24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 50

24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir 10-50% Vaxtalaus lán í 6 mánuði Verslunin Rúmgott · smiðjuvegi 2 · Kópavogi · sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is Vinsælu Gel/ethanOl eldstæðin KOmin aftuR BYltinG í sVefnlausnum eitt Besta úRVal landsins á heilsudýnum feRminGaR- tilBOð Frí legugreining og fagleg ráðgjöf á heilsudýnum. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Írska myndlistarkonan Fiona Cribben opnar í kvöld málverka- sýningu í Gallerí Geli við Hverf- isgötu, en þetta er í fyrsta skipti sem hún sýnir hér á landi. Fiona hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2006 og hefur fengist við myndlist í sjö ár. „Reyndar lærði ég fatahönnun í listaháskóla í Du- blin og starfaði við hönnun í nokkur ár. En hugur minn var þó alltaf við myndlistina, sem er mín ástríða, og ég myndi hiklaust segja að ég væri á réttri hillu þegar ég vinn í henni,“ segir hún, og bætir því við að innblásturinn komi víða að. „Stundum sæki ég myndefnið í drauma mína frá því nóttinni áður og stundum sæki ég innblástur í trúna. Svo mála ég stundum sjálfs- myndir þannig að það er óhætt að segja að verkin mín séu oft á tíð- um mjög persónuleg. En þó svo að ég sé almennt hrifin af mjög skær- um og sterkum litum tel ég mig ekki mjög bundna af neinum ákveðnum „stíl“ sem margir spyrja mig út í. Reyndar held ég að þeir sem til þekkja kannist við handbragð mitt í öllum mínum myndum, en þrátt fyrir það ein- skorða ég mig hvorki við ákveðin myndefni né ákveðna liti.“ Flott gallerí Eins og fyrr segir er þetta fyrsta sýning Fionu hér á landi, en hún hefur áður haldið tvær sýningar í London. Hún segist hafa haft augastað á Gallerí Geli um nokk- urn tíma. „Ég kynntist því fyrst þegar ég fór þangað í hárgreiðslu stuttu eftir að ég flutti til Íslands og svo þegar ég frétti að til stæði að gera það jafnframt að galleríi hafði ég samband og athugaði hvort það væri einhver möguleiki að fá að sýna þarna. Þetta er ekki stórt gallerí og þar sem ég er með 16 myndir munu þær hanga mjög þétt, en það verður bara ákveðin áskorun að raða þeim upp. Stendur í mánuð Formleg opnun á sýningu Fionu verður klukkan 20 í kvöld og eru allir velkomnir. „Það verða léttar veitingar í boði og mjög óformleg og létt stemning,“ segir hún. Sýn- ingin stendur fram í lok mars. Írsk listakona sýnir í Gallerí Geli við Hverfisgötu Sækir innblástur í drauma, trúna og daglegt líf Myndlistarkonan Fiona Cribben féll fyrst fyrir Gallerí Geli þegar hún fór í hárgreiðslu þar stuttu eftir að hún flutti til landsins. Fiona Cribben Opnar sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í kvöld. ➤ Er lærður fatahönnuður ogfæst ennþá við hönnun sam- hliða myndlistinni. ➤ Verkin á sýningunni í GalleríGeli eru öll unnin á síðast- liðnum tveimur árum. LISTAKONAN Nemendur við Tónlistarskólann í Reykjavík spila á tónleikum í Norræna húsinu í dag, og hefjast þeir klukkan 14. Þema tón- leikanna að þessu sinni er Vín- arklassík og meðal flytjenda eru Ragnheiður Gröndal sem spilar á píanó. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nemar á tónleikum Erna Blöndal syngur á tón- leikum í Lang- holtskirkju ann- að kvöld klukkan 20. Tónleikarnir eru liður í verk- efni Ernu, „Sorg- in og lífið“, sem hún hefur unnið að undanfarin þrjú ár og miðar að því að nota tónlist til að hjálpa syrgjendum og fólki í erfiðleikum. Með henni spila Gunnar Gunnarsson, Jón Rafnsson og Örn Arnarsson. Tónleikar fyrir syrgjendur MENNING menning@24stundir.is a En hugur minn var þó alltaf við myndlistina, sem er mín ástríða, og ég myndi hiklaust segja að ég væri á réttri hillu þegar ég vinn í henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.