24 stundir - 01.03.2008, Side 2
2 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir
©
In
te
r I
KE
A
Sy
ste
m
s B
.V
.
Opið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18
Stór máltíð,
lágt verð
640,-
Kjúklingalæri með kúskús,
grilluðu grænmeti og BBQ
jógúrtsósu
VÍÐA UM HEIM
Algarve 18
Amsterdam 9
Alicante 2
Barcelona 17
Berlín 10
Las Palmas 21
Dublin 12
Frankfurt 12
Glasgow 10
Brussel 9
Hamborg 9
Helsinki 1
Kaupmannahöfn 6
London 9
Madrid 18
Mílanó 12
Montreal -21
Lúxemborg 9
New York -7
Nuuk -11
Orlando 7
Osló 5
Genf 12
París 12
Mallorca 17
Stokkhólmur 6
Þórshöfn 7
Norðaustan 5-10 m/s, en hægari suðvest-
antil. Skýjað og stöku él.
Frost 0 til 9 stig, minnst suðaustantil.
VEÐRIÐ Í DAG
-1
-4
-3
-2 -2
Stöku él
Austan 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma
sunnanlands og dálítil él á annesjum norð-
antil, en annars úrkomulítið.
Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
VEÐRIÐ Á MORGUN
0
-3
-5
-1 -4
Snjókoma sunnanlands
Það er algjört skilyrði að
önnur gögn styðji sömu
niðurstöðu og óheiðarlega
fengin sönnunargögn eigi
að byggja sakfellingu á
þeim. Þetta er mat Ragn-
ars Aðalsteinssonar
hæstaréttarlögmanns.
Ríkisskattstjóri hefur skrifað
þýskum yfirvöldum og óskað eft-
ir upplýsingum sem hugsanlega
varða Íslendinga úr gögnum um
leynireikninga sem skattayfirvöld
keyptu af fyrrverandi starfsmanni
banka í Liechtenstein.
,,Almenna reglan er sú að víðast
hvar um þann heim sem við til-
heyrum verði ekki óheiðarlega
fengnum sönnunargögnum beitt
til sakfellingar í refsimáli.
Hins vegar höfum við ekki
svona afdráttarlausa reglu
í framkvæmdinni og það
er ekki útilokað að ís-
lenskir dómstólar myndu
fallast á að byggja sakfell-
ingu á óheiðarlega fengn-
um sönnunargögnum legði
ákæruvaldið slík gögn fram enda
styddu önnur gögn sömu nið-
urstöðu. Það tel ég algjört skil-
yrði,“ segir Ragnar.
Ragnar bætir við að ástæðan fyrir
því að menn hiki við að byggja
sakfellingu á óheiðarlega fengn-
um sönnunargögnum sé hættan á
að bæði ákæruvald og dómsvald
missi traust almennings. ibs
Illa fengin gögn duga ekki
Litlu mátti muna að bjórinn
Skjálfti kæmist ekki í vínbúðir í dag
í fyrsta skipti. Flutningabílinn sem
flytja átti bílinn frá brugghúsi Ölv-
isholts í Flóahreppi, þar sem bjór-
inn er framleiddur, sat pikkfastur í
snjóskafli í Flóanum þar til stjórn-
arformaður Ölvisholts losaði hann
með hjálp traktors.
„Við lögðum mikið á okkur til
að koma vörunni á markað á til-
settum tíma,“ segir Bjarni Einars-
son, framkvæmastjóri og einn eig-
enda Ölvisholts. „Veðurskilyrði
voru slæm og bíllinn sat pikkfastur.
En með hörku bílstjórans og Jóns
Elíasar Gunnlaugssonar, stjórnar-
formanns Ölvisholts, tókst að ná
honum út og koma bjórnum á
leiðarenda.“ hlynur@24stundir.is
Nýr íslenskur bjór á markaðinn í dag
Bjórbíllinn sat
pikkfastur í skafli
9% landsmanna bera traust til
borgarstjórnar Reykjavíkur, sam-
kvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Rúv
greindi frá. Þetta er minnsta
traust sem nokkru sinni hefur
mælst í Gallup-könnun.
Lægsta tala áður er 25% frá árinu
1997 en þá var spurt um traust
landsmanna á Alþingi.
9% treysta
borgarstjórn
Líftæknifyrirtækið deCode hefur
sagt upp 60 starfsmönnum.
Helmingur þeirra mun hætta
störfum samstundis en sam-
kvæmt kvöldfréttum RÚV sagði
forstjóri fyrirtækisins, Kári Stef-
ánsson, að þetta væri ábyrg og
eðlileg ákvörðun.
Hann sagði að erfitt væri orðið að
útvega erlend lán til reksturs fyr-
irtækisins.
