24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir Fiskipanna Áslaugar fyrir fjóra Hráefni: 2 msk. ólífuolía 1 laukur Um það bil 700 g fiskur (ýsa, þorskur, lúða eða langa) 1 ½ tsk. svartur pipar 1 ½ tsk. Maldon-salt 3 dl frosinn perlulaukur 2 msk. jalapeno 5 msk. kapers 4 grillaðar, afhýddar paprikur eða 1 krukka grillaðar paprikur í olíulegi 4 ferskir tómatar í sneiðum til að þekja pönnuna með Aðferð: Saxið laukinn og dreifið ásamt olíu yfir botninn á góðri pönnu með loki. Skerið fiskinn í hæfileg stykki og bætið á pönnuna ásamt smátt söxuðu jalapeno, kapers, grill- uðum paprikubitum og perlulauk. Skerið tómatana í sneiðar og þekið yfir allt saman. Stráið Maldon-salti og svörtum pipar yfir. Lokið pönnunni og eldið fiskinn á meðalhita í 20-25 mínútur eða þangað til fiskurinn er eldaður í gegn. Berið fram með soðnum kartöflum sem saxaðri steinselju og sítrónuberki hefur verið stráð yfir og klettasalati sem ögn af ólífuolíu, örlitlu af sítrónusafa og rifnum parmesanosti er blandað saman við. AÐALRÉTTUR Fiskipanna Áslaugar Elísabet Alba mælir með Veuve Clicquot Ponsardin Rosé Brut Vintage 2000. Fersk jarðarber og appels- ínur í nefi með votti af kryddbrauðsdeigi. Blóð- appelsínur, jarðarber og steinefni eru afgerandi í munni ásamt kanil og rauðu greipaldini. Meðalfylling með sýru í flottu jafnvægi við þéttleika og ávöxt. Þrúgur: Pinot Noir, Char- donnay & Pinot Meunier Land: Frakkland Hérað: Champagne Árvakur/Golli Risahörpuskel á mangósalsabeði fyrir fjóra Hráefni: 8 risahörpuskeljar smá salt olía Aðferð: Léttsteikið hörpuskelina augnablik í olíu á sjóðheitri pönnu. Stráið ör- litlu Maldon-salti yfir og berið fram á mangósalsa. Mangósalsa (hráefni): 1 mangó 1 rauðlaukur safi úr 1 lime hnefafylli af smátt söxuðu kórí- ander ½ -1 rautt chili 1 tsk. Maldon-salt Aðferð: Fræhreinsið chili og skerið allt nema lime í netta teninga. Kreistið lime-safann yfir og blandið vel saman ásamt saltinu. FORRÉTTUR Hörpuskel og salsa Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Drappier Grand Sendrée 2000. Ferskt og opið í nefi, græn epli, sítrus, steinefni með votti af ferskjum og deigi. Hressandi í munni með perum, sítrónuböku, vanillu og votti af marsip- ani í bakgrunninum. Létt meðalfylling með þægilega sýru og löngum endi. LÍFSSTÍLLMATUR lifsstill24stundir.is a Menningu og mat er ekki hægt að kljúfa í sundur. Ég gæti ekki kennt þeim mat- reiðslu ef ég kenndi þeim ekki líka eitthvað um menningu viðkomandi landa. Stærsta súkkulaðikaka í Vest- urbænum verður til sýnis í æsku- lýðsmessu í Neskirkju sunnudag- inn 2. mars kl. 11. Að messu lokinni fá kirkjugestir að bragða á kökunni með kaffinu. Bakararnir eru félagar í æsku- lýðsstarfi safnaðarins og stefna þeir á að kakan verði fimm metra löng og 30 sm á breidd. Tilgang- urinn með bakstrinum er að safna áheitum fyrir ferð á kristið unglingamót í Prag í sumar. Fimm metra súkkulaðikaka Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Áslaug Traustadóttir heimilisfræði- kennari fékk þá hugmynd að efna til matreiðslukeppni meðal nem- enda sinna í Rimaskóla fyrir fáein- um árum þegar hún var að horfa á sjónvarpsþáttinn Junior Master- chef á BBC Food-sjónvarpsstöð- inni. Fyrsta keppnin fór fram í skól- anum árið 2004 og verður hún því haldin í fimmta sinn miðvikudag- inn 12. mars. „Í sigurliði fyrstu keppninnar var ungur drengur, Eg- ill M. Egilsson, sem er núna að ljúka námi sem matreiðslumaður,“ segir Áslaug og bætir við að Egill hafi jafnframt dæmt í hverri ein- ustu keppni í skólanum allar götur síðan. Keppnin eykur sjálfstraustið Áslaug tekur undir að þetta sé góð leið til að glæða áhuga nem- endanna á mat og matargerð. „Hún eykur líka sjálfstraust þeirra því að þau átta sig á því hvað þau geta mikið. Þegar þau eru í kennslu finnst þeim þau vera mjög flink en veigra sér samt svolítið við að fara út í þetta á eigin vegum. Þau upp- lifa mátt sinn og megin þegar þau gera þetta algerlega án allrar að- stoðar eða leiðsagnar í keppninni. Þá þurfa þau að treysta algerlega á sig sjálf og gera það með glæsi- brag,“ segir hún. Menning og matur órjúfanleg Í fyrra fór Kokkakeppni grunn- skóla Reykjavíkur fram í fyrsta skipti en hún er byggð upp á sama hátt og keppnin í Rimaskóla. Í apríl taka síðan 24 skólar hvaðanæva af landinu þátt í Kokkakeppni grunn- skólanna. Verðlaunin eru ekki af verri endanum því að sigurliðið fer í sælkeraferð til London. „Þar fá matreiðslumeistarar grunnskóla Íslands meðal annars að smakka ostrur með mikilli viðhöfn. Það er mikil dagskrá í þessari ferð sem miðar að því að víkka út menningu barnanna,“ segir Áslaug og bætir við að matur og menning sé órjúf- anleg heild í sínum huga. „Menn- ingu og mat er ekki hægt að kljúfa í sundur. Ég gæti ekki kennt þeim matreiðslu ef ég kenndi þeim ekki líka eitthvað um menningu við- komandi landa,“ segir Áslaug. Að lokum deilir Áslaug þremur einföldum en góðum uppskriftum úr eigin ranni með lesendum 24 stunda. Áslaug Traustadóttir glæðir áhuga nemenda á mat Ungmenni etja kappi í matargerð ➤ 2-4 nemendur í 9. og/eða 10.bekk eru í hverju liði í kokka- keppninni. ➤ Hráefnið má ekki kosta meiraen 1.000 krónur og þeir fá að- eins klukkustund til að búa til aðalrétt. ➤ Nánari upplýsingar má nálgastá vefslóðinni kokkakeppni.is. KOKKAKEPPNIN Áslaug Traustadóttir heimilisfræðikennari er potturinn og pannan í Kokkakeppni grunnskól- anna sem fram fer í apríl. Sjálf hefur hún unnið öt- ullega að því að glæða áhuga nemenda sinna á mat og matarmenningu. Matarmenning Mat og menningu er ekki hægt að kljúfa í sundur að mati Áslaugar Traustadóttur heimilisfræðikennara. Árvakur/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.