24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, er for- vitnilegur kafli um heilbrigðismál. Stofnunin bendir á að heilbrigðis- ástand á Íslandi sé mjög gott. Hins vegar kosti heilbrigðiskerfið þjóðina nú þegar of mikið, í samanburði við önnur lönd OECD og miðað við að ald- urssamsetning þjóðarinnar sé fremur hagstæð. Horfur séu á því að vegna þess að þjóðin eldist á næstu áratugum, verði útgjöldin til heilbrigðismála um 15% af landsframleiðslu um miðja öldina, verði ekkert að gert. Tillögur stofnunarinnar til úrbóta eru m.a. að afnema hömlur á þjón- ustu einkaaðila í heilbrigðiskerfinu, opna heilbrigðisgeirann fyrir sam- keppni og fjármagna spítala á grundvelli verkefna, þ.e. að fé fylgi sjúkling- um og spítalarnir fái greitt fyrir hverja aðgerð. Að flestu leyti eru þetta markmið, sem ríkisstjórnin vinnur að nú þegar. OECD gengur heldur lengra, ef eitthvað er. M.a. leggur stofnunin til að um leið og samkeppni verði aukin í heilbrigðiskerfinu, verði kostnaðar- þátttaka sjúklinga aukin til að koma í veg fyrir að of mikil eftirspurn verði eftir heilbrigðisþjónustu. Um slíkt er vafalaust snúið að ná pólitískri sam- stöðu. OECD stillir málinu í raun þannig upp að það sé skárra að fólk borgi eitthvað beint fyrir heilbrigðisþjónustu, sem verður skilvirkari og ódýrari fyrir tilstuðlan einkarekstrar og samkeppni, en að stjórvöld neyðist til að hækka skatta vegna óskilvirkrar og dýrrar heilbrigðisþjónustu. Hitt fer ekki á milli mála að full þörf er á að efla einkarekstur og sam- keppni í heilbrigðiskerfinu. Það er jákvætt að núver- andi stjórnarflokkar hafa náð saman um það mál, þótt útfærslan sé eftir. Hins vegar er aldrei neinn skortur á fólki, sem hrópar að nú eigi að afhenda „gróðaöflunum“ heilbrigðiskerfið þegar einkarekstur og samkeppni ber á góma. Þeir hinir sömu þurfa að svara þeirri spurningu, hvernig koma eigi í veg fyrir að kostnaður við heilbrigðiskerfið vaxi okkur einfald- lega yfir höfuð. Hvernig getum við tryggt að búa áfram við jafngóða heilsu, en helzt fyrir sambærilegt verð og þau ríki, sem við berum okkur saman við, borga fyrir sitt heilbrigðiskerfi? Getum við sagt að nú- verandi heilbrigðiskerfi sé það bezta, sem kostur er á? Góð heilsa fyrir lægra verð SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Það ákvæði laganna að þriggja mánaða rétturinn sé ekki yfirfær- anlegur þykir mjög smart. Þetta er það sem kallast hér: Use it or lose it. Það eru allir sam- mála um að rann- sóknir þurfi að fara fram á því hvaða áhrif fæð- ingarorlofslögin muni hafa. Sér- staklega er áhugavert að kanna hver áhrifin verða á börnin. Í gærkveldi bar það helst til tíð- inda að íslensku þingkonurnar og Ingi Valur festust inni í lyftu ásamt Matthildi. Það liðu u.