24 stundir - 01.03.2008, Page 1
24stundirlaugardagur1. mars 200843. tölublað 4. árgangur
Áslaug Traustadóttir hefur hvatt
grunnskólanemendur á hverju ári
með matreiðslukeppni sem vak-
ið hefur athygli. Hún gefur les-
endum þrjár frábærar upp-
skriftir og Alba velur vínin.
Þríréttuð veisla
MATUR»42
Gunnar I. Birgisson saknar þeirra tíma
þegar hann var ungur og klifraði í
möstrum fyrir Landsvirkjun, léttur á sér
og liðugur. Hann er einn fimm
viðmælenda sem rifja upp eft-
irminnilegasta starfið.
Klifraði í möstrum
SPJALLIл48
50% munur á
Ariel þvottaefni
NEYTENDAVAKTIN »4
Karlar þurfa framvegis að var-
ast að grípa í kynfæri sín á al-
mannafæri á Ítalíu. Hefur
hæstiréttur landsins dæmt
mann til greiðslu fyrir að
brjóta gegn almennu siðgæði
með því að snerta á sér klofið
á götum borgarinnar Como.
Féllst dómstóllinn ekki á þá
málsvörn að maðurinn hefði
verið klæddur í óþægilegan
vinnugalla.
Ítrekuðu dómarar að ef menn
þyrftu að hagræða einhverju,
þá væri æskilegt að bíða þar til
þeir væru í einrúmi. aij
Bannað að
toga í tólin
GENGI GJALMIÐLA
SALA %
USD 66,27 +0,49
GBP 131,75 +0,49
DKK 13,50 +0,80
JPY 0,63 +2,18
EUR 100,61 +0,77
GENGISVÍSITALA 131,13 +0,69
ÚRVALSVÍSITALA 4.886,73 -0,21
»14
-1
-4
-3
-2 -2
VEÐRIÐ Í DAG »2
„Faðerni mitt prentaðist inn í huga minn. Þegar fólk spurði hver ég væri
svaraði ég: Ég er Lúðvík Gizurarson en ég vissi að ég væri að segja ósatt.
Ég var Hermannsson,“ segir Lúðvík Gizurarson en á síðasta ári leiddi
DNA próf í ljós að hann er sonur Hermanns Jónassonar for-
sætisráðherra.
Þungur kross að bera
24stundir/Kristinn Ingvarsson„Þetta var oft hræðilegt“
»38
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Hinn sextán ára gamli Stefán
Blackburn, sem á fimmtudag var
dæmdur í fjögurra ára óskilorðs-
bundið fangelsi, er sem stendur
vistaður í Hegningarhúsinu á
Skólavörðustíg. Dómurinn yfir
honum er þyngsti óskilorðsbundni
dómur sem svo ungur einstakling-
ur hefur hlotið hérlendis.
Samningur um vistun fanga
undir átján ára aldri hefur verið í
gildi milli Barnaverndarstofu og
fangelsismálayfirvalda frá árinu
1998, en hann miðar að því að
börn séu að jafnaði vistuð á með-
ferðarheimilum frekar en í fang-
elsum. Samkvæmt heimildum 24
stunda hafði Stefán þó áður verið
vistaður á slíkum heimilum en þau
treystu sér ekki til að taka við hon-
um að nýju. Hann hefur því dvalið
í fangelsi frá því að hann var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald í apríl í
fyrra, þá fimmtán ára gamall.
Var líka á Kvíabryggju
Samkvæmt heimildum 24
stunda var reynt að vista Stefán um
tíma í opnu fangelsi á Kvíabryggju
en það þótti ekki gefa góða raun.
Þá þykir heldur ekki hentugt að
vista hann á Litla-Hrauni þar sem
stór hluti þess hóps sem Stefán
framdi sín afbrot í slagtogi við
dvelur þar um þessar mundir.
Erlendur Baldursson, afbrota-
fræðingur hjá Fangelsismálastofn-
un, segist ekki telja að skortur sé á
úrræðum til vistunar fanga undir
átján ára aldri og telur engar for-
sendur fyrir hendi til að setja upp
sérstakt unglingafangelsi. Hann tel-
ur þó almennt að fangelsi séu ekki
staður fyrir börn. „Oftast er enginn
á þessum aldri í kerfinu hjá okkur
þannig að þá yrðum við líklega að
vista aðra afbrotamenn þar líka.“
Sextán ára
í Hegning-
arhúsinu
Barnungur síbrotamaður hefur verið vist-
aður í fangelsum frá því í apríl Var
dæmdur til fjögurra ára refsivistar í vikunni
BARN Í FANGELSI Í TÆPT ÁR»8
➤ Brotin sem Stefán var dæmd-ur fyrir framdi hann þegar
hann var 14 og 15 ára gamall.
➤ Alvarlegast þeirra var árás áleigubílstjóra, en Stefán sló
hann tvívegis í höfuðið með
klaufhamri og reyndi í kjöl-
farið að ræna hann. Í dómi
segir að árásin hefði hæglega
getað leitt til bana bílstjór-
ans.
➤ Stefán er í dag eini vistmaðuríslenskra fangelsa sem er
undir átján ára aldri.
AFBROT PILTSINS
Samfylkingarfólk í Reykjavík er lítt
sátt við skrif iðnaðarráðherra á
blogginu. Tillaga um að gætt skuli
að orðalagi og ekki vegið að mönn-
um að óþörfu var rædd á aðalfundi
Samfylkingarfélagsins í
fyrrakvöld.
Vilja kurteisi við
andstæðinginn
»2
Breytingar á lögum Mjólkursam-
sölunnar í Reykjavík voru ólögleg-
ar samkvæmt dómi héraðsdóms.
Fjöldi bænda gæti átt kröfu á tug-
um eða hundruðum milljóna
króna úr séreignarsjóði
samsölunnar.
Hundruð millj-
óna til bænda?
»4
n á m s k e i ð
hefjast 5. mars
Brautarholti 20 • 105 Rvk • Sími 561 5100 • www.badhusid.is