24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 64

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir Ég er í bláum flauelskjól frá Soniu Rykiel. Ég keypti mér hann ekki alls fyrir löngu og finnst hann alveg rosalega sætur. Mér finnst liturinn skemmtilegur og svo er kjóllinn þeim kostum gæddur að hann má nota bæði hversdags og við fínni til- efni. Það fer í rauninni bara eftir því hvað þú notar við hann. Hann er nefnilega frekar grófur og getur því alveg sloppið í vinnuna eða skólann ef maður er í einhverju hversdagslegu við hann. KJÓLL Þetta eru Marc Jacobs-sokkar sem ég fékk lánaða hjá systur minni – alveg rosalega skemmtilegir og smart. Ég er mikið í svona sérstökum sokkum og á sjálf alveg þónokkuð af þessu í skúffunni. Það er gaman að eiga fallega sokka í allskonar mynstri og öllum stærðum og gerðum. Þetta nefnilega lífgar svo skemmtilega upp á dressið, hvort sem þú ert í kjól, pilsi eða öðru. SOKKAR Skóna keypti ég hérna í versluninni. Þeir heita Salvador Sapena og eru spænskir. Þeir eru svona kóngabláir og passa því vel við kjólinn sem ég er í. Svo eru þeir með slaufum og alveg rosalega sætir. Ef mig langar að vera pínu fín þá er gaman að fara í þessa skó. SKÓR Ég vaknaði reyndar svo rosalega úfin í morgun þannig að ég ákvað bara að taka hárið frá andlitinu og setja í smá tagl. Mér finnst oft voða gott að taka hárið frá andlitinu og setja annað hvort í snúð eða tíkó. Ég hef hingað til verið ágætlega dugleg við að breyta um hárgreiðslu, en núna er ég að safna hári og er því ekkert mikið að fikta í því. Mig langar í sítt og fallegt hár. HÁR Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is „Fatastíllinn minn er alveg rosalega fjölbreyttur og fjölskrúðugur. Ég klæði mig yfirleitt eftir skapi og hef afskaplega gaman af því að fara í fallega liti til þess að krydda til- veruna í skammdeginu,“ segir Ing- unn Erla Sigurðardóttir, starfs- stúlka skóverslunar- innar Kron. „Mér leið einmitt svo vel í morgun þegar ég vaknaði svo að ég ákvað að vera dálítið litrík og fín í vinnunni í dag. “ Ánægð með tískuna í dag Ingunni líkar ríkjandi tísku- straumar um þessar mundir, auk þess að hafa einskæran áhuga á þeirri litagleði sem skótískan hefur upp á að bjóða. „Mér finnst tískan núna alveg æðislega skemmtileg. Sérstaklega skótískan. Skór í rauðu, appel- sínugulu, gulu og grænu – þetta er alveg frábært!“ Ingunn Erla Sigurð- ardóttir, starfsstúlka Kron, hefur mikið dálæti á skóm í öllum regnbog- ans litum. Í MYND Elskar skó og litadýrð Ingunn Erla Sigurðardóttir í skóversluninni Kron klæðir sig upp á Ég er með svarta augnlínu á augunum og maskara frá Clarins. Svo er ég með meik frá því í morgun og appelsínurauðan varalit frá MAC. Það fer algjörlega eftir skapinu hverju sinni hvernig ég farða mig og það er í rauninni engin ein förðun sem ég styðst mest við. Oftast set ég meik á andlitið og svo skellir maður varalit til þess að verða sætari. Það er allur gangur á þessu. FÖRÐUN 24TÍSKA tiska@24stundir.is a Ég klæði mig yfirleitt eftir skapi og hef afskap- lega gaman af því að fara í fallega liti til þess að krydda tilveruna í skammdeginu. Söngkonan Fergie hefur tekið að sér að vera nýtt andlit tískuhúss- ins Calvin Klein. Á Grammy- verðlaunahátíðinni í Los Angeles klæddist stjarnan sítrónugulum kjól frá hönnuðinum og nú hefur hún tekið höndum saman með Evu Mendes sem talskona fyr- irtækisins. „Hún er fullkomin í þetta og mun gera mikið fyrir nafnið,“ segir talsmaður Calvins. hþ Nýtt andlit hjá Calvin Klein Nýjasta auglýsingaherferð Marc Jacobs hefur vakið mikla athygli vestanhafs, en á myndunum spókar sjálf Victoria Beckham sig í hinum undarlegustu múnder- ingum. Á einum myndanna er hún með svarta augngrímu og ankannalegan smáhatt með skrauti en á öðrum er hún klædd í búning svarts engils í netakjól. Myndirnar munu vera liður í kynningum hönnuðarins fyrir sumarið 2008. hþ Módernísk hjá Marc Jacobs MYNDASÖGUR Bizzaró Aðþrengdur Afsakið að ég er til! HVAÐ ER SVONA HÆTTULEGT VIÐ AÐ KASTA M&M? HEFUR ÞÚ EINHVERN TÍMANN REYNT AÐ GRÍPA ÞAÐ MEÐ MUNNINUM OG FENGIÐ ÞAÐ Í TENNURNAR? ÉG HLAKKA TI L AÐ SJÁ HVERNIG ÞÚ HEFUR HUGSAÐ ÞÉR AÐ SKREYTA TRÉÐ! GÓÐ LEIÐ TIL AÐ BÆTA STAFS- ANDANN Á SKRIFSTOFUNNI TÓMUR, ALVEG EINS OG HINIR SEX SEM ÞÚ FANNST. EKKI SEGJA UPP VINNUNNI Laugavegi 44 - 561-4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.