24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24 stundir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Bárður Jónsson, sem skrásetti sögu Páls Elísonar í bókinni Breiðavík- urdrengur, kveðst fagna því að í skýrslu nefndar um starfsemi í Breiðavík skuli ekki vera um hvít- þvott að ræða. ?Miðað við það sem ég hef heyrt af innihaldi skýrslunnar verður ekki vikist undan því að horfast í augu við það sem gerðist. Það finnst mér það merkilegasta við starf nefndar- innar. Jafnframt finnst mér merki- legt að skoða eigi starfsemi fleiri heimila sem börn voru vistuð á,? segir Bárður. Sjálfur dvaldi hann tvisvar í Breiðavík. Hann var 10 ára þegar hann kom þangað í fyrra skiptið og dvaldi þá á staðnum í 15 mánuði. Í seinna skiptið dvaldi hann sumar- langt, þá á 13. ári. Bárður, sem var barinn og beitt- ur vissu kynferðislegu ofbeldi, eins og hann orðar það, kveðst aldrei hafa gert ráð fyrir bótum en ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta semja drög að frumvarpi um greiðslu bóta til fórnarlamba of- beldis á vistunarheimilum. ?Samkvæmt almennum reglum eru hugsanleg brot fyrnd en við telj- um að aðstæður geti vel réttlætt einhverja bótagreiðslu af hálfu rík- isins vegna aðstæðna sem þessir að- ilar lentu í. Ég vara hins vegar menn við að vera með of háar hugmyndir um slíkar greiðslur,? segir Geir. Lög myndu ekki bara taka til greiðslna vegna brota í Breiðavík, heldur einnig á öðrum vistunar- heimilum ef um slíkt væri að ræða, að sögn forsætisráðherra. Í skýrslu nefndarinnar sem kannaði starfsemi Breiðavíkur- heimilisins segir að ljóst sé að fátt ef nokkuð geti í reynd bætt þann skaða sem margir vistmenn urðu sýnilega fyrir. Nefndin lagði þó til að stjórnvöld legðu mat á hvort hlutur vistmanna yrði réttur með fjárgreiðslu. Horfst í augu við staðreyndir L52159Bárður Jónsson sem dvaldi á Breiðavík fagnar því að skýrslan um starfsemina skuli ekki vera hvítþvottur L52159Frumvarp um bætur ? Í upphafi árs 2007 greindu einstaklingar sem vistaðir voru sem börn á vistheim- ilinu Breiðavík frá því í fjöl- miðlum að þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi þar. ? Forsætisráðherra skipaði í fyrra nefnd sem kanna átti starfsemi heimilisins. BREIÐAVÍKURHEIMILIÐ Skýrslan kynnt Í henni segir að fátt ef nokkuð geti bætt skaðann sem vistmenn urðu fyrir. Árvakur/Ómar ?Bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsir þungum áhyggjum af bágbornu ástandi og viðhaldsskorti á Norð- fjarðarflugvelli,? segir í nýlegri bókun bæjarstjórnarinnar. Hún skorar á heilbrigðis- og samgöngu- yfirvöld að sameinast um nauðsyn- legar úrbætur á flugvellinum sem gegni lykilhlutverki í þjónustu Fjórðungssjúkrahúss Austurlands. ?Ekkert hefur verið gert við völl- inn í mörg ár og oft er ekki hægt að nota hann vegna steinkasts og aurs. Það þarf að hækka brautina upp, malbika og setja lýsingu,? segir Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð. Hann segir farþegafjölda sem fer- um völlinn hafa tvöfaldast síðan 2005. ?Þetta hefur verið í athugun en engir peningar eru ætlaðir í þetta núna. Í upphafi var aðeins talað um slitlag en það þarf að gera meira,? segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. þkþ Bágborið ástand á flugbrautinni í Norðfirði Þarfnast úrbóta Árvakur/Sverrir Reykjavíkurborg keypti nýverið húsið og lóðina á Einimel 19 fyrir 82,5 milljónir. Þetta var sam- þykkt á fundi stjórnar eigna- sjóðs Reykjavík- ur 11. febrúar síðastliðinn. Að sögn Hrólfs Jónssonar skrif- stofustjóra eigna- sjóðs borgarinnar snýst málið um að laga til í skipulagi en landið er erfðafestuland og ná ýmsar bygg- ingar í kring inn á lóðina. Hrólf- ur segir að samið hafi verið við eigendur um að borgin leysti landið til sín en mat þriggja fast- eignasala ákvarðaði kaupverðið. Húsið verður selt. aak Borgin kaupir hús Skipulagstiltekt fyrir 80 milljónir Neytendasamtökin fagna til- mælum Björgvins G. Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra til fjár- málafyrirtækja um að þau bjóði ekki kröfuhöfum sem nýta sér innheimtuþjónustu þeirra að bæta við seðilgjöldum eða sam- bærilegum fylgikröfum við að- alkröfu sem greidd er á gjald- daga. Segja samtökin tilmælin réttarbætur. Á fréttavef samtakanna er bent á að algengt sé að seðilgjaldið sé 200 til 300 krónur. ibs Tilmæli um seðilgjöld Réttarbætur Konur athugið! Bylting í öryggismálum! Líkt og með menn þá eru rútur einfaldlega ekki allar jafn öruggar. Bjóðum á þriðja tug af nýjum og góðum bílum með þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum. Hafðu samband og sérpantaðu einn slíkan fyrir þá sem þér þykir vænt um. www.gtyrfingsson.is - S. 568 1410 / 482 1210 - Grænir og góðir ;)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.