24 stundir - 23.02.2008, Side 22

24 stundir - 23.02.2008, Side 22
Samkvæmt nýrri óútgefinni skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem lak í fjölmiðla á dögunum, losa stærri skip á alþjóðlegum siglinga- leiðum um þrefalt meira af gróð- urhúsalofttegundum en áður var talið. Með hliðsjón af upplýsingum frá skipafélögunum sjálfum, sem stuðst hefur verið við til þessa, var talið að skipaflotinn bæri ábyrgð á losun um fjögur hundruð milljóna tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári hverju. Það eru um 1,8 prósent af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á jörðinni. Í skýrslunni er hins vegar talið að útblástur frá hinum ört vaxandi skipaflota sé um 1,21 milljarður tonna af gróðurhúsalofttegundum á ári, sem eru um 4,5 prósent af heildarlosun jarðarinnar á gróður- húsalofttegundum. Mengun skipa farið hljótt Fram að þessu hafa stjórnvöld og skipafélög gefið þessum málum lít- inn gaum, enda hefur útblástur stærri skipa og farþegaflugvéla ver- ið undanskilinn mengunarkvótum, eins og í Kyoto-samningnum sem Ísland á aðild að. Í gegnum tíðina hefur vanda- málið verið að þar sem skipin sigla ört á milli umráðasvæða þjóða og á opnu alþjóðlegu hafsvæði hafa þjóðir neitað ábyrgð á útblæstri sinna skipa. Þá hefur breska rík- isstjórnin þráast við að hafa út- blástur sinna skipa með í meng- unarkvóta sínum, því ekki liggi fyrir alþjóðleg samþykkt um hvernig deila skuli útblæstri skipa á alþjóðlegum siglingaleiðum á milli þjóða. „Nú eru að fara í gang samn- ingaviðræður um hvað taki við eft- ir Kyoto-bókunina árið 2012 og þetta er auðvitað mál sem verður tekið upp þar,“ segir Stefán Ein- arsson, sérfræðingur hjá umhverf- isráðuneytinu um loftslagsmál og hnattræn mengunarmál. „Í fram- haldi af aðildarríkjaþinginu á Balí í desember var ákveðið að það færu fram fjórir fundir á þessu ári í þessu samningaferli og fyrsti fund- urinn verður haldinn um mánaða- mótin mars/apríl og eftir þann fund ættu línurnar að fara að skýr- ast varðandi þetta málefni því þar eiga þjóðirnar að skila inn sínum viðhorfum.“ Stærri skip um 90.000 talsins Talið er að stór skip á alþjóð- legum siglingaleiðum séu um níu- tíu þúsund talsins, en með hugtak- inu stærri skip er átt við farþega- og flutningaskip. Flutningaskipum hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár. Nú flytja þau um níutíu prósent af öllum vörum sem verslað er með á milli ríkja. Þá hefur tonnatalan sem þau flytja árlega þrefaldast frá árinu 1970. Stærri flutningaskip- um fer ört fjölgandi en talið er að um þrjú þúsund ný skip af stærri gerðinni verði smíðuð á næstu þremur árum. Fjölgun skipa og fyrirhuguð þensla í alþjóðaviðskiptum veldur því að vísindamenn spá því að út- blástur flutningaskipa muni aukast um þrjátíu prósent næstu tólf árin og iðnaðurinn losi þá um 1,45 milljarða tonna af gróðurhúsaloft- tegundum árlega. Baneitrað eldsneyti Annað sem vert er að veita at- hygli er að skipin nota mörg hver svartolíu sem eldsneyti, sem er ódýrasta skipaeldsneyti sem völ er á og jafnframt það mest mengandi. Skipavélar samtímans eru orðnar það fullkomnar að þær geta nú Loftmengun úti á hafi vanmetin  Flutningaskip losa um þrefalt meira af gróðurhúsalofttegundum en áður var talið  Mengunin hefur verið utan mengunarkvóta ➤ Árið 2006 losuðu farþegaþot-ur til og frá Íslandi um 394 þúsund tonn af gróðurhúsa- lofttegundum út í andrúms- loftið. ➤ Innanlandsflugið bar ábyrgðá losun um 28 þúsund tonna. ➤ Skip, önnur en fiskiskip, los-uðu um 51 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum. ÚTBLÁSTUR Á ÍSLANDI Ægir Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Tíð meirihlutaskipti í borgar- stjórn Reykjavíkur hafa vart farið framhjá neinum. Þegar síðasti meirihluti tók við í janúar var lagð- ur fram málefnasamningur og hann sagður grundvöllur hins nýja samstarfs. Í kjölfarið var ítrekað rætt um að fráfarandi meirihluti (hinn svokallaði Tjarnarkvartett) hefði ekki lagt fram neinn málefna- samning heldur hefði hann ein- ungis verið myndaður um völd. En hver eru raunveruleg áhrif meirihlutaskiptanna á hið daglega starf innan borgarinnar? Hvaða verkefnum er ýtt til hliðar þegar nýir menn koma í brúna og hvaða nýju áherslur eru settar á oddinn? 24 stundir spurðu yfirmenn allra fagsviða Reykjavíkurborgar þessara spurninga. Ágreiningur undantekning Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri segir óhætt að segja að meirihluta- skipti í borgarstjórn geti haft áhrif á öll dagleg störf embættismanna borgarinnar. Vissulega hafi einhver verkefni lent í minniháttar töfum án þess að ástæða sé til að tilgreina sérstaklega hver þau væru. Þær taf- ir megi þó oftast rekja til þess að einstaka fundi hafi verið frestað á meðan meirihlutaskiptin hafi gengið yfir. „Engum verkefnum hefur verið frestað til frambúðar vegna meirihlutaskipta, enda telst það til algerra undantekninga ef mál eru afgreidd úr skipulagsráði í ágreiningi á milli ráðamanna.“ „Þrátt fyrir tíð meirihlutaskipti í Reykjavíkurborg á síðustu misser- um hafa dagleg störf embættis- manna hjá ÍTR gengið með eðlileg- um hætti,“ segir Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur (ÍTR). Í svari Ómars voru ekki til- greind nein verkefni sem hefðu frestast eða verið lögð af vegna meirihlutaskiptanna. Fundir frestast „Áhrifin hafa helst verið þau að einstakir fundir hafa frestast eða einhver mál sem hafa verið í kynn- ingarferli hafa tafist við að nýju fagráði er gerð grein fyrir forsögu, stöðu og fyrirhugaðri úrlausn mála,“ segir Svanhildur Konráðs-  Tíð valdaskipti í borginni hafa lítil áhrif á dagleg störf  Engum málum ýtt til hliðar ➤ 24 stundir leituðu til allrafagsviða Reykjavíkurborgar eftir upplýsingum um áhrif meirihlutaskipta í borg- arstjórn á störf þeirra. ➤ Í svörum þeirra voru ekki til-greind nein verkefni sem hefðu tafist eða verið ýtt til hliðar vegna valdaskiptanna. ➤ Samkvæmt svörunum virðistekki vera mikill hug- myndafræðilegur ágrein- ingur milli borgarfulltrúa. VERKEFNI BORGARINNAR Ráðhúsið Sífelld valdaskipti í borgarstjórn virðast hafa lítil sem engin áhrif á starf fags- viða borgarinnar.Kerfið heldur sínu striki Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FRÉTTASKÝRING 22 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir Tenerife frá 42.024 kr. sumarferdir.is

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.