24 stundir - 23.02.2008, Page 43

24 stundir - 23.02.2008, Page 43
24stundir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 43 M itt einfalda og lág- stemmda mark- mið er að gera Reykjavík að heimsfrægri mat- arborg. Það er næg innistæða fyrir því,“ segir meistarakokkurinn Sig- urður Hall, en hann er einn af helstu aðstandendum Food and Fun-matarhátíðarinnar sem stend- ur nú yfir með tilheyrandi herleg- heitum. „Þessari hátíð fylgir gleði og skemmtun. Það má reikna með að um tuttugu þúsund manns fari út að borða á tíma þegar venjulega er lítið að gera á veitingahúsum. Það koma peningar í kassann hjá veit- ingahúsum og þjónustuaðilum þeirra. Hótel í bænum eru full vegna þess að fólk kemur utan af landi til að taka þátt í hátíðinni og erlendir kokkar fjölmenna hingað til lands og skemmta sér konung- lega. Hingað koma hátt í hundrað blaðamenn frá Evrópu og Ameríku og þeir skrifa um Ísland, matinn og matarframleiðslu okkar, sem er í háum gæðaflokki. Þeir myndu ekki nenna að mæta og skrifa um þessa hátíð nema þeim þætti mikið í hana varið,“ segir Sigurður. Sáttur við að vera Norðmaður Nú ert þú einn þekktasti mat- reiðslumaður landsins. Fékkstu áhuga á matseld strax sem krakki? „Nei, það var ekki þannig. Ég fór í Verslunarskólann en fann mig ekki í tölum og samlagningu. Það blundaði í mér ævintýraþrá og ég réð mig til Eimskips og fór í sigl- ingar átján ára gamall. Ég ákvað að vera á sjónum alla ævi, en þar sem ég vildi ekki vera háseti í vosbúð úti á dekki komst ég að þeirri niður- stöðu að best væri að vera skips- kokkur. Svo fór ég til Danmerkur og vann á veitingahúsi við upp- vask. Ég var sífellt að stússast í kringum kokkana og þeir sögðu mér að ég ætti að læra elda- mennsku. Þar með var það ákveð- ið. Ég fór heim og hóf að læra til kokks á Hótel Sögu. Á fyrsta degi fann ég að þetta var ástríðustarf og myndi verða líf mitt.“ Þú bjóst í Noregi í allnokkur ár. Hvernig var sá tími? „Örlögin höguðu því þannig að ég flutti til Noregs ásamt Svölu konu minni. Við bjuggum í litlum skíðabæ og rákum þar veitingastað frá 1980 til 1990. Þegar ég lít til baka finnst mér þetta hafa verið besti tími lífsins. Við vorum ung, við vorum skemmtileg og við nut- um lífsins. En kannski eru allir tímar bestu tímar lífsins. Þetta var allavega yndislegur tími. Svo eign- uðumst við börn og þá fórum við að fá heimþrá. Hefðum við verið þarna áfram hefðum við orðið hálfnorsk. Ég hefði reyndar verið alveg sáttur við að vera Norðmað- ur. Ég kann vel við Norðmenn, þeir líkjast Íslendingum og á þessum tíma drukku þeir sig fulla á föstu- dögum og laugardögum. Það var næstum heimilislegt að horfa upp á þá um helgar því það minnti mann svo mikið á Íslendinga.“ Kann mitt fag Þú varst lengi með matreiðslu- þætti í sjónvarpi. Gerði sjónvarpið þig frægan? „Það er alveg ábyggilegt að sjón- varp getur gert fólk frægt. Ég lít samt ekki á mig sem frægan mann. Ég held samt að ég geti sagt að ég sé ágætlega þekktur af góðum hlut- um. Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa og kann mitt fag. Ég skil Beethoven sem gat samið tón- list án þess að hafa heyrn. Ég veit nákvæmlega hvernig matur mun bragðast ef ég veit hvað er í honum og hvernig því er blandað saman. Þetta er hæfileiki sem ég hef þjálf- að. Ég er fyrst og fremst matreiðslu- maður og veitingamaður en ég er líka fjölmiðlamaður. Ég hefði ekki enst í sjónvarpi í tíu ár nema vegna þess að ég þótti sjónvarpsvænn. Ég var ekki bara að kokka í sjónvarpi, ég ferðaðist og fór á veitingastaði erlendis. Ég var að uppfræða ís- lenska sjónvarpsáhorfendur. Á þessum tíu árum í sjónvarpi kynnt- ist ég miðlinum vel og vissi hvernig hann virkaði. Ég hef oft verið beð- inn um að koma aftur í sjónvarp og býst við að af því verði einhvern tíma í framtíðinni.“ Humarinn sem brást Hver er pínlegasta aðstaða sem þú hefur komist í sem kokkur? „Um tíma vann ég á Astró sem var mjög vinsæll veitingastaður. Meðal rétta sem voru á boðstólum var humar í sojasósukryddlegi. Eitt sinn gleymdu kokkarnir að taka inn humar sem var geymdur úti og hann lá því þar yfir nótt. Næsta morgun komu kokkarnir í vinnuna og þá var komin fremur vond lykt af humrinum. Þeir þorðu ekki að segja mér að þeir hefðu gleymt humrinum, ákváðu að henda hon- um ekki og smelltu honum í þessa fínu sterkkrydduðu austurlensku marineringu sem drap alla fýlu. Skömmu síðar mætti ég og um há- degið var komið að því að útbúa rétt dagsins. Ég ákvað að elda nýja og fína lúðu með humri í engifer- sojachili. Mér fannst eins og hum- arinn væri ekki alveg upp á sitt besta, en hugsaði með mér að það hlyti að vera allt í lagi með hann, enda höfðu kokkarnir ekki sagt mér annað. Þennan dag vildi svo til að tólf manns frá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins komu í hádeg- ismat. Lúðan var borðuð með bestu lyst en humarinn skilinn eft- ir. Svo fékk ég símtal frá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Gest- irnir höfðu tekið með sér nokkra humarhala og rannsakað. Hjá stofnuninni voru sérstakir gæða- staðlar frá einum og upp í tíu, þar sem eitt er best og tíu slakast. Mig minnir að humarinn hafi komist upp í þrjátíu. Hjá stofnuninni voru menn öskuvondir, kröfðust skýr- inga og sögðu: Hvernig getur þú, matreiðslumeistarinn Sigurður Hall, boðið upp á svona lagað? Ég átti engan annan kost en að taka á mig sökina og bauð þeim aftur í mat. Þeir hvæstu að þeir kærðu sig síst af öllu um að borða þarna aft- ur. Þetta var ekki gott fyrir orðspor matreiðslumeistarans sem á sama tíma var á miklu flugi í sjónvarpi. Mér fannst þetta svo skelfilegt að ég hef aldrei getað sagt þessa sögu fyrr. En núna, fjórtán árum eftir að hún gerðist, þá er hún loksins orð- in fyndin í mínum huga. Ég bið Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins enn og aftur innilega afsökunar.“ Djúpsteiktar tarantúlur Hvað er það einkennilegasta sem HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Ég skil Beetho- ven sem gat samið tónlist án þess að hafa heyrn. Ég veit nákvæmlega hvernig matur mun bragðast ef ég veit hvað er í honum og hvernig því er bland- að saman.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.