24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 18
Það hefur vakið athygli hvað
sjálfstæðismenn á Álftanesi hafa átt
greiðan aðgang að fréttasíðum 24
stunda undanfarnar vikur. Er engu
líkara en blaðið taki þátt í hat-
rammri baráttu sjálfstæðismanna
sem ætla seint að sætta sig við að
hafa misst meirihluta á Álftanesi.
Í blaðinu þann 27. febrúar keyrir
þó úr hófi fram þegar forsíða
blaðsins er lögð undir fréttir um
starfsmannahald í sveitarfélaginu
og stríðsletur notað í fyrirsögn.
Mannabreytingar á skrifstofunum
eru kallaðar flótti undan bæjar-
stjóranum.
Persónulegar ástæður
Fréttin og uppsetning hennar
segir mest um fréttastefnu blaðsins
sem kýs að leggja forsíðu sína und-
ir fréttaflutning af þessu tagi. Í fá-
mennu sveitarfélagi eins og Álfta-
nesi geta litlar mannabreytingar
verið stórt hlutfall starfsmanna. Í
Áhaldahúsi Álftaness starfa t.d. þrír
fastir starfsmenn og ef einn kýs að
hverfa til annarra starfa þá hefur
þriðjungur starfsmanna sagt upp.
Á bæjarskrifstofunum hafa verið
auk bæjarstjóra u.þ.b. sjö stöðu-
gildi og því miklar breytingar þegar
t.d. tveir til þrír starfsmenn hætta
störfum. Í greininni er þess sérstak-
lega getið að fyrrverandi skrifstofu-
stjóri sem er sérstaklega nafn-
greindur, félagsmálastjóri og
launafulltrúi hafi hætt eftir að skipt
var um meirihluta í bæjarstjórn
vorið 2006.
Þetta er rétt en þess ekki getið að
þessir starfsmenn hættu af per-
sónulegum ástæðum og töldu
tímabært að breyta um starfsvett-
vang og takast á við ný verkefni.
Það kom hins vegar ekki fram í
fréttinni að fyrrverandi sveitar-
stjóri hætti á síðasta valdaári D-
listans eftir tólf ára starfsferil og
kaus að hverfa til annarra starfa
sem framkvæmdastjóri hjá einu af
stærstu verktakafyrirtækjum lands-
ins. Vill blaðið ef til vill álykta og þá
með sama hætti og í gær að þessi
uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra
2006 hafi verið vegna yfirgangs
oddvita D-listans? Það má svo
fylgja þó það komi málinu ef til vill
ekki við, að skrifstofustjórinn sem
nafngreindur var í frétt 24 stunda
og hætti skömmu eftir að nýr
meirihluti tók við, fylgdi í spor
sveitarstjórans, yfirmanns síns til
margra ára, og réði sig í fjármála-
stjórnun hjá sama verktakafyrir-
tæki.
Bætt þjónusta
Í fréttinni er það gert ótrúverð-
ugt að tveir hafi verið ráðnir til
starfa á sviði félagsmála þegar fé-
lagsmálastjóri lét af störfum á síð-
asta ári. Hið rétta er að nýr meiri-
hluti er að efla stjórnsýslu á þessu
sviði og vill bæta þjónustu við
íbúana og hefur m.a. þess vegna
verið stofnað til velferðar- og
skólasviðs sem verður þróað og eflt
á næstu árum. Í fréttinni er sagt frá
því að nýráðinn skrifstofustjóri
hafi óskað eftir starfslokum en í
samræmi við lög og samþykktir get
ég hvorki né vil ræða ástæður upp-
sagnar hans opinberlega. Bæjar-
stjórn hefur hins vegar ákveðið, að
nú þegar ráðið verður í starf skrif-
stofustjóra, verði starfinu skipt í
tvö embætti, skrifstofustjóra sem
verði löglærður og fjármálastjóra
með viðskiptafræðimenntun og er
með þessari ákvörðun stefnt að
bættri stjórnsýslu á Álftanesi og
horft til þess að mikill vöxtur hefur
verið og verður í sveitarfélaginu.
Höfundur er bæjarstjóri á Álftanesi
Eðlilegar mannabreytingar
UMRÆÐAN aSigurður Magnússon
Í fámennu
sveitarfélagi
eins og Álfta-
nesi geta litl-
ar manna-
breytingar
verið stórt
hlutfall starfsmanna.
Álftanes Litlar manna-
breytingar geta verið
stórt hlutfall starfsmanna.
18 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
N1 VERSLANIR WWW.N1.IS
N1 býður úrval af legum og tengdum vörum
fyrir iðnað, bifreiðar og sjávarútveg. Hafðu
samband við fagmenn okkar í síma 440 1233.
LEGUR
Legur · Leguhús · Reimar · Tannhjól · Reimskífur
Pakkdósir · Sérverkfæri · Legufeiti
Á bæjarstjórnarfundi þann 19.
febrúar sl. gerði Margrét Kristín
Helgadóttir, formaður samfélags-
og mannréttindaráðs Akureyrar,
grein fyrir starfsáætlun ráðsins fyrir
hönd meirihluta Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar. Samkvæmt þeirri
áætlun er ráðgert að gera róttækar
breytingar á ýmissi félagslegri starf-
semi sem starfrækt hefur verið hér
á Akureyri. Má í því sambandi
nefna Menntsmiðju unga fólksins
og Menntasmiðju kvenna.
Menntasmiðja kvenna
Ástæðulaust er að fara mörgum
orðum um Menntasmiðju kvenna
hér á Akureyri, jafn vel kynnt og
viðurkennd sú starfsemi er.
Menntasmiðja kvenna var stofnuð
árið 1994 sem tilraunaverkefni en
var fljót að skjóta rótum og hefur
fyrir löngu fest sig í sessi. Hlutverk
Menntasmiðjunnar er að bjóða
upp á nám í lífsleikni fyrir bæjar-
búa með það að markmiði að auka
virkni samfélagsþegnanna og
styrkja stöðu þeirra sem ýmissa
hluta vegna þurfa stuðning.
Menntasmiðja kvenna er fyrir-
mynd annarrar starfsemi hér á Ak-
ureyri, t.d. Menntasmiðju unga
fólksins og starfsemi hennar hefur
hlotið eftirtekt og viðurkenningu
um land allt. Á þeim fjórtán árum
sem Menntasmiðjan hefur verið
starfrækt hefur orðið gjörbreyting
á stöðu kvenna hér á Akureyri
varðandi þau málefni sem Mennta-
smiðjan stendur fyrir. Þar má
þakka jafnt góðum hug aðstand-
enda smiðjunnar, rekstraraðilum
og ekki síst starfsfólki og stjórnend-
um sem af miklum eldmóði hafa
drifið starfsemina áfram allt frá
fyrsta degi. Okkur vitanlega hefur
ekki enn verið leitað álits starfsfólks
eða stjórnenda Menntasmiðjunnar
á þeim breytingum sem boðaðar
hafa verið af hálfu meirihluta bæj-
arstjórnar. Þvert á móti virðast fyr-
irhugaðar breytingar vera í full-
kominni andstöðu við starfsfólk og
stjórnendur. Hvað ætlast meiri-
hlutinn til með því að setja þessa
merku starfsemi í slíkt uppnám og í
engu samráði við það fólk sem hef-
ur unnið ötullega að þessum mál-
um? Hver eru hin faglegu rök fyrir
þeim umbyltingum sem meirihlut-
inn hefur boðað?
Menntasmiðja unga fólksins
Menntasmiðja unga fólksins er
verkefni sem byggir á reynslunni úr
Menntasmiðju kvenna og sömu
hugmyndafræði. Menntasmiðja
unga fólksins er ætluð ungu fólki
sem af einhverjum ástæðum hefur
ekki fundið sig í námi eða atvinnu.
Í Menntasmiðju unga fólksins er
leitast við að rífa ungmennin upp
úr fari atvinnuleysis og almenns
stefnuleysis í lífinu og gera þau
hæfari til að takast á við þau verk-
efni sem standa þeim til boða og/
eða búa þau undir að skapa sér
verkefni sjálf. Menntasmiðja unga
fólksins er ung að árum og líkt og
með aðra starfsemi af þessu tagi
þarf hún sinn tíma og rými til að
skjóta rótum. Þann tíma ætlar nú-
verandi meirihluti ekki að gefa
Menntasmiðju unga fólksins og
hefur tilkynnt að ætlunin sé að
leggja starfsemina niður eða sam-
eina öðrum. Samkvæmt því sem
formaður samfélags- og mannrétt-
indaráðs Akureyrar sagði á bæjar-
stjórnarfundinum er árangur af
starfsemi Menntasmiðjunnar ekki
það góður að ástæða sé til að halda
starfsemi hennar áfram. Enginn
veit hins vegar með hvaða hætti
formaðurinn lagði mat á starfsemi
Menntasmiðjunnar eða hvernig
mælingar á árangri starfseminnar
fóru fram. Það er hins vegar vitað
að ekki var leitað álits starfsfólks
Menntasmiðjunnar eða notenda á
starfseminni og formaðurinn hefur
ekki lagt fram nein gögn máli sínu
til stuðnings eða fært nein önnur
haldföst rök fyrir því að starfsemin
þar hafi verið árangurslítil. Til
hvers er þá verið að ráðast með
þessum hætti gegn Menntasmiðju
unga fólksins? Hver er tilgangurinn
með því að fara með þessum
flumbrugangi gegn jafn mikilvægri
og í leiðinni viðkvæmri starfsemi
sem þarf fyrst og fremst að fá tíma
og rými til að geta þjónustað ungt
fólk og aðstoðað það við að ná fót-
festu í lífinu að nýju?
Bókun Vinstri grænna
Hér hefur aðeins gefist rými til
að nefna hluta af þessum boðuðu
breytingum núverandi meirihluta.
En þær eru flestir sama marki
brenndar – meirihlutinn er að
grafa undan mikilvægum félagsleg-
um úrræðum á Akureyri. Fyrirætl-
anirnar eru í hrópandi mótsögn við
allt það góða starf sem unnið hefur
verið í smiðjunum og þær ógna
þeim fjölbreyttu félagslegu úrræð-
um sem reynt hefur verið að byggja
upp í bænum á mörgum undan-
förnum árum og samstaða hefur
verið um. Þar að auki hefur meiri-
hlutinn ekkert haft fyrir því að
koma á samráði um þessar breyt-
ingar né ræða við starfsmenn þess-
ara stofnana. Sú atlaga sem boðuð
hefur verið af meirihluta bæjar-
stjórnar Akureyrar verður ekki
gerð með stuðningi Vinstri
grænna. Um það vitnar bókun
okkar á bæjarstjórnarfundinum 19.
febrúar sl.
Höfundar eru bæjarfulltrúar
Vinstrihreyfingarinnar
græns framboð á Akureyri
Vegið að félags-
legri aðstoð
UMRÆÐAN aBaldvin Sigurðsson Kristín Sigfúsdóttir
Sú atlaga sem
boðuð hefur
verið af meiri-
hluta bæj-
arstjórnar Ak-
ureyrar verður
ekki gerð með
stuðningi
Vinstri
grænna.
Akureyri „Meirihlutinn er
að grafa undan mik-
ilvægum félagslegum.“