24 stundir - 11.03.2008, Side 15

24 stundir - 11.03.2008, Side 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 15 Framtíðarlandið hélt málþingá Höfn í Hornarfirði álaugardag. Félagið leigði flug- vél til þess að fljúga með ráðstefnugesti frá Reykjavík til Hafnar. Árni John- sen hafði samband við Framtíðarlandið og spurði hvort það væri laust sæti í vélinni og hvort hann mætti koma með ef svo væri. Hann fékk það svar að það væri sjálfsagt. Seint á föstudag hafði hann aftur samband við Framtíðarlandið. Þá sagðist hann vera í Vestmannaeyjum og spurði, í fullri alvöru, hvort flugvélin gæti ekki komið við í Vestmannaeyjum á leiðinni til Hafnar og tekið hann upp í. Það var ekki hægt að verða við þeirri ósk hans. Stefán Bogi Sveinsson, vara-formaður Sambands ungraframsóknarmanna, veltir því fyrir sér á bloggi sínu hvort Björn Bjarnason sé að koma sér upp einkaher miðaldra, nauðasköllóttra og illilegra karlmanna með gleraugu og birtir því til sönn- unar myndir af nýjum aðstoð- armanni ráðherra, Þóri Hrafns- syni, Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, og Karli Steinari Valssyni, yfirmanni fíkniefnadeildar. „Það er þekkt í sögunni að valdamiklir menn hafa komið sér upp lífvörðum með einhverja sérstaka eig- inleika,“ segir Stefán og bætir við eftir að hafa rifjað upp nokkur dæmi: „Mætti ég þá frekar biðja um fagrar konur, nú eða dverga.“ Sjálfstæðismaðurinn PéturÓskarsson hefur setið ístjórn samtakanna Sól í Straumi og barðist gegn stækkun álversins í Straums- vík. Pétur var þar á skjön við sjálfstæð- ismenn í bæj- arstjórn Hafn- arfjarðar sem studdu stækkunina. Nú hefur Pétur boðað að hann ætli að gefa kost á sér til næstu sveitarstjórnarkosninga í Hafn- arfirði og það fyrir sinn flokk. Ekki er víst að bæjarfulltrúar flokksins verði hrifnir af því en það er spurning hvort Pétur getur breytt viðhorfi sitjandi bæjarfull- trúa til umhverfismála. Þótt íbúa- kosning hafi komið í veg fyrir stækkun álversins verður þetta mál án efa heitt kosningamál í næstu kosningum. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Vaxandi kröfur um áframhald- andi uppbyggingu innviða og aukna þjónustu hins opinbera hafa verið áberandi samfara þró- un samfélagsins og aukinni vel- megun á undanförnum árum. Á sama tíma hafa umsvif hins op- inbera aukist í tengslum við al- þjóðastarf og þjóðréttarlegar skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur í því samhengi. Sjá má merki þessarar þróunar í lög- um og einnig í lagafrumvörpum sem eru til umfjöllunar í nefnd- um Alþingis. Þingmenn eru ým- ist að samþykkja lög eða ræða um frumvörp sem fela í sér að koma á fót stofnunum, breyta stofnunum eða efla stofnanir, svo ekki sé minnst á allar þær sér- nefndir og ráð sem fylgja. Hið opinbera Í þessu sambandi er forvitni- legt að skoða fjölgun stofnana og þróunina í starfsmannafjölda ríkis og sveitarfélaga á undan- förnum árum. Upplýsingar um fjölda stofnana voru ekki tiltækar né heldur nákvæmar tölur um fjölda opinberra starfa. Hagstof- an flokkar störf í 18 mismunandi atvinnugreinar og starfsmenn þar bentu mér á að nálgast mætti vísbendingu um fjölda opinberra starfa með því að leggja saman fjölda starfa í þremur atvinnu- greinum, þ.e. í opinberri stjórn- sýslu, fræðslustarfsemi og heil- brigðis- og félagsþjónustu, enda væru þar flestir starfsmenn starf- andi fyrir ríki og sveitarfélög. Til þess að setja fjölda starfa í þess- um atvinnugreinum í víðara samhengi bar ég þróunina saman við heildarfjölgun starfa á vinnu- markaði á síðustu 10 árum. Heildarvinnuaflið hér á landi hefur aukist um 25 prósent sl. áratug. Árið 1997 taldi vinnu- markaðurinn 142 þúsund störf, en þeim hafði fjölgað í ríflega 177 þúsund árið 2007. Á sama tíma hefur fólki í ofangreindum þremur „opinberu“ atvinnu- greinum fjölgað um 35 prósent, frá tæplega 36 þúsund manns ár- ið 1997 í ríflega 48 þúsund árið 2007. Ég ítreka að þessar upplýs- ingar eru settar fram með fyr- irvara, þar sem mér tókst ekki að fá góða greiningu á fjölgun starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Ef einhver lesandi getur vísað mér á betri gögn, er slík ábending vel þegin. Greiningin Í grófum dráttum virðist störf- um hjá ríki og sveitarfélögum hafa fjölgað hlutfallslega meira en störfum á almennum vinnu- markaði sl. áratug. Varlega ber þó að álykta út frá þessum samanburði, því það gef- ur augaleið að ekki eru allir starfsmenn sem flokkast í ofan- greindar þrjár atvinnugreinar í vinnu hjá ríki og sveitarfélögum. Einnig verður að gera þann fyr- irvara að mögulega sé að finna opinbera starfsmenn í öðrum at- vinnugreinum en þeