24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 37
24stundir LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 37 Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Haraldur Jónsson gefur lýsingarorðinu „sposkur“ nýja vídd. Hver er þín fyrsta minning? Abba í Eurovision. Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Ég trúi almennt ekki á að sjá eftir því sem er liðið en ég man eftir því að hafa verið von- svikinn yfir því þegar Dr. Spock tapaði fyrir Sigur Rós á Íslensku tónlistarverðlaununum um árið. Þá varð til lýsing sem hefur loðað við okkur í Bandaríkjunum: „Great, but not as great as Sigur Ros“. Hvað í samfélaginu gerir þig dapran? Að fullkomlega eðlilegt fólki skuli leyfa sér að haga sér eins og fávitar og ekki síður þeg- ar fávitar gera sér far um að hegða sér eins og „eðlilegt“ fólk. Leiðinlegasta vinnan? Hef gaman af öllum störfum sem ég hef komist í nema það var helvíti lýjandi að vinna á loftpressu neðanjarðar. Uppáhaldsbókin þín? The Lives of the Monster Dogs eftir Kirsten Bakis. Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokk- ur? Er lítill kokkur því mér hugkvæmist sjaldn- ast matseld fyrr enn komið er í óefni, allir glorsoltnir og enginn tími til stefnu. Þyki annars helvíti góður í villtum sósum. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Errol Flynn eða Sonny Bono (ef það þyrfti að vera núlifandi leikari væri Cher sennilega besti kosturinn). Að frátalinni húseign, hvað er það dýrasta sem þú hefur fest kaup á? Rándýr Range Rover, 1981 módel, sem var gallagripur, alltaf bilaður en alveg geðveik- islega kúl þangað til hann datt í sundur á Lindargötunni. Mesta skammarstrikið? Þegar ég gekk milli búða í New York og seldi hnossgætið „Hardfiskur and hrutspungar“ sem hnossgæti framtíðarinnar. Tók niður fullt af pöntunum en afgreiddi enga þeirra. Hvað er hamingja að þínu mati? Hávaði og rólegheit. Hvaða galla hefurðu? Man ekki neitt, veit ekki neitt, get voða fátt. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi- leikum, hverjir væru þeir? Að geta sungið eins og Freddie Mercury og/ eða synt eins og Guðlaugur sundhetja. Hvernig tilfinning er ástin? Funheit. Hvað grætir þig? Þegar hlutirnir mistakast að óþörfu. Hefurðu einhvern tímann lent í lífshættu? Eflaust, tek slíkt ekki of nærri mér. Það er órjúfanlegur hluti af því að vera lifandi. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Það eru nokkrar dýrmætar og ófáanlegar ís- lenskar LP-plötur frá áttunda áratugnum. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Heimsæki frændur mína. Hverjir eru styrkleikar þínir? Límheili, undurfögur söngrödd og næmt auga fyrir settlegum litasamsetningum Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lít- ill? Bóksali og rokkari, eða róbóti Er gott að búa á Íslandi? Það er æðislegt nema stundum er erfitt að búa innan um alla þessa Íslendinga. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi ein- hvers? Ekki veit ég til þess. Vona þó að Dr. Spock hafi einhvern tímann komið í veg fyrir að einhver dræpist úr leiðindum. Það er allavega yfirlýst markmið okkar. Hvert er draumastarfið? Dreymdi lengi vel um að verða lagermaður í álverinu í Straumsvík en í dag dreymir mig um að verða geimfari. Hvað ertu að gera núna? Ég er að gera talningu í búninga og lausa- munageymslu Dr. Spock í Skuggahverfinu. Það er skemmtilegur starfi sem býr bæði yfir mýkt og list. Óttarr Proppé er sennilega einn rokkglaðasti maður Íslands. Hann klæðir sig venjulega upp á fyrir tónleika og rokktaktarnir eru öllum sýnilegir. Frægur er hann fyrir að skarta háhæluðum skóm og þröngum, glitrandi buxum og auðvitað gulum gúmmíhönskum. Óttarr og félagar hans í hljóm- sveitinni Dr. Spock spila þétt og líflegt rokk á mörkum þunga- rokks og teljast ein þéttasta rokksveit landsins í dag. Óttarr, Spockliðar og gulu hanskarnir slógu rækilega í gegn í nýaf- stöðnum og ævintýralegum Eurovision-slag. a Gerir mig dapran að fullkomlega eðlilegt fólki skuli leyfa sér að haga sér eins og fávitar og ekki síður þegar fávitar gera sér far um að hegða sér eins og „eðlilegt“ fólk. Árvakur/Eggert Óttarr Proppé 24spurningar PRÚTTAÐU í BYKO BREIDD prúttsala á heimil istækjum í glerhýsinu í BYK O Breidd Fyrstir koma fyrstir fá Þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt! Til sölu er 7.3 brl. bátur, 8.6 metrar að lengd og 2.8 á breidd. Smíðaður úr plasti og með Mermaid 77 hestafla vél. Vagn fylgir með. Báturinn er dekk- aður og með perustefni og hefur verið notaður til fiskveiða en selst án kvóta en hefur heimild til þess að fá veiðileyfi í aflamarkskerfi. Grásleppuleyfi getur fylgt með. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Bátur til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.