þ.b. 20 mínútur þar til tókst að ná okkur út og var þá sumum farið að líða frekar illa. Valgerður Sverrisdóttir valgerdur.is BLOGGARINN Föst í lyftu Það á að teljast til mannréttinda á Íslandi að þurfa ekki að borga nema 2% vexti ofan á verðbólgu. Og að verðbólgan sé ekki nema önnur 2% ... Þar á ofan heimtar villta hægrið, að Íbúðalánasjóður verði lagður nið- ur. Í staðinn eiga að koma bankar, sem eru svo illa reknir, að þeir geta ekki fengið er- lent lánsfé. Þeir verða að taka ok- urlán Seðlabanka og geta ekki notað slíkt fé til að lána húsbyggj- endum. Okurvextir og verðbólga gera villta hægrinu ókleift að loka Íbúðalánasjóði. Meðan ríkisvald- inu og bönkunum og Seðlabank- anum er svona illa stjórnað. Jónas Kristjánsson jonas.is Illa stjórnað Undarlegra er að heyra vel menntaða Pakistana fordæma myndbirtinguna. Furðulegast er svo að sjá hvað enska pressan í Pakistan ýtir undir mótmæli sem virðast nú- orðið miðast gegn heilu landi. Í gær taldi ég þrjár burð- armyndir af æstum mótmæl- endum á mismunandi stöðum í dagblaðinu The Nation. Er frétta- gildið virkilega svona mikið? Mér skildist á blaðamönnum í Kar- achi að kvikmyndagerðarmaður í Hollywood hygðist birta mynd um Múhameð spámann á Netinu einhvern tímann í mars. Egill Bjarnason austurlandaegill.blog.is Mótmæla áfram Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Gísli Marteinn Baldursson „liggur í pólitísku blóði sínu fyr- ir eigin tilverknað og á varla afturkvæmt nema krafta- verk gerist.“ … „hann er eins og dautt hross“. Svo mæltist Össuri Skarphéðinssyni á einni vinsælustu bloggsíðu landsins. Sjálfur gerir Össur sér mjög vel grein fyrir því að lesendur vilja sjá blóð renna og því bloggaði hann um þær vangaveltur sínar hvort Gísla- greinin ætti ekki nokkurn þátt í vaxandi vinsældum netmiðilsins Eyjunnar. Eftir niðurstöðu héraðsdóms í vikunni kemur hins vegar upp spurning um hvort bloggarar eigi á hættu að falla fyrir eigin hendi og liggja í pólitísku blóði sínu. Unaðslegt orðahunang Um blogg almennt segir ráðherrann: „Fyrir utan fjölbreytta bloggara sem spretta skeiðið, og reiða sína Rimmugýgi að mönnum og málefnum – séu þeir pólitískt þenkjandi – eru allskonar flottir bloggarar sem láta orðahunang drjúpa úr blóm- krónum tölva sinna svo unun er oft að lesa.“ Nú hefur fallið meiðyrðadómur og pólitísk stóryrði á bloggi verið dæmd dauð og ómerk. Hvorki voru þau sérstaklega flott né orðahunang. Maður sakaði annan um að vera „aðalrasisti landsins“. En þau voru pólitísk gífuryrði og þar kemur líkingin við orðfæri ráðherrans. Ragnar Aðalsteinsson lagaprófessor segir meiðyrða- mál fá á Íslandi miðað við hvað þau gætu verið mörg. „Stjórnmálamenn voru lengst af kallaðir land- ráðamenn með jöfnu millibili, án þess þeir höfðuðu nein mál. Helst neyddust menn til að fara í mál ef þeir voru sakaðir um fjárdrátt, eða ráðist væri að einkalífi þeirra og persónufrelsi.“ Ragnar á ekki von á því að bloggdómurinn verði fordæmi, en dómur Hæstaréttar verði forvitnilegur. Lög um stjórnlaust samfélag Ragnar segir tvær hliðar á málinu. Á netinu ríki stjórnleysi, því netverjar telji sig vera þar á frísvæði, bæði hvað varðar höfundarrétt og ábyrgð eigin orða. „En ég tel engu máli skipta hvar ummæli falla, ábyrgð- in er söm.“ En á netinu er oft erfitt að finna þann sem ber ábyrgðina og fjölmörg ummæli, oft þau algrófustu, eru nafnlaus. Spyrja má hvort hægt verði að kalla net- Bloggarar í pólitísku blóði sínu? SKÝRING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.