24 stundir - 04.03.2008, Page 26

24 stundir - 04.03.2008, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 24stundir Mótorhjólaáhugamenn um all- an heim bíða nú spenntir eftir nýju Ducati Monster 696-hjólunum sem eru væntanleg í verslanir. Perluhvít og svört hjól Fyrirtækið svipti nýverið hul- unni af þremur nýjum litum á hjólunum en þar má fyrst nefna Ducati rauða litinn sem kynntur var í nóvember á síðasta ári. Tveir nýir litir voru nýlega kynntir en það eru perluhvítur og heðfbund- inn svartur sem verða fáanlegir í apríl á þessu ári. Innblásturinn á bak við nýju hjólin er dýrlingurinn og synd- arinn og geta kaupendur því valið hvort þeim finnst eiga best við sig. Ef perluhvíta hjólið sést mikið á götunum getum við þá kannski gert ráð fyrir því að mótorhjóla- fólkið sé ekki eins óþekkt og marg- ir virðast halda. Annað mun að sjálfsögðu koma í ljós ef það svarta verður vinsælla. Góð borgarhjól Ducati Monster 696-hjólin eru hluti af glænýrri kynslóð hjóla sem eru sérstaklega hentug fyrir hjóla- áhugamenn sem vilja láta á sér bera á götum borgarinnar. Hjólin hafa verið kölluð Ferrari bifhjólanna og eiga sér aðdáendur um allan heim og ekki síst hér á landi. Fyrirtækið hefur framleitt Monster-hjólin í 15 ár og segist nú vera á leið í nýja átt án þess þó að tapa niður sínum ein- staka stíl. iris@24stundir.is Nýjasta nýtt í mótorhjólaheiminum Glænýir litir á Monster 696-hjólunum Dýrlingurinn Nýja perluhvíta hjólið. Okkur er kennt frá barnæsku að útlitið sé ekki allt og við eigum ekki að dæma bókina eftir kápunni. Aldurinn skiptir ekki máli Eigendur vefsíðunnar www.ug- lycars.co.uk hafa greinilega ekki fengið þessi skilaboð í æsku. Síðan hefur verið uppi í rúm átta ár og er að sögn þeirra sem hana reka full- komlega tilgangslaus. Á síðunni er að finna lista yfir alla ljótustu bíla sem hægt er að finna í Bretlandi hvort sem þeir eru nýir eða gamlir. Ekki þrasa í þeim Eigendur síðunnar taka alveg fyrir allar umræður um hönnun bíla þar sem þeir eru harðir á því að þeir viti betur en allir aðrir og ef uppáhaldskaggi einhvers er á síð- unni sé það einfaldlega vegna þess að viðkomandi er með lélegan smekk. Það þýðir því ekkert að senda þeim reiðipóst og reyna að fá þá til þess að skipta um skoðun. Orð þeirra eru lög og ef þeir segja bíl- inn vera ljótan þá er hann einfald- lega forljótur. Öllum er frjálst að tilnefna bíla í þetta sérstaka safn og fá þannig út- rás fyrir pirringinn sem gerir vart við sig þegar bílafyrirtæki setja rándýra geimvagna á götuna og lofa þá fyrir nýstárlegt útlit. iris@24stundir.is Spurningakönnun á meðal Breta. Ljótustu bílar allra tíma Ljótur? Það finnst þeim hjá www.uglycars.co.uk.Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið byrjar 5. mars www.kistufell.com Spyrnur og stýrishlutir í flestar gerðir bíla VÉLAVERKSTÆÐIÐ VARAHLUTAVERSLUN kistufell@centrum.is Tangarhöfða 13 Sími 577 1313

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.