24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 58

24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 58
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Hin limafagra Trish Stratus, sem er sjöfaldur World Wrestling En- tertainment meistari í fjöl- bragðaglímu, er á leiðinni hingað til lands til að etja kappi við glímu- drottningu Íslands og handhafa Freyjubeltisins, Svönu Hrönn Jó- hannsdóttur. Með Trish kemur kanadískt sjónvarpsteymi til að skrásetja við- burðinn, en Trish er á ferðalagi um heiminn til að læra og keppa í ýmsum afbrigðum glímunnar. Góð landkynning „Hingað hafa komið ein til tvær sjónvarpsstöðvar á ári til að kynna sér íslensku glímuna. Trish þessi er gríðarlega þekkt þarna vestra og þetta er því fínt framtak til að kynna glímuna á erlendri grundu,“ segir Lárus Kjart- ansson hjá Glímusambandi Ís- lands. Hann viðurkennir þó að ís- lenska glíman eigi ekki margt sameiginlegt með fjölbragðaglím- uni sem Trish stundar. „Þetta gengur að mestu leyti út á skemmtanagildið þarna hjá þeim í Bandaríkjunum. En það verður ekki tekið af Trish að hún er í gríðarlega góðu formi. Ég held þó að Svana muni hafa hana, enda snýst íslenska glíman meira um tækni og jafnvægi heldur en krafta.“ Samkvæmt Svönu glímudrottningu mun hún ekki vanmeta andstæðing sinn. „Mér líst bara vel á þetta, gaman að fá nýja og fram- andi andstæðinga. Hún virðist frekar nett, en margur er knár þótt hann sé smár. Auðvit- að stefni ég á sigur, því þjóð- arstoltið er jú að veði, en annars er þetta bara frábært fyrir þessa íþrótt að fá þessa athygli,“ sagði Svana. Íþróttakona eða fyrirsæta? Trish er margtugginn fréttamat- ur í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem hún hefur verið kosin Gella ársins þrisvar sinnum, (Babe of the year) og Díva áratugarins, (Diva of the Decade). Auk þess að „keppa“ í fjölbragðaglímu hefur hún margoft setið fyrir og unnið við sjónvarp, til dæmis raunveru- leikaþáttinn Armed & famous, sem lagður var af eftir fjóra þætti. Ein- vígi þeirra Trish og Svönu fer fram miðvikudaginn 5. mars klukkan 20.00 í íþróttahúsi Ármanns. Þekktasta fjölbragðaglímukona heims heimsækir Ísland Glímugella gegn Glímudrottningu Trish Stratus, sjöfaldur bandarískur fjölbragða- glímumeistari, er á leið- inni til landsins að etja kappi við glímudrottn- ingu Íslands, Svönu Hrönn Jóhannsdóttur. MYNDATEXTI: Svana Hrönn Jó- Hasargella Trish Stratus er í hörkuformi, en eitt þekktasta fjölbragðaglímubragðið hennar heitir Stratusfaction. Sverð okkar sómi og skjöldur Svana Hrönn lætur ljóskuna ekki vaða yfir sig. 58 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir Konami hefur tilkynnt að hinn væntanlegi stórleikur Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots verði gefinn út 12. júní í N-Ameríku og Japan. Konami hefur fyrr sagt að leikurinn ætti að koma út á sama tíma um heim allan og því verður að teljast líklegt að leikurinn komi til Evrópu um svipað leyti. vij Snake mætir á svæðið 12. júní Söngkonan Britney Spears fékk að hitta syni sína, Sean Preston og Jayden James, í fyrradag eftir að hafa komist að samkomulagi við Kevin Federline um nýja heimsóknartíma. Mun fundur mæðginanna hafa gengið vonum framar og segja kunnugir að hún veiti strákunum mikla ást. „Hún faðmar þá og kyssir í bak og fyr- ir,“ sagði vinkona Britney í gær. hþ Britney hittir synina á ný Það má vel vera að Toshiba hafi viðurkennt ósigur HD-DVD- staðalsins í háskerpustaðla- stríðinu en það þýðir þó ekki að allir hafi yfirgefið HD-DVD- staðalinn. Toshiba og Dream- works-kvikmyndaverið eiga enn eftir að semja um endalok þess samnings sem Dreamworks gerði við Toshiba um að gefa myndir sínar einvörðungu út á HD-DVD og þau samningslit munu kosta bæði fyrirtækin væna fúlgu. vij Háskerpustríðið ekki alveg búið Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið MKR hefur höfðað mál á hendur leikjaframleiðandanum Capcom fyrir að hafa brotið gegn höf- undaréttarlögum. Kæran snýst um tölvuleikinn Dead Rising sem Capcom gaf út árið 2006 á Xbox360-leikjatölvuna. Samkvæmt kæru MKR er Dead Rising-leikurinn óhugnanlega líkur Dawn of the Dead, kvik- mynd fyrirtækisins sem kom á markaðinn árið 1978. Bæði Dawn of the Dead og Dead Rising gerast í verslunarmiðstöð þar sem mannkynið berst með kjafti, klóm og alls konar vopnum gegn her blóðþyrstra uppvakninga. vij Uppvakninga- málshöfðun Írski söngvarinn Johnny Logan er væntanlegur til landsins ásamt 5 manna hljómsveit sinni og spilar á Broadway föstudagskvöldið 23. maí. „Við byrjuðum að vinna í því að fá hann hingað fyrir um ári,“ segir tónleikahaldarinn Daníel hjá umboðsskrifstofunni performer.is. „Hann er umsetinn á þessum tíma árs því að hann er náttúrlega Euro- vision-kóngurinn. Það var erfitt að ná honum hingað daginn fyrir úr- slitakvöldið úti í Serbíu, en við náðum að sannfæra hann um að honum væri hvergi betur borgið en á Íslandi. Hann er hrifinn af landinu og sló því til.“ Í söngvakeppninni hefur Logan flutt lögin „What’s Another Year“ árið 1980 og „Hold Me Now“ árið 1987 sem hann samdi og svo sigr- aði lagið „Why Me?“ eftir hann í flutningi Lindu Martin árið 1992. Þessi lög tekur hann öll á Broad- way en einnig er hann með á pró- gramminu ýmis önnur lög. „Þetta verður bara ball,“ segir Daníel. Miðasala hefst 12. mars á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT. heida@24stundir.is Johnny Logan á leið til Íslands Johnny Logan Verður til dæmis með lög með U2 og Elvis á prógramminu sínu og ýmsir íslenskir Eurovision-söngvarar skjóta upp kollinum. Aðdáendur hryllingssagna og söngleikja geta senn sameinað ástríður sínar því að hryllings- sagnahöfundurinn Stephen King hefur nú gert handrit að hryll- ingssöngleik sem verður frum- sýndur í Atlanta á næsta ári. Ef sýningar í Atlanta ganga vel mun söngleikurinn færa sig um set og fara á Broadway. Söngleikurinn hefur fengið nafn- ið Ghost Brothers of Darkland County og segir frá dauða tveggja bræðra og ungrar stúlku og þeirri goðsögn sem sprettur af þeim harmleik. King hefur svo fengið tónlistar- manninn John Mellencamp til að sjá um tónlistarhliðina í þessum væntanlega söngleik. vij Stephen King með söngleik 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Auðvitað stefni ég á sigur, því þjóðarstoltið er jú að veði, en annars er þetta bara frábært fyrir þessa íþrótt að fá þessa athygli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.