24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir
vera sonur Hermanns. Þessar bar-
smíðar skiluðu litlum árangri því
ég var klæddur í mikinn galla sem
tók höggin af mér. Ég færði mig
hægt og rólega nær Steingrími og
dró hægri fótinn aftur eins og
menn gera í fótbolta. Þegar ég var í
góðu færi sparkaði ég í legginn á
honum eins fast og ég gat. „Þú fót-
braust mig,“ sagði hann en þegar
hann sá að svo var ekki sagði hann:
„Þú hefðir allavega getað fótbrotið
mig.“ Svo litum við upp og þá stóð
Hermann yfir okkur. Hann hafði
komið út til að bjarga mér en sá svo
að þess þurfti ekki. Hann sagði við
mig: „Fjandi ertu harður að slást
svona pínulítill eins og þú ert.“
Hann rétti mér fimmkall og sagði:
„Þetta eru verðlaun fyrir að slást
svona vel.“ Steingrímur reif fimm-
kallinn af mér og neitaði að af-
henda hann nema hann fengi
fimmkall sjálfur. Þá var samið um
að við fengum tvær og fimmtíu
hvor. Við skiptum fimmkallinum
úti í mjólkurbúð.
Mamma hafði alltaf sagt mér að
Hermann væri faðir minn. Þennan
dag sannfærðist ég um að svo væri.
Ég hafði heyrt Vigdísi segja að ég
væri alveg eins og Hermann og
Hermann hafði verið ákaflega föð-
urlegur við mig þegar hann gaf mér
fimmkallinn. Faðerni mitt prent-
aðist inn í huga minn. Þegar fólk
spurði hver ég væri svaraði ég: „Ég
er Lúðvík Gizurarson“ en ég vissi
að ég væri að segja ósatt. Ég var
Hermannsson.“
Hittust þið Steingrímur ekkert
eftir slagsmálin milli ykkar?
„Eftir slagsmálin gekk ég stund-
um framhjá Ráðherrabústaðnum
og þá kallaði Steingrímur til mín:
„Lúðvík, viltu ekki tala við mig.“
En ég var svo móðgaður eftir slags-
málin að ég gekk framhjá. Einn
daginn kallaði hann: „Lúðvík, ég á
svo stóra og fína rottu, viltu ekki
koma í kjallarann og sjá hana, hún
er í gildru?“ „Ég vil ekkert sjá rott-
ur,“ svaraði ég. Þá sagði hann: „Þú
verður að koma, frændi minn“ og
ég fór með honum og skoðaði rott-
una sem var stór og fín.“
Pálmi rektor á vaktinni
Hafði Hermann samband við þig?
„Árin liðu og ég fór í mennta-
skóla og þar var altalað að ég væri
sonur Hermanns. Einn daginn
hringdi Hermann í Pálma Hann-
esson rektor og sagðist gera hann
ábyrgan fyrir því að ekki væri níðst
á mér vegna faðernis míns. Ef ein-
hver slagsmál voru sem ég tók þátt
í þá fór dyravörður upp á skrifstofu
til Pálma. Pálmi kom svo út og
spurði hvort ég væri meiddur.
„Nei,“ sagði ég alltaf. „Hvað með
ykkur?“ spurði Pálmi hina strák-
ana. Þeir svöruðu: „Lúðvík barði
okkur.“
Hermann var alltaf öðru hverju
að reyna að finna flöt á þessu máli.
Mamma og Hermann skrifuðust á.
Hún bauð mér eitt sinn bréfin,
þetta var stór bunki, en ég var svo
vitlaus að taka ekki við þeim. Hún
fargaði bréfunum áður en hún dó.
Ég sé mjög eftir því að hafa ekki
þegið þau. Hermann talaði við
aðra í fjölskyldunni um mig og
velti því fyrir sér hvernig hann gæti
stutt mig og hjálpað mér. Einn dag-
inn sendi hann til mín mann, Jón
Sigtryggsson, sem vann í Hæsta-
rétti. Jón fór með mig heim til Her-
manns sem bjó þá á Skothúsvegi.
