24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir
HEYRST HEFUR …
Sunnudagsviðtöl Evu Maríu Jónsdóttur hafa vakið
verðskuldaða athygli í vetur. Eva hefur yfirleitt látið
sér nægja að spjalla við einn viðmælanda í einu, en
á morgun verða viðmælendurnir hvorki fleiri né
færri en fimm. Strákarnir í Sprengjuhöllinni setjast
í stóla Evu og ræða lífið í tónlistarbransanum á Ís-
landi. Heyrst hefur að kunnátta þeirra í lögfræði,
bókmenntum og sundi verði ofarlega á baugi. afb
Tenglavefurinn B2.is bendir á meint einkaviðtal vef-
miðilsins Eyjan.is við hinn finnska Tomi Petteri
Putaansuu, forsprakka skrímslahljómsveitarinnar
Lordi, en hann er staddur á landinu vegna frumsýn-
ingar Lordi-hryllingsmyndarinnar. Viðtal Eyjunnar
við Tomi hefur ekki verið mikið einka þar sem Dr.
Gunni, blaðamaður á Fréttablaðinu, bloggaði á
dögunum um að hann hefði einnig hitt Tomi. afb
Eurovisionsöngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir
var í viðtali við Föstudag, fylgirit Fréttablaðsins í
gær. Þegar talið berst að illum tungum á Netinu
segist Regína lítið geta gert í því sem fólk segir um
hana þar. Regínu til upplýsingar og yndisauka skal
tekið fram að nýlegur úrskurður Héraðsdóms sýnir
annað; Regína getur kært stríðnispúka Netsins og
farið fram á hundruð þúsunda í miskabætur. afb
„Ég hef ekki heyrt í neinum.
Þetta hlýtur að vera á einhverju
byrjunarstigi. Það má eiginlega
segja að ég bíði bara við símann,“
segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi,
aðspurður um hvort búið sé að
hafa samband við hann vegna ís-
lenskrar talsetningar á hinni nýju
Strumpa-tölvuteiknimynd sem er í
vinnslu vestanhafs. Strumparnir
fagna á árinu 50 ára afmæli sínu og
hafa vinsældir þeirra verið að
aukast á nýjan leik. Laddi segir að
hann hafi heyrt af gerð þessarar
kvikmyndar og hún hafi vakið at-
hygli sína. „Auðvitað hef ég áhuga
á þessu, ég er yfirstrumpur.“
Það má með sanni segja að
Laddi sé æðsti Strumpur hér á
landi þar sem hann talaði fyrir alla
Strumpana í hinum vinsælu
teiknimyndum hér á árum áður.
Hann segir talsetningu þáttanna
hafa útheimt gríðarlega mikla
vinnu á sínum tíma enda talaði
hann fyrir fjölmargar persónur í
hverjum þætti. „Þetta voru alltaf á
milli tuttugu og þrjátíu raddir í
hverjum þætti en ég man ennþá
allar helstu raddirnar.“ vij
Laddi og nýja Strumpamyndin
Bíður við símann
Spenntur fyrir Strumpunum Laddi
bíður eftir að hringt verði í sig.
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Jú, ásamt trúnaðarlækni. Annars
eru þetta miklir víkingar allt sam-
an, sem setja öryggið á oddinn.
Verður sjúkrabíllinn ekki hafður til taks?
Kristín Völundardóttir er lögreglustjóri á Vestfjörðum, en
öldungarmót lögreglumanna í innanhússknattspyrnu er
haldið á Ísafirði í dag.
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
400.000,- kr.AFSLÁTTURFullt verð kr. 2.250.000,-
Tilboð kr. 1.850.000,-
Aukahlutir: Grjótgrind, markísa,
sólarsella og sjónvarpsloftnet
STÓRLÆKKAÐ VERÐ Á
NOTUÐUM FERÐAVÖGNUM
Árgerð: 2005
Travel King 510 TKM
Hárspangir
í miklu úrvali frá kr 500
Ný sending
af klútum og slæðum
Vorlínan frá
Pilgrim er komin
„Ég er alveg rosalega ánægð og
þakka öllum sem hafa farið og kos-
ið mig kærlega fyrir stuðninginn,“
segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, en í
gærkvöldi hafði hún náð fyrsta
sætinu í fyrirsætukeppninni Hot
for the Money sem fram fer á vef-
síðunni www.isshehot.is.
Í 24 stundum í gær kom fram að
Ásdís væri í öðru sætinu, en það er
greinilega skammt stórra högga á
milli í keppninni og hafði Ásdís
náð forystunni í gær. Sigur í
keppninni mun koma Ásdísi í hóp
12 fyrirsætna sem etja kappi í
raunveruleikaþætti þar sem sig-
urlaunin eru hvorki meira né
minna en milljón Bandaríkjadalir.
Enda þótt Ásdís hafi verið orðin
þónokkuð hærri en stúlkan fyrir
neðan hana þegar keppnin stóð
sem hæst í gær vildi hún ekki gera
sér of háleitar vonir. Hún kvaðst
þess þó fullviss að nóttin yrði erfið,
enda stressið farið að gera verulega
vart við sig.