Fyrir uppsagnirnar störfuðu 440
manns hjá deCode en RÚV hafði
eftir Kára Stefánssyni að dótt-
urfyrirtækið nCode yrði selt í
þessari sömu uppstokkun.
mbl.is
Fjöldauppsagnir hjá deCode
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
Á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í
Reykjavík á miðvikudaginn var
borin fram tillaga þriggja fundar-
manna þess efnis að samfylkingar-
fólk eigi að gæta sín í orðavali, hvort
sem er í ræðu eða riti, þegar fjallað
er um pólitíska andstæðinga jafnt
sem samstarfsmenn.
Var þar einnig kveðið á um að
ekki eigi að vega að mönnum að
óþörfu eða gagnrýna andstæð-
ingana harðar eðlilegt geti talist.
„Það þarf alltaf öðru hverju að
skerpa á því að menn vandi mál sitt
í ræðu og riti, ekki síst núna á þess-
um síðustu og verstu tímum,“ segir
Guðlaugur Pálmi Magnússon, einn
flutningsmanna tillögunnar. „En
það var enginn sérstakur nefndur á
nafn,“ tekur hann fram.
Skilaboð til Össurar
Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, segir ekki óeðlilegt að draga
þá ályktun af þessu að samfylking-
arfólk sé ekki sátt við hvernig Össur
Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
hefur tjáð sig á veraldarvefnum
undanfarið. „Ég held að svona til-
laga komi ekki fram nema sem vís-
bending um að fólk sé ekki sátt.“
Tillögunni var vísað til stjórnar
Reykjavíkurfélagsins, en hvorki
Guðlaugur né þeir stjórnarmenn
sem 24 stundir ræddu við vildu af-
henda tillöguna. Þátttakendur
fundarins hafa þó staðfest hvert
innihald hennar var.
Talsverðar umræður sköpuðust
um tillöguna, þar sem nafn iðnað-
arráðherra bar töluvert á góma
samkvæmt heimildum 24 stunda.
Niðurstaða umræðnanna varð sú
að ekki væri rétt að fundarmenn
sendu út gagnrýni á ráðherrann og
því var tillögunni vísað til stjórnar
eins og áður sagði.
Þá þótti ekki heldur rétt að vísa
tillögunni frá, því að með því væri
gefið í skyn að ekki væri sátt um það
meðal samfylkingarfólks að gæta
þurfi orða sinna þegar fjallað er um
pólitíska andstæðinga og samherja.
Ekki náðist í iðnaðarráðherra við
vinnslu fréttarinnar.
Vilja kurteisi við
andstæðinginn
Tillaga borin upp á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík
um að gæta eigi að orðavali og ekki vega að mönnum að óþörfu
Orðheppinn Skiptar
skoðanir eru um
bloggskrif Össurar.
➤ „Hvað lá eftir Gísla Marteinþegar kom að atburðarásinni
kringum REI? Ekkert, nema
hræin af mávunum sem hann
lét embættismenn skjóta og
stillti sér svo upp hjá einsog
Rambó sjálfur.“
➤ „[Gísli Marteinn] liggur í póli-tísku blóði sínu fyrir eigin til-
verknað og á varla aft-
urkvæmt [n]ema kraftaverk
gerist.“
ÖSSUR Á BLOGGINU
24 stundir/Árni Sæberg
STUTT
● Leiðrétt Leikkonan Helga
Braga var rangfeðruð í blaðinu
á fimmtudag, sögð Jónasdóttir
en hið rétta er að hún er Jóns-
dóttir. Einnig kom fram að
revía sem Helga leikstýrir hjá
Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ
væri frumsýnd föstudags-
kvöldið 29. febrúar, en frum-
sýningin verður ekki fyrr en
viku síðar, eða 7. febrúar. Eru
hlutaðeigandi beðnir afsökunar
á rangfærslunum.
● Leiðrétt Í frétt á íþróttasíðu
á fimmtudag var álver Alcoa
sagt styrkja Golfklúbbinn
Keili í Hafnarfirði. Þar átti að
standa álver Alcan. Beðist er
afsökunar á misherminu.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Guðmundur Norðdahl tónlist-
arkennari varð áttræður í gær,
hlaupársdag, og af því tilefni var
haldið viðamikið kaffisamsæti í sal
FÍH. Á annað hundrað tónlistar-
manna skemmti, m.a. Lögreglu-
kórinn og meðlimir Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Guðmundur
hefur komið víða við á löngum
ferli og kennt tónlist um allt land.
Nú kennir hann sex til átta ára
börnum söng og hljóðfæraleik í
Fossvogsskóla en hluti þeirra söng í
veislunni. „Ég er eiginlega mest
spenntur fyrir því að sjá hvernig
börnin verða í framan þegar karl-
arnir syngja, þetta er áreiðanlega
ný upplifun fyrir þau,“ sagði Guð-
mundur áður en veislan hófst. þkþ
Guðmundur Norðdahl varð áttræður á 20. afmælisdegi sínum
Börn og sinfónían með atriði
24stundir/Árni Sæberg