24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24 stundir Stundum þarf maður hjálp til að halda áfram Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tm.is og fáðu skýr svör. ÍSLENSKA / S IA.IS / TMI 41098 02/ 08 Áfallahjálp TM Áfallahjálp hjá TM Þeir sem eru vel tryggðir fá efnisleg verðmæti sín bætt, en eftir stendur oft tilfinningatjón sem ekki verður metið til fjár. Það er vel þekkt staðreynd að áföll eða slys geta haft í för með sér áfallastreitu og leitt til langvarandi áfallaröskunar ef ekki er gripið í taumana. TM gengur nú skrefinu lengra í þjónustu sinni og er eina tryggingafélagið á Íslandi sem býður tjónþolendum upp á áfallahjálp. Áfallahjálpin er veitt af sálfræðingi og er innifalin í Heimatryggingu TM. Þannig vinnum við saman úr áfallinu og stuðlum að því að það hafi ekki neikvæðar afleiðingar til lengri tíma fyrir viðskiptavini okkar. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is STUTT ? Ramos Horta vaknar Forseti Austur-Tímor vaknaði í gær af dái sem hann hefur verið í und- anfarna tíu daga, síðan hann varð fyrir morðtilræði. Telja læknar að hann muni ná full- um bata, þótt það geti tekið nokkra mánuði. ? Lífstíðardómur Steve Wright var á fimmtudag fund- inn sekur um að hafa myrt fimm vændiskonur í austur- hluta Englands í lok 2006. Í gær kvað dómari upp lífstíð- ardóm yfir honum. ? Verðbólgumet Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnar náði verðbólga í Simbabve 100.000% í janúarmánuði. Segja sérfræðingar seðlabank- ans erfitt að meta verðbólgu nákvæmlega vegna viðvarandi vöruskorts í landinu. Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ofbeldisfullur breskur kokkur með kynlífsþráhyggju var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 18 ára stúlku á hrottafenginn hátt í september 2005. Við uppkvaðningu dómsins var Mark Dixie sagt að hann mætti ekki eiga von á reynslulausn fyrr en eftir 34 ár. Skelfileg aðkoma Lík Sally Anne Bowman fannst illa til reika og atað blóði fyrir utan heimili hennar í suðurhluta Lund- úna. Hún hafði hlotið sjö hníf- stungur og verið nauðgað. Rann- sókn réttarmeinafræðings leiddi í ljós að nauðgunin hefði sennilega átt sér stað eftir að Bowman lést. Viðurkenndi Dixie að hafa haft mök við lík Bowman, en bar því við að hann hefði ekki vitað að hún væri látin. Sagðist hann hafa gengið fram á líkið og talið Bowm- an vera meðvitundarlausa. Með fjölda dóma á bakinu Dixie hafði ótal sinnum komist í kast við lögin vegna kynferðisbrota og rannsóknaraðilar telja líkur á því að hann hafi myrt konu þegar hann bjó í Ástralíu á tíunda ára- tugnum. Bresk og áströlsk lögregla leitar nú að óupplýstum glæpum í fortíð Dixies, sem flutti oft og gekk undir mörgum dulnefnum. Sýndi enga iðrun Gerald Gordon, sem kvað upp dóminn yfir Dixie, vandaði hon- um ekki kveðjurnar. ?Ég ætla bara að segja að það sem þú gerðir þetta kvöld var svo hræðilegt og viður- styggilegt að ég ætla ekki að reyna að hafa það eftir. Hegðun þín í framhaldinu sýnir að þú iðraðist ekki gjörða þinna.? Þegar dómur lá fyrir las faðir Bowman yfirlýsingu fyrir fjöl- miðla. ?Síðustu tvö og hálft ár hafa verið óhemju sársaukafull og gíf- urlega erfið og ég held ekki að við hefðum komist í gegnum þetta án ástar og stuðnings sem við höfum notið frá fjölskyldu og vinum. Ég vona að Sally Anne geti nú hvílt í friði og þeir sem ótímabær og hrottalegur dauði hennar hafði áhrif á geti nú byrjað að syrgja af alvöru.? Morðingi í steininn L52159Sekur um hrottalegt morð og nauðgun ? Er 35 ára og hlaut fyrst dóm fyrir kynferðisbrot árið 1986. ? Var handsamaður níu mán- uðum eftir morðið. Lögregla tók úr honum DNA-sýni vegna áfloga. Þá kom í ljós að hann hafði verið á vettvangi morðsins. MARK DIXIE Reuters Faðir Sally Anne Las yfirlýsingu fjölskyldu hennar þegar dómur lá fyrir. Ný skýrsla breskra yfirvalda sýnir að fjórðungur fimm ára barna og þriðjungur 10 ára barna er of þungur. Voru ríflega 800.000 börn vegin, um 80% þeirra ald- urshópa sem skoðaðir voru. Er varað við því að vandinn gæti verið vanmetinn, þar sem þátt- taka í mælingum var frjáls. Hafi þyngstu börnin því getað skorast undan þátttöku. ?Rannsóknin sýnir umfang of- fituvandans sem heil kynslóð barna okkar stendur frammi fyr- ir,? segir einn skýrsluhöfunda. Fjöldi breskra barna of þungur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.