Jón hafði hringt á undan okkur og
fullvissaði mig um að vel yrði tekið
á móti okkur.
Ég hringdi dyrabjöllunni á Skot-
húsvegi og heyrði um leið óminn af
samtali Hermanns og Vigdísar.
Hermann vildi opna fyrir mér en
hún bannaði honum það. Þá sagði
hann: „Ég bauð Lúðvíki að koma.“
Vigdís svaraði: „Á þetta að verða
eins og á Tjarnargötunni þegar
hann gekk þar daglega út og inn?“
Loks opnaði Vigdís dyrnar. Hún
horfði á mig. Ég var mjög líkur
Hermanni og ég held að þar sem
hún stóð þarna í dyrunum hafi
hún séð mig sem ungan Hermann.
Hún varð eins og frosin, ætlaði að
segja eitthvað en kom ekki upp
orði. Ég sagði við hana: „Vigdís
mín, ég kem ekki hér inn“ og
kvaddi hana kurteislega. Jón Sig-
tryggsson keyrði mig síðan heim.
Hann hafði keyrt bílinn upp á
gangstétt, skrúfað niður gluggann
og hlustað á allt sem sagt var. Hann
þagði eins og hann hefði glatað
málinu. Svo sagði hann: „Það er
bara svona!“ Svo liðu aftur nokkrar
mínútur í þögn og hann sagði aft-
ur: „Það er bara svona!“
Eftir að hafa hitt Vigdísi þarna
gerði ég mér grein fyrir því hversu
mjög hún þáðist vegna þessa máls
alls. Það þjakaði hana alla ævi og
móður mína líka. Ég ber engan
kala til Vigdísar. Hún var góð kona
í erfiðum aðstæðum. Hvað mig
varðar þá er það þungur kross að
bera að vera launsonur. Ég var lát-
inn gjalda þess. Ef ég fékk góða
stöðu sögðu menn: „Hann er bara
sonur Hermanns.“
Stundum hef ég hugsað með
mér að ég hefði mátt vera móttæki-
legri gagnvart Hermanni því hann
reyndi að nálgast mig eins og hann
gat en aðstæður hans voru erfiðar
vegna viðhorfs Vigdísar. Ég vissi
ekki alltaf hvernig ég ætti að bregð-
ast við og var oft gramur vegna
þessara aðstæðna.“
Þegar þú lítur yfir liðinn veg, ertu
bitur vegna alls þessa?
„Nei. Þegar móðir mín lá bana-
leguna sat ég við sjúkrabeð hennar
á heimili hennar í nokkrar vikur
um sumarið. Hún dó síðan um
haustið. Einn daginn sagði hún:
„Þetta hefur stundum verið erfitt
hjá okkur.“ „Já,“ sagði ég, því ég
mótmælti henni aldrei. Hún sagði:
„Ég er þakklát þér, Lúðvík minn,
að þú hefur aldrei ásakað mig þeg-
ar vandræði hafa verið eða kennt
mér um þau.“ Svo sagði hún setn-
ingu sem ég get tekið undir. Hún
sagði: „Ég hefði ekki viljað missa af
þessu.““
Málaferlin „Þetta var oft
hræðilegt og ég óska engum
þess að þurfa að ganga í
gegnum mál eins og þetta."
a
Mamma og Her-
mann skrifuðust
á. Hún bauð mér
eitt sinn bréfin, þetta var
stór bunki, en ég var svo
vitlaus að taka ekki við
þeim. Hún fargaði bréf-
unum áður en hún dó.
a
Móðir mín sagði
við mig: Þú
stendur í
ómældri þakkarskuld við
Gizur og þú skuldar hon-
um fulla kurteisi og vin-
áttu til æviloka.
24stundiir/Kristinn