24 stundir - 11.03.2008, Page 4

24 stundir - 11.03.2008, Page 4
Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem gerð var við Wake Forest- háskólann í Bandaríkjunum, sýna að hægt er að mæla í blóð- inu hvort ljósa- bekkjanotkun veitir vellíðan. Vísindamenn- irnir rannsök- uðu hvað gerist í heila þeirra kvenna sem stunda ljósaböð. Í ljós kom að 70 prósent kvennanna sem þátt tóku í rann- sókninni voru háðar ljósabekkja- notkun. Þótt húðkrabbamein sé algengasta krabbameinstegundin sem ungar stúlkur veikjast af geta þær sem háðar eru ljósabekkjum ekki hætt að nota þá. Notkun ljósa- bekkja er fíkn 4 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir ... eru betri en aðrar sumarferdir.is Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Ekkert kemur í veg fyrir að kjöt- vörur af dýrum sem gefið hefur verið vaxtarhormón séu fluttar til landsins. Í reglugerð um varnir gegn dýrasjúkdómum er tiltekið að hráum matvælum sem flutt eru til landsins skuli fylgja vottorð sem staðfestir að dýrunum sem afurðirnar eru af hafi ekki verið gefið vaxtarhvetjandi efni. Hins vegar er ekkert slíkt ákvæði að finna í reglugerðinni hvað varðar soðin eða unnin matvæli. Engin ákvæði um merkingar Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að ekkert komi í veg fyrir það að flutt séu inn matvæli af hormónaöldum dýrum ef um sé að ræða unna matvöru. „Al- mennt er talið að þegar búið er að hitameðhöndla þessi hormón þá séu þau ekki skaðleg fyrir fólk sem neytir þeirra. Hins vegar er talið að að þau gætu haft áhrif á fólk ef þau eru ekki meðhöndluð á réttan hátt. Það verður samt að taka það fram að það hefur ekki verið sannað að þessi hormón séu skað- leg fólki en menn telja hins vegar betra að hafa varann á.“ Halldór segir engin ákvæði um merkingar á afurðum af dýrum sem hafa fengið vaxtarhormón. „Ég veit þó dæmi þess að hingað til lands hefur verið flutt bæði svínkjöt og alifuglakjöt sem svona hefur verið alið. En það er ekkert sem bannar slíkan innflutning.“ Ingvi Stefánsson formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir al- þekkt að fyrirtækið Tyson Foods selji afurðir af gripum, þar á með- al svínum, sem sé gefið vaxtarauk- andi hormón. Vörur Tyson Foods hafa verið til sölu hér á landi, meðal annars hjá Hagkaupum. Fyrirtækið Dreifing er með um- boð fyrir vörur Tyson Foods. Þar á bæ vildu menn hvorki staðfesta hvort vörur sem þeir flytja inn frá Tyson Foods innhalda hormóna- alið kjöt né vildu þeir láta hafa annað eftir sér um málið. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Hormónakjöt á markaði hér  Ekkert kemur í veg fyrir að kjöt af skepnum sem fengið hafa vaxtarhormón sé flutt til landsins  Engin ákvæði um merkingar ➤ Soðin eða unnin matvæli semflutt eru til landsins verða að hafa verið hituð í 72 gráður á celsisus í fimmtán sekúndur. ➤ Talið er að ef slíkt sé gerteyðileggi það veirur, sýkla og hormón sem geti verið í mat- vælunum. UNNIN MATVÆLI 24stundir/Árni Sæberg Svín Þessir íslensku grísir þurfa ekki að hafa áhyggjur af vaxtarhormónum. er að ræða ákveðna lyfjaflokka þurfum við að koma í veg fyrir að fólk fái of stóra skammta. Það breytist væntanlega með breytingu á lyfjagreiðslukerfinu en könnunin mun gefa vísbendingu um hvort hægt verði að setja einhverjar regl- ur um hvernig eigi að byrja lyfja- notkun í ákveðnum flokkum.“ Rannsóknastofnun um lyfjamál ætlar jafnframt að rannsaka inn- lagnir á Landspítala vegna óheppi- legrar lyfjanotkunar, að því er Anna Birna greinir frá. „Þá er átt við að viðkomandi hafi annaðhvort fengið lyf sem hann þoldi ekki eða verið á lyfjum sem ekki er gott að nota saman. Við ætlum líka að Rannsóknastofnun um lyfjamál hyggst reikna út verðmæti þeirra lyfja sem skilað er inn til apóteka en í fyrra létu apótekin eyða alls fimm tonnum af lyfjum. „Við ætlum að hvetja landsmenn í vor til að skila inn lyfjum sem þeir eru hættir að nota þannig að hægt verði að leggja mat á hvað það kostar þjóðarbúið þegar lyf eru ekki notuð. Við ætlum að telja lyfin en nú eru þau bara vegin,“ segir Anna Birna Al- marsdóttir, prófessor og forstöðu- maður rannsóknastofnunarinnar. Anna Birna segir að með þessu verði jafnframt hægt að fá ein- hverja mynd af því hvaða lyfjum sé helst fleygt. „Ef við vitum hvort um skoða í gögnum Landspítala hversu algengt það sé að fólk leggist inn vegna þess að það fær ekki lyfin sín.“ ingibjorg@24stundir.is Apótekin létu eyða fimm tonnum af lyfjum í fyrra Verðmæti lyfjanna rannsakað Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Kannað var verð á 50 manna kransaköku (turn). Kak- an er ódýrust hjá Bernhöftsbakaríi eða 27% ódýrari en Jói Fel sem var dýrastur. Í síðustu könnun á 25 manna fermingartertu var birt verð frá Bernhöftsbakaríi sem ekki var raunhæft, þar bjóðast 20 eða 30 manna tertur á 10.500 kr. og 12.500 kr. Þá var verð fyrir akstur ekki rétt. Ekki er tekin afstaða til gæða eða útlits. Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 27% munur á kransaköku Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Kransakaka 50 manna Bakarí Verð Verðmunur Akstur Bernhöftsbakarí 18.500 500 (frítt í 101) Bakrameistarinn 18.960 2,5 % 1.500 Fjarðarbakarí 20.000 8,1 % Innifalinn Björnsbakarí 20.450 10,5 % Innifalinn Sandholt 22.000 18,9 % Sendir ekki Mosfellsbakarí 22.200 20,0 % 2.800 Jói Fel 23.500 27,0 % 1.000-1.500

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.