24 stundir - 11.03.2008, Side 10

24 stundir - 11.03.2008, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir Samkomulag hefur náðst um að Auðhumla muni héðan í frá ann- ast söfnun mjólkur frá mjólk- urframleiðendum Mjólku, auk sinna eigin framleiðenda. Er von- ast til að þessi ákvörðun muni leiða til betri nýtingar flutnings- tækja og lægri rekstrarkostnaðar. Þetta muni ekki breyta því að fé- lögin verði áfram í samkeppni á vörumarkaði, segir í tilkynningu . Samstarf mjólkursamlaga Safnað saman Ábyrgðartrygging verður innifal- in í leyfisgjaldi fyrir hunda í Blá- skógabyggð samkvæmt nýrri gjaldskrá sem byggðarráð hefur samþykkt. „Þetta er hugsað til þess að auð- velda og létta þennan feril við skráningu,“ segir Valtýr Valtýsson sveitarstjóri. Ábyrgðartryggingin fer að sögn Valtýs inn í tryggingapakka sveit- arfélagsins. „Ég held að þetta sé frekar til einföldunar heldur en að óska eftir því að menn komi með tryggingaskírteini fyrir hundana.“ aij Bláskógabyggð Hundar tryggðir Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Benedikt Sigurðarson, sem setið hefur í stjórn KEA frá árinu 2001, gaf á ekki kost á sér til áframhald- andi stjórnarsetu á síðasta aðal- fundi. Þykir honum stjórn félags- ins vera að villast af leið og er meðal annars ósáttur við minnkað vægi samfélagslegra verkefna fé- lagsins. Formaður stjórnar segir það af og frá. Hvar er stemningin? Benedikt þykir stemningin ekki liggja með KEA og verkefnum þess. „Það að 40 fulltrúar til aðalfundar láta sig vanta bendir til þess að eitt- hvað sé að í samskiptum stjórnar og þessara fulltrúa,“ segir hann. „Ég held að lífið og krafturinn í samvinnufélagi byggist á því að menn séu viljugir til þátttöku og finni að þeir geti látið til sín taka.“ Samfélagsleg verkefni „Það sem ég óttast fyrst og fremst er að félagið missi tækifæri til að vera það samfélagsafl sem endurnýjun þess árin 1998 til 2002 stefndi að,“ segir Benedikt. „Á sama tíma og fyrirtæki í einkaeigu eru að leggja peninga til samfélags- verkefna er mun meiri ástæða til að félag sem er í svona dreifðri og jafnri eign standi í stykkinu.“ Hannes Karlsson, formaður stjórnar KEA, segist ekki ætla að fara sérstaklega yfir ummæli Bene- dikts, en telur að samfélagsleg verkefni séu jafnhátt skrifuð hjá fé- laginu og áður. „Auðvitað getur þetta verið misjafnt á milli ára, það er bara háð verkefnum. Það er ekk- ert markvisst unnið að því að draga úr þeim,“ segir Hannes. KEA að villast  Áherslur í rekstri valda fráfarandi stjórnarmanni vonbrigðum ➤ Félagsmönnum hefur fjölgaðum 7.000 á síðustu 3 árum og eru í dag tæplega 15.000. ➤ Hagnaður félagsins nam 913milljónum á síðasta ári. ➤ Á síðasta aðalfundi veittistjórnin styrki upp á 25 millj- ónir til 4 verkefna. REKSTUR KEA Benedikt Sigurðarson Kveður stjórn KEA. Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki þessa vik- una, þar sem sjónum er beint að málefnum fólks sem á í greiðsluerf- iðleikum. Átakið var undirbúið í samstarfi við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og Fjármála- þjónustuna. Rúmlega 600 manns leituðu aðstoðar Ráðgjafarstofunn- ar í fyrra. Hafa sjálfboðaliðar sem svara í 1717 fengið þjálfun í því að veita þeim sem hringja inn ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða. Hjálparsíminn vonast til að átakið muni hvetja til umræðu í þjóðfélaginu um fjármálavanda heimilanna, jafnframt því að benda á leiðir til úrlausnar. Segir í tilkynningu Hjálparsím- ans að tímasetning átaksins miðist við það að fyrstu mánuðir ársins reynist fólki sem á í fjármálavanda oft erfiðir. Hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 er hægt að létta á hjarta sínu endurgjaldslaust og í al- gerum trúnaði. Hjálparsími Rauða krossins 1717 Réttir hjálparhönd í greiðsluerfiðleikum Faxafeni 12 - Sími 533 0095 I Afgreiðslutími virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-14 gluggatjöld Alhliða þjónusta - Mælum og gefum ráð. - Framleiðum eftir máli. - Setjum tjöldin upp.  Jeppadekk ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Heilsársdekk 31" kr. 13.900 (31x10.50R15) 33" kr. 15.900 (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" og 17". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 8 016 5 Nánar á jeppadekk.is Auglýsingasíminn er 510 3744

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.