24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 1
24stundirlaugardagur1. mars 200843. tölublað 4. árgangur Áslaug Traustadóttir hefur hvatt grunnskólanemendur á hverju ári með matreiðslukeppni sem vak- ið hefur athygli. Hún gefur les- endum þrjár frábærar upp- skriftir og Alba velur vínin. Þríréttuð veisla MATUR»42 Gunnar I. Birgisson saknar þeirra tíma þegar hann var ungur og klifraði í möstrum fyrir Landsvirkjun, léttur á sér og liðugur. Hann er einn fimm viðmælenda sem rifja upp eft- irminnilegasta starfið. Klifraði í möstrum SPJALLIл48 50% munur á Ariel þvottaefni NEYTENDAVAKTIN »4 Karlar þurfa framvegis að var- ast að grípa í kynfæri sín á al- mannafæri á Ítalíu. Hefur hæstiréttur landsins dæmt mann til greiðslu fyrir að brjóta gegn almennu siðgæði með því að snerta á sér klofið á götum borgarinnar Como. Féllst dómstóllinn ekki á þá málsvörn að maðurinn hefði verið klæddur í óþægilegan vinnugalla. Ítrekuðu dómarar að ef menn þyrftu að hagræða einhverju, þá væri æskilegt að bíða þar til þeir væru í einrúmi. aij Bannað að toga í tólin GENGI GJALMIÐLA SALA % USD 66,27 +0,49  GBP 131,75 +0,49  DKK 13,50 +0,80  JPY 0,63 +2,18  EUR 100,61 +0,77  GENGISVÍSITALA 131,13 +0,69  ÚRVALSVÍSITALA 4.886,73 -0,21  »14 -1 -4 -3 -2 -2 VEÐRIÐ Í DAG »2 „Faðerni mitt prentaðist inn í huga minn. Þegar fólk spurði hver ég væri svaraði ég: Ég er Lúðvík Gizurarson en ég vissi að ég væri að segja ósatt. Ég var Hermannsson,“ segir Lúðvík Gizurarson en á síðasta ári leiddi DNA próf í ljós að hann er sonur Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra. Þungur kross að bera 24stundir/Kristinn Ingvarsson„Þetta var oft hræðilegt“ »38 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Hinn sextán ára gamli Stefán Blackburn, sem á fimmtudag var dæmdur í fjögurra ára óskilorðs- bundið fangelsi, er sem stendur vistaður í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Dómurinn yfir honum er þyngsti óskilorðsbundni dómur sem svo ungur einstakling- ur hefur hlotið hérlendis. Samningur um vistun fanga undir átján ára aldri hefur verið í gildi milli Barnaverndarstofu og fangelsismálayfirvalda frá árinu 1998, en hann miðar að því að börn séu að jafnaði vistuð á með- ferðarheimilum frekar en í fang- elsum. Samkvæmt heimildum 24 stunda hafði Stefán þó áður verið vistaður á slíkum heimilum en þau treystu sér ekki til að taka við hon- um að nýju. Hann hefur því dvalið í fangelsi frá því að hann var úr- skurðaður í gæsluvarðhald í apríl í fyrra, þá fimmtán ára gamall. Var líka á Kvíabryggju Samkvæmt heimildum 24 stunda var reynt að vista Stefán um tíma í opnu fangelsi á Kvíabryggju en það þótti ekki gefa góða raun. Þá þykir heldur ekki hentugt að vista hann á Litla-Hrauni þar sem stór hluti þess hóps sem Stefán framdi sín afbrot í slagtogi við dvelur þar um þessar mundir. Erlendur Baldursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un, segist ekki telja að skortur sé á úrræðum til vistunar fanga undir átján ára aldri og telur engar for- sendur fyrir hendi til að setja upp sérstakt unglingafangelsi. Hann tel- ur þó almennt að fangelsi séu ekki staður fyrir börn. „Oftast er enginn á þessum aldri í kerfinu hjá okkur þannig að þá yrðum við líklega að vista aðra afbrotamenn þar líka.“ Sextán ára í Hegning- arhúsinu  Barnungur síbrotamaður hefur verið vist- aður í fangelsum frá því í apríl  Var dæmdur til fjögurra ára refsivistar í vikunni BARN Í FANGELSI Í TÆPT ÁR»8 ➤ Brotin sem Stefán var dæmd-ur fyrir framdi hann þegar hann var 14 og 15 ára gamall. ➤ Alvarlegast þeirra var árás áleigubílstjóra, en Stefán sló hann tvívegis í höfuðið með klaufhamri og reyndi í kjöl- farið að ræna hann. Í dómi segir að árásin hefði hæglega getað leitt til bana bílstjór- ans. ➤ Stefán er í dag eini vistmaðuríslenskra fangelsa sem er undir átján ára aldri. AFBROT PILTSINS Samfylkingarfólk í Reykjavík er lítt sátt við skrif iðnaðarráðherra á blogginu. Tillaga um að gætt skuli að orðalagi og ekki vegið að mönn- um að óþörfu var rædd á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í fyrrakvöld. Vilja kurteisi við andstæðinginn »2 Breytingar á lögum Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík voru ólögleg- ar samkvæmt dómi héraðsdóms. Fjöldi bænda gæti átt kröfu á tug- um eða hundruðum milljóna króna úr séreignarsjóði samsölunnar. Hundruð millj- óna til bænda? »4 n á m s k e i ð hefjast 5. mars Brautarholti 20 • 105 Rvk • Sími 561 5100 • www.badhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.