24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 55

24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 55
ur verið okkar boðskapur og trú að vænlegra sé að eyða milljón krón- um í okkur og þar með forvarnir en tíu milljónum í meðferðir og önnur úrræði eftir á. Það liggur fyrir að samfélagsleg áhrif íþrótta eru gríðarleg og þar má vinna frek- ara starf. Það má eiginlega segja um alla hreyfinguna að sóknarfær- in eru víða en við verðum að vinna þetta eftir bestu getu og í góðri samvinnu. Það hefur ekkert upp á sig til langframa að snúa upp á sig og heimta og krefjast meira fjár- magns. Tel ég að slíkt þurfi að vinna með skipulegum hætti.“ Hann vill þó ekki nefna eina tölu sem nægja myndi hreyfingunni til að sinna öllu því sem hún á að gera. „Það er nú svo að það verða alltaf kröfur um meira hversu vel sem við gerum og ómögulegt að skjóta fram einhverri einni töfra- tölu um það. En til að svara spurn- ingu þinni þá viljum við auðvitað miklu meiri peninga en við fáum nú.“ Ólympíuleikarnir framundan Ólafur lýsir áhyggjum sínum af fjölda íþróttamanna hérlendra sem líklegir eru til að fara á Ólympíu- leikana. Jafnvel bjartsýnustu menn innan hreyfingarinnar sjá ekki annað en að fækkun verði í íslenska hópnum og er þá ekki litið til landsliðsins í handbolta sem á enn möguleika en þarf að mæta Pól- landi, Svíþjóð og Argentínu í um- spilsleikjum um tvö laus sæti á leikunum í Kína. „Það er hugsan- legt að við sendum færri keppend- ur en áður sem vissulega er áhyggjuefni. Við höfum bent á þetta varðandi úthlutanir til afreks- fólksins okkar sem er í höndum ríkisins en samningur þar að lút- andi rennur út á þessu ári. Þar vilj- um við sjá verulega aukningu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur áður lýst yfir miklum vilja að koma að því með myndarlegri hætti en hingað til og um þetta verður sam- ið síðar á árinu. En ljóst er að í ís- lenska hópnum verða færri en áður og það er miður enda Ólympíu- leikar flaggskip íþróttahreyfingar- innar í heiminum. Það skiptir líka máli gagnvart næstu leikum á eftir því að þátttaka á slíkum mótum er kvótatengd og þó aðeins sé litið til þess er mikilvægt að handboltalið- ið okkar fari áfram. Þó verður að segja að enn er tími til stefnu. Í sundinu eiga allnokkrir enn mögu- leika og ekki loku fyrir það skotið að þátttaka Íslands verði meiri en líkur eru á nú.“ Ómetanlegt starf Ólafur er þeirrar skoðunar að þrátt fyrir allt sé íþróttastarf og sá fjöldi afreksmanna sem hér er til marks um óþrjótandi dug og elju þúsunda áhugamanna og sjálf- boðaliða um land allt og er stoltur af því. „Mér finnst í raun ótrúlegt hversu langt hreyfingin er komin miðað við naumt skammtað fjár- magn um áraraðir og að yfirgnæf- andi meirihluti starfa innan ÍSÍ er unninn í sjálfboðastarfi af fólki í frítíma sínum. Það er sannarlega eitthvað sem við öll getum verið hreykin af.“ Ferðastyrkur Ólafur segir bjarta tíma fram- undan í íþróttahreyfingunni al- mennt. Skiptir þar miklu að út- hlutað verði úr sérstökum ferðasjóði í fyrsta skipti en ferða- kostnaður hefur verið dragbítur margra íþróttafélaga, sérstaklega þeirra úti á landi. Skráður ferða- kostnaður íþróttafélaga innanlands hefur verið gróflega metinn um einn milljarður króna árlega en fyrsta úthlutun nemur 30 milljón- um króna. „Sem auðvitað er dropi í hafið en engu að síður góð byrjun og upphæðin hækkar á næstu ár- um í 90 milljónir. Þessar upphæðir skipta máli og þessi ís hefur verið brotinn. Þarna er búið að sam- þykkja þau rök okkar að þarna sé eitthvað sem samfélagið á að taka þátt í með þessum hætti. Eftir ein- hvern tíma sýnum við svo fram á hversu vel þessir peningar hafa nýst og þá getum við reynt að teygja okkur eftir meiru. Það er aðeins með því að hreyfingin geti sýnt fram á hversu vel allt fé er nýtt og vel farið með fjármuni sem við get- um ætlast til að fá meira fé. Við verðum að sýna og sanna að við eigum slíkt skilið.“ Fjölskyldan útundan Ekki er hægt að skilja við forset- ann, leikmanninn, lögmanninn og kylfinginn án þess að spyrja hvort hann þurfi ekki fleiri klukkustund- ir í sólarhringinn fyrir önnum kaf- inn mann. „Nei, þetta hefst allt og ég hef ekki lent í teljandi vandræð- um með að komast yfir hlutina. Þetta er skemmtilegt og það er eðli- lega mikilvægt en vissulega kemur fjarvera mín niður á fjölskyldu minni annað slagið. En með góðri hjálp og góðri skipulagningu þá hefst þetta allt saman og vel það. Ég stunda golf á sumrin og spila körfubolta reglulega einu sinni í viku og þetta gengur allt saman upp.“ a Það er talsvert áhyggjuefni að fækkun virðist verða raunin í Ólympíuhópnum okkar í Kína og vegna kvótaskiptingar hefur slíkt einnig áhrif á næstu Ólympíuleikum þar á eftir. Ólympíuleikarnir í Kína framundan Að líkindum taka þar þátt færri Íslendingar en verið hefur. Það er áhyggjuefni. 24stundir LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 55 FERMINGARTILBOÐ Jakkaföt, skyrta og bindi kr. 16.980 FERMINGAR- JAKKAFÖTIN ERU KOMIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.