„Það er ennþá smá möguleiki að
stelpan í öðru sæti nái mér því að
enn er tæpur sólarhringur eftir af
kosningu. Þetta eru alvöru slags-
mál og það verður sko kosn-
ingavaka hjá mér í kvöld. Ég er al-
veg að drepast úr stressi og efast
um að ég nái að sofa,“ sagði Ásdís.
halldora@24stundir.is
Ásdís Rán komst
á toppinn í gær
Gæti unnið milljónir
Ásdís Rán er stutt frá
milljónum dala.
Gæti verið hársbreidd frá milljónum
Íslenski stúlkna-strengjakvartett-
inn amiina hefur verið að gera
góða hluti erlendis undanfarið og
erlendir fjölmiðlar hafa verið
duglegir að hrósa sveitinni í há-
stert. Lag þeirra, Hilli, sem sveit-
in vann með Lee Hazlewood var
valið lag febrúarmánaðar í tón-
listarritinu MixMag og mynd-
bandið við lagið lenti í öðru sæti
hins virta tímarits Mojo yfir
besta tónlistarmyndband mán-
aðarins. Mojo hafði fyrr heiðrað
sveitina með því að útnefna Kurr,
nýju plötu sveitarinnar, sem eina
bestu plötu síðasta árs.
Lagið Hilla var síðasta lagið sem
Lee Hazlewood tók upp fyrir and-
lát sitt en hann lést í ágúst á síð-
asta ári, skömmu eftir að upp-
tökum á laginu lauk. vij
MixMag og
Mojo hlaða
hrósi á amiinu
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Ástæðan fyrir þessari færslu er of-
boðslegt einelti sem mér þótti Óm-
ar [R. Valdimarsson] leggja fólk í á
bloggsíðu sinni. Færslan stendur
ein og sér og var háð því hvernig
hann skrifar um aðra. Ég leyfði
honum að bragða á eigin meðali,“
segir dagskrárgerðarmaðurinn
Gaukur Úlfarsson.
Gaukur var í vikunni dæmdur til
að greiða Ómari R. Valdimarssyni
300.000 krónur í miskabætur vegna
ummæla á bloggsíðu sinni. Gaukur
var meðal annars dæmdur fyrir að
kalla Ómar aðal rasista bloggheima.
Svæsin skrif um Nikolov
„Rót bloggfærslunnar voru skrif
Ómars um Paul Nikolov sem var í
framboði fyrir vinstri-græna,“ segir
Gaukur. „Ómar skrifaði ótrúlega
svæsna og langsótta samsæriskenn-
ingu um að Paul Nikolov væri að
skrifa á vefsíður undir hinum og
þessum dulefnum, að Aron Pálmi
mætti að rotna í fangelsi. Fólk
skildi eftir athugasemdir og var
mjög hneykslað á Paul Nikolov án
þess að draga nokkurn tíma í efa að
ef til vill væri þetta eingöngu
ómaklegur rógburður.“
Gaukur segist hafa skilið eftir at-
hugasemd á bloggsíðu Ómars í
kjölfar skrifa hans um Paul Nikolov
þar sem hann spurði um ástæðu
eineltisins í garð Nikolovs. At-
hugasemdunum var eytt og Gauki
var meinaður aðgangur að at-
hugasemdakerfi bloggsíðunnar.
„Auðvitað meinti ég aldrei að Óm-
ar væri rasisti,“ segir Gaukur. „En
ég gaf mér leyfi til að álykta það
vegna þess að hann svaraði mér
ekki og meinaði mér aðgang að at-
hugasemdakerfi sínu. Alveg eins og
Ómar ályktaði að Paul Nikolov
vildi að Aron Pálmi rotnaði í fang-
elsi.“
10 mínútna frestur
Í kjölfarið hringdi Ómar í Gauk
og gaf honum tíu mínútna frest til
að fjarlægja færsluna ella myndi
lögfræðingur hans hafa samband.
„Það virkar ekki vel á mann að láta
hóta sér,“ segir Gaukur. „Ef hann
hefði beðið mig kurteislega hefði ég
íhugað að fjarlægja færsluna.“
Umræðan um málið hefur verið
heit í þjóðfélaginu og margir tjáð
sig um málið. Reynir Traustason,
ritstjóri DV, kallar Gauk til dæmis
netníðing í vefsíðunni dv.is. „Fólk
hefur tjáð sig um málið án þess að
hafa kynnt sér það,“ segir Gaukur.
„Flestir virðast sammála því að ég
sé bloggníðingur – að ég hafi
stundað að níða fólk, sem er alls
ekki rétt. Fólk getur kynnt sér það á
bloggsíðunni minni að það er ekki
eina einustu færslu að finna sem er
í líkingu við færsluna um Ómar.“
Gaukur Úlfarsson tjáir sig um umdeildan dóm héraðsdóms
Leyfði honum að
bragða eigin meðal
Gaukur Úlfarsson var í
vikunni dæmdur fyrir
ummæli á bloggsíðu
sinni. Gaukur tjáir sig í
fyrsta skipti um dóminn í
viðtali við 24 stundir.
Gaukur Úlfarsson Seg-
ir Ómar Valdimarsson
hafa lagt aðra í einelti.
➤ Gaukur Úlfarsson var í vik-unni dæmdur í héraðsdómi
fyrir ummæli um Ómar R.
Valdimarsson á bloggsíðu.
➤ Honum ber að greiða Ómari300.000 krónur í miskabætur
og 500.000 í málskostnað.
➤ Gaukur hefur áfrýjað tilHæstaréttar.
DÆMDUR FYRIR BLOGG