24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 52

24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 52
Árni spyr: Ég sá grein þar sem talað var um kristsgervinga í bíómyndum. Hvað er það? Hvernig getur maður sagt að einhver persóna sé kristsgervingur? Arnfríður Guðmundsdóttir svarar: Komdu sæll. Því hefur verið haldið fram að það sé tímanna tákn að umfjöllun um persónu og starf Jesú Krists fari ekki lengur fram í svokölluðum Jesú- myndum, enda hafi þær flestar verið bæði umdeildar og misheppnaðar. Hvað sem því líður þá hefur á síðustu árum mikið farið fyrir myndum sem fjalla um persónur með „messíönsk” einkenni, þar sem aðalpersóna mynd- arinnar sker sig úr fjöldanum á ein- hvern hátt, eða tekur að sér hlutverk frelsarans, umbreytir lífi fólks og deyr að lokum píslarvættisdauða. Slíka per- sónu hafa marg ir kallað kristsgerving. Hér verður ekki reynt að setja fram fullkomna og skothelda skilgreiningu á kristsgervingum heldur aðeins tvö grundvallarviðmið, sem síðan kalla á nánari útfærslu þegar lagt er mat á einstök dæmi. Í fyrsta lagi þarf kristsgervingur ekki að líkjast Kristi í öllum meg inatriðum, þó að ekki sé nóg að um sé að ræða aðeins lauslega skírskot un. Í öðru lagi þarf kristsgerv- ingur að hafa trúverðuga skírskot un til persónu Krists, eða boðskapar hans. Með öðrum orðum þarf sú tilvísun sem á sér stað að vera í samræmi við líf og starf Krists og ekki á skjön við frelsunar- og kærleiksboðskap hans. Það skal tekið fram að kristsgervinga- myndir eru ekki einskorðaðar við einhverja eina tegund mynda, heldur er hér um að ræða ákveðið einkenni á ýmsum flokkum kvikmynda. Að sama skapi geta kristsgervingar verið margvísleg ir, bæði hvað varðar aldur, kyn, kynþátt og þjóðfélagslegan bakgrunn. Þú get ur fundið mörg dæmi um kristsgervinga í kvikmyndum á vef Deus ex cinema (www.dec.is), sem er rannsóknarhópur sem sérhæfir sig í rannsóknum á guðfræði og kvikmyndum. Elín spyr: Ef það hefur dreg ist að skíra barn – það er komið á annað ár – hvernig er best að skíra á sem ein- faldastan og „hljóðlátastan” hátt? Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir svarar: Sæl, Elín og takk fyrir spurninguna. Skírn er gleðileg athöfn hvort sem hún er gerð í viðurvist fjölda votta eða fárra. Einfaldast er að hringja í prest í sókninni sinni og ræða við hann um þetta. Nauðsynlegt er að hafa tvo skírnarvotta auk foreldra. Algengt er að skírt sé í guðsþjónustu en einnig er hægt að biðja um skírn í kirkjunni utan almennrar guðsþjónustu. Einnig er möguleiki að prest urinn komi heim og skíri barnið. Fermingarbarn spyr: Má maður tala við Guð í orðum eins og við notum vanalega? Pét ur Björgvin Þorsteinsson svarar: Kæri vinur. Þakka þér fyrir afskap- lega mikilvæga spurningu. Einfalt svar er: „JÁ.” En mér datt líka flókn- ara svar í hug og læt það fljóta með: Bænin er samskiptatæki okkar við Guð, þar sem við opnum okkur fyrir heilögum anda þegar við biðjum í Jesú nafni til föður okkar á himnum. Í Orði sínu hvet ur Jesús Krist ur okkur: „Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.” (Matt.7.7-8). Þessi orð hans eru okkur ekki einung is hvatn- ing heldur einnig stórkostlegt fyrir- heit, við megum vera þess fullviss að hann hlustar á bænir okkar. Örlitlu framar í sama guðspjalli (Matt 6.) leggur Krist ur línurnar áður en hann kennir faðirvorið og minnir okkur á að Guð þekkir þarfir okkar áður en við leggjum þær fyrir hann í bæn. Hann minnir okkur líka á að við eigum ekki að nota bænina til að sýnast frammi fyrir mönnum því bænin er samfélag Guðs við okkur. Persónulega tala ég við Drottinn minn með þeim orðum sem ég nota dagsdaglega, enda legg ég það ekki í vana minn að nota niðr- andi orð né að blóta. Þetta nefni ég vegna þess að þennan fyrirvara vil ég hafa á „Já-inu” í einfalda svarinu. Við get um semsagt talað við Guð á venjulegu máli með fyrrnefndum fyr- irvara. Fjöldi fallegra bænaversa get ur hjálpað okkur til þess að gera bænalíf okkar ríkulegra og verið mikil hjálp á tímum þegar okkur skortir orð en langar til þess að koma orðum að bæn okkar. Því hvet ég alla til að læra nokkur bænavers utan að. Einnig nota marg ir sálma sem bænavers. Í lokin vil ég minna á að bæn okkar kristinna einstaklinga er alltaf í Jesú nafni og að faðirvorið ætti að skipa heiðurssess í bænalífi okkar. Gangi þér vel og Guð blessi þig. Pétur Björgvin, djákni í Glerárkirkju Þróun í þágu kvenna er allra hagur. YFIRLÝSINGIN 24 stundir/Frikki TRÚIN OG TILVERAN Ráðgjafar tru.is svara spurningum lesenda - Spurningum má koma á framfæri á tru.is og taka fram ef beðið er um svar í 24 stundum Málfar bænarinnar Skírn á öðru ári Hvað er kristsgervingur í kvikmynd? Helga Margrét Helgadóttir spyr: Hvað heitir „skálin“ sem börn eru skírð upp úr? Sæl Helga Margrét og takk fyrir að spyrja. Ég ólst upp á prestssetri og þegar skírt var í kirkjunni heima var farið með fallegustu skálina sem til var á heimilinu út í kirkju og hún því nefnd skírnarskálin. Ég hef orð ið þess vör við skírnir í heimahúsum að í sumum fjölskyldum eru til skírn- arskálar sem fylgt hafa ættinni. Nú er löngu kominn skírnarf- ontur, öðru nafni skírnarsár í kirkj- una þar sem ég ólst upp. Ég geri ráð fyrir að það sé „skálin” sem þú ert að spyrja um. Orðið fontur merkir lind. Í upp- hafi var skírt í rennandi vatni og orðið fontur dregið af því. Guð sjáum við ekki með eigin augum. Það sem gerist í skírninni er líka ósýnilegt augum og þess vegna notum við tákn til að hjálpa okkur að skynja og skilja það sem ekki sést. Vatnið er tákn lífs- ins. Án vatns visnar allt og deyr. Lífið sem við skírumst til er eilíft líf sem aldrei visnar og aldrei deyr. Til eru leifar skírnarkapella sem stundum voru hringlaga eða átt- strendar frá fjórðu öld. Þar var skírn- arlaugin stundum með þrepum niður báðum megin. Skírnarþeginn gekk ofan í laugina og það var tákn dauðans og upp úr aftur sem var þá tákn upprisunnar. Í miðaldakirkjum má sjá stóra og víða skírnarfonta því að allt fram á 13. öld voru börn skírð með því að dýfa þeim á kaf í vatnið. Það er enn gert í rétttrúnaðarkirkjunni, oþód- oxkirkjunni í Austur-Evrópu. Ekki er talið að það hafi verið gert hér í norðlægum löndum. Skírnarfontar voru og eru stundum áttstrendir. Það minnir á tengsl skírnar og upprisu Krists. Sunnudagurinn er áttundi dagur- inn, fyrsti dagur hinnar nýju sköp- unar. Talan átta er tákn björgunar og hjálpræð is. Hringlaga skírnarf- ontar eru tákn eilífðarinnar. Ég vona að þetta svar nægi. Bestu kveðjur, sr. Jóhanna Sigmarsdóttir „Skálin” sem skírt er úr Stein unn Gyðu- og Guð jóns dótt ir, fram kvæmda stýra UNI FEM á Ís landi, fædd 14. febrú ar 1982. 52 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir Útsölulok 70% afsláttur af öllum fatnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.