasvæða þjóða og á opnu alþjóðlegu hafsvæði hafa þjóðir neitað ábyrgð á útblæstri sinna skipa. Þá hefur breska rík- isstjórnin þráast við að hafa út- blástur sinna skipa með í meng- unarkvóta sínum, því ekki liggi fyrir alþjóðleg samþykkt um hvernig deila skuli útblæstri skipa á alþjóðlegum siglingaleiðum á milli þjóða. „Nú eru að fara í gang samn- ingaviðræður um hvað taki við eft- ir Kyoto-bókunina árið 2012 og þetta er auðvitað mál sem verður tekið upp þar,“ segir Stefán Ein- arsson, sérfræðingur hjá umhverf- isráðuneytinu um loftslagsmál og hnattræn mengunarmál. „Í fram- haldi af aðildarríkjaþinginu á Balí í desember var ákveðið að það færu fram fjórir fundir á þessu ári í þessu samningaferli og fyrsti fund- urinn verður haldinn um mánaða- mótin mars/apríl og eftir þann fund ættu línurnar að fara að skýr- ast varðandi þetta málefni því þar eiga þjóðirnar að skila inn sínum viðhorfum.“ Stærri skip um 90.000 talsins Talið er að stór skip á alþjóð- legum siglingaleiðum séu um níu- tíu þúsund talsins, en með hugtak- inu stærri skip er átt við farþega- og flutningaskip. Flutningaskipum hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár. Nú flytja þau um níutíu prósent af öllum vörum sem verslað er með á milli ríkja. Þá hefur tonnatalan sem þau flytja árlega þrefaldast frá árinu 1970. Stærri flutningaskip- um fer ört fjölgandi en talið er að um þrjú þúsund ný skip af stærri gerðinni verði smíðuð á næstu þremur árum. Fjölgun skipa og fyrirhuguð þensla í alþjóðaviðskiptum veldur því að vísindamenn spá því að út- blástur flutningaskipa muni aukast um þrjátíu prósent næstu tólf árin og iðnaðurinn losi þá um 1,45 milljarða tonna af gróðurhúsaloft- tegundum árlega. Baneitrað eldsneyti Annað sem vert er að veita at- hygli er að skipin nota mörg hver svartolíu sem eldsneyti, sem er ódýrasta skipaeldsneyti sem völ er á og jafnframt það mest mengandi. Skipavélar samtímans eru orðnar það fullkomnar að þær geta nú Loftmengun úti á hafi vanmetin  Flutningaskip losa um þrefalt meira af gróðurhúsalofttegundum en áður var talið  Mengunin hefur verið utan mengunarkvóta ➤ Árið 2006 losuðu farþegaþot-ur til og frá Íslandi um 394 þúsund tonn af gróðurhúsa- lofttegundum út í andrúms- loftið. ➤ Innanlandsflugið bar ábyrgðá losun um 28 þúsund tonna. ➤ Skip, önnur en fiskiskip, los-uðu um 51 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum. ÚTBLÁSTUR Á ÍSLANDI Ægir Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Tíð meirihlutaskipti í borgar- stjórn Reykjavíkur hafa vart farið framhjá neinum. Þegar síðasti meirihluti tók við í janúar var lagð- ur fram málefnasamningur og hann sagður grundvöllur hins nýja samstarfs. Í kjölfarið var ítrekað rætt um að fráfarandi meirihluti (hinn svokallaði Tjarnarkvartett) hefði ekki lagt fram neinn málefna- samning heldur hefði hann ein- ungis verið myndaður um völd. En hver eru raunveruleg áhrif meirihlutaskiptanna á hið daglega starf innan borgarinnar? Hvaða verkefnum er ýtt til hliðar þegar nýir menn koma í brúna og hvaða nýju áherslur eru settar á oddinn? 24 stundir spurðu yfirmenn allra fagsviða Reykjavíkurborgar þessara spurninga. Ágreiningur undantekning Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri segir óhætt að segja að meirihluta- skipti í borgarstjórn geti haft áhrif á öll dagleg störf embættismanna borgarinnar. Vissulega hafi einhver verkefni lent í minniháttar töfum án þess að ástæða sé til að tilgreina sérstaklega hver þau væru. Þær taf- ir megi þó oftast rekja til þess að einstaka fundi hafi verið frestað á meðan meirihlutaskiptin hafi gengið yfir. „Engum verkefnum hefur verið frestað til frambúðar vegna meirihlutaskipta, enda telst það til algerra undantekninga ef mál eru afgreidd úr skipulagsráði í ágreiningi á milli ráðamanna.“ „Þrátt fyrir tíð meirihlutaskipti í Reykjavíkurborg á síðustu misser- um hafa dagleg störf embættis- manna hjá ÍTR gengið með eðlileg- um hætti,“ segir Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur (ÍTR). Í svari Ómars voru ekki til- greind nein verkefni sem hefðu frestast eða verið lögð af vegna meirihlutaskiptanna. Fundir frestast „Áhrifin hafa helst verið þau að einstakir fundir hafa frestast eða einhver mál sem hafa verið í kynn- ingarferli hafa tafist við að nýju fagráði er gerð grein fyrir forsögu, stöðu og fyrirhugaðri úrlausn mála,“ segir Svanhildur Konráðs-  Tíð valdaskipti í borginni hafa lítil áhrif á dagleg störf  Engum málum ýtt til hliðar ➤ 24 stundir leituðu til allrafagsviða Reykjavíkurborgar eftir upplýsingum um áhrif meirihlutaskipta í borg- arstjórn á störf þeirra. ➤ Í svörum þeirra voru ekki til-greind nein verkefni sem hefðu tafist eða verið ýtt til hliðar vegna valdaskiptanna. ➤ Samkvæmt svörunum virðistekki vera mikill hug- myndafræðilegur ágrein- ingur milli borgarfulltrúa. VERKEFNI BORGARINNAR Ráðhúsið Sífelld valdaskipti í borgarstjórn virðast hafa lítil sem engin áhrif á starf fags- viða borgarinnar.Kerfið heldur sínu striki Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FRÉTTASKÝRING 22 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir Tenerife frá 42.024 kr. sumarferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.