24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir © In te r I KE A Sy ste m s B .V . Opið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 Stór máltíð, lágt verð 640,- Kjúklingalæri með kúskús, grilluðu grænmeti og BBQ jógúrtsósu VÍÐA UM HEIM Algarve 18 Amsterdam 9 Alicante 2 Barcelona 17 Berlín 10 Las Palmas 21 Dublin 12 Frankfurt 12 Glasgow 10 Brussel 9 Hamborg 9 Helsinki 1 Kaupmannahöfn 6 London 9 Madrid 18 Mílanó 12 Montreal -21 Lúxemborg 9 New York -7 Nuuk -11 Orlando 7 Osló 5 Genf 12 París 12 Mallorca 17 Stokkhólmur 6 Þórshöfn 7 Norðaustan 5-10 m/s, en hægari suðvest- antil. Skýjað og stöku él. Frost 0 til 9 stig, minnst suðaustantil. VEÐRIÐ Í DAG -1 -4 -3 -2 -2 Stöku él Austan 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma sunnanlands og dálítil él á annesjum norð- antil, en annars úrkomulítið. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum. VEÐRIÐ Á MORGUN 0 -3 -5 -1 -4 Snjókoma sunnanlands Það er algjört skilyrði að önnur gögn styðji sömu niðurstöðu og óheiðarlega fengin sönnunargögn eigi að byggja sakfellingu á þeim. Þetta er mat Ragn- ars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns. Ríkisskattstjóri hefur skrifað þýskum yfirvöldum og óskað eft- ir upplýsingum sem hugsanlega varða Íslendinga úr gögnum um leynireikninga sem skattayfirvöld keyptu af fyrrverandi starfsmanni banka í Liechtenstein. ,,Almenna reglan er sú að víðast hvar um þann heim sem við til- heyrum verði ekki óheiðarlega fengnum sönnunargögnum beitt til sakfellingar í refsimáli. Hins vegar höfum við ekki svona afdráttarlausa reglu í framkvæmdinni og það er ekki útilokað að ís- lenskir dómstólar myndu fallast á að byggja sakfell- ingu á óheiðarlega fengn- um sönnunargögnum legði ákæruvaldið slík gögn fram enda styddu önnur gögn sömu nið- urstöðu. Það tel ég algjört skil- yrði,“ segir Ragnar. Ragnar bætir við að ástæðan fyrir því að menn hiki við að byggja sakfellingu á óheiðarlega fengn- um sönnunargögnum sé hættan á að bæði ákæruvald og dómsvald missi traust almennings. ibs Illa fengin gögn duga ekki Litlu mátti muna að bjórinn Skjálfti kæmist ekki í vínbúðir í dag í fyrsta skipti. Flutningabílinn sem flytja átti bílinn frá brugghúsi Ölv- isholts í Flóahreppi, þar sem bjór- inn er framleiddur, sat pikkfastur í snjóskafli í Flóanum þar til stjórn- arformaður Ölvisholts losaði hann með hjálp traktors. „Við lögðum mikið á okkur til að koma vörunni á markað á til- settum tíma,“ segir Bjarni Einars- son, framkvæmastjóri og einn eig- enda Ölvisholts. „Veðurskilyrði voru slæm og bíllinn sat pikkfastur. En með hörku bílstjórans og Jóns Elíasar Gunnlaugssonar, stjórnar- formanns Ölvisholts, tókst að ná honum út og koma bjórnum á leiðarenda.“ hlynur@24stundir.is Nýr íslenskur bjór á markaðinn í dag Bjórbíllinn sat pikkfastur í skafli 9% landsmanna bera traust til borgarstjórnar Reykjavíkur, sam- kvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Rúv greindi frá. Þetta er minnsta traust sem nokkru sinni hefur mælst í Gallup-könnun. Lægsta tala áður er 25% frá árinu 1997 en þá var spurt um traust landsmanna á Alþingi. 9% treysta borgarstjórn Líftæknifyrirtækið deCode hefur sagt upp 60 starfsmönnum. Helmingur þeirra mun hætta störfum samstundis en sam- kvæmt kvöldfréttum RÚV sagði forstjóri fyrirtækisins, Kári Stef- ánsson, að þetta væri ábyrg og eðlileg ákvörðun. Hann sagði að erfitt væri orðið að útvega erlend lán til reksturs fyr- irtækisins. Fyrir uppsagnirnar störfuðu 440 manns hjá deCode en RÚV hafði eftir Kára Stefánssyni að dótt- urfyrirtækið nCode yrði selt í þessari sömu uppstokkun. mbl.is Fjöldauppsagnir hjá deCode Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík á miðvikudaginn var borin fram tillaga þriggja fundar- manna þess efnis að samfylkingar- fólk eigi að gæta sín í orðavali, hvort sem er í ræðu eða riti, þegar fjallað er um pólitíska andstæðinga jafnt sem samstarfsmenn. Var þar einnig kveðið á um að ekki eigi að vega að mönnum að óþörfu eða gagnrýna andstæð- ingana harðar eðlilegt geti talist. „Það þarf alltaf öðru hverju að skerpa á því að menn vandi mál sitt í ræðu og riti, ekki síst núna á þess- um síðustu og verstu tímum,“ segir Guðlaugur Pálmi Magnússon, einn flutningsmanna tillögunnar. „En það var enginn sérstakur nefndur á nafn,“ tekur hann fram. Skilaboð til Össurar Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir ekki óeðlilegt að draga þá ályktun af þessu að samfylking- arfólk sé ekki sátt við hvernig Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur tjáð sig á veraldarvefnum undanfarið. „Ég held að svona til- laga komi ekki fram nema sem vís- bending um að fólk sé ekki sátt.“ Tillögunni var vísað til stjórnar Reykjavíkurfélagsins, en hvorki Guðlaugur né þeir stjórnarmenn sem 24 stundir ræddu við vildu af- henda tillöguna. Þátttakendur fundarins hafa þó staðfest hvert innihald hennar var. Talsverðar umræður sköpuðust um tillöguna, þar sem nafn iðnað- arráðherra bar töluvert á góma samkvæmt heimildum 24 stunda. Niðurstaða umræðnanna varð sú að ekki væri rétt að fundarmenn sendu út gagnrýni á ráðherrann og því var tillögunni vísað til stjórnar eins og áður sagði. Þá þótti ekki heldur rétt að vísa tillögunni frá, því að með því væri gefið í skyn að ekki væri sátt um það meðal samfylkingarfólks að gæta þurfi orða sinna þegar fjallað er um pólitíska andstæðinga og samherja. Ekki náðist í iðnaðarráðherra við vinnslu fréttarinnar. Vilja kurteisi við andstæðinginn  Tillaga borin upp á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík um að gæta eigi að orðavali og ekki vega að mönnum að óþörfu Orðheppinn Skiptar skoðanir eru um bloggskrif Össurar. ➤ „Hvað lá eftir Gísla Marteinþegar kom að atburðarásinni kringum REI? Ekkert, nema hræin af mávunum sem hann lét embættismenn skjóta og stillti sér svo upp hjá einsog Rambó sjálfur.“ ➤ „[Gísli Marteinn] liggur í póli-tísku blóði sínu fyrir eigin til- verknað og á varla aft- urkvæmt [n]ema kraftaverk gerist.“ ÖSSUR Á BLOGGINU 24 stundir/Árni Sæberg STUTT ● Leiðrétt Leikkonan Helga Braga var rangfeðruð í blaðinu á fimmtudag, sögð Jónasdóttir en hið rétta er að hún er Jóns- dóttir. Einnig kom fram að revía sem Helga leikstýrir hjá Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ væri frumsýnd föstudags- kvöldið 29. febrúar, en frum- sýningin verður ekki fyrr en viku síðar, eða 7. febrúar. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á rangfærslunum. ● Leiðrétt Í frétt á íþróttasíðu á fimmtudag var álver Alcoa sagt styrkja Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði. Þar átti að standa álver Alcan. Beðist er afsökunar á misherminu. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Guðmundur Norðdahl tónlist- arkennari varð áttræður í gær, hlaupársdag, og af því tilefni var haldið viðamikið kaffisamsæti í sal FÍH. Á annað hundrað tónlistar- manna skemmti, m.a. Lögreglu- kórinn og meðlimir Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Guðmundur hefur komið víða við á löngum ferli og kennt tónlist um allt land. Nú kennir hann sex til átta ára börnum söng og hljóðfæraleik í Fossvogsskóla en hluti þeirra söng í veislunni. „Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að sjá hvernig börnin verða í framan þegar karl- arnir syngja, þetta er áreiðanlega ný upplifun fyrir þau,“ sagði Guð- mundur áður en veislan hófst. þkþ Guðmundur Norðdahl varð áttræður á 20. afmælisdegi sínum Börn og sinfónían með atriði 24stundir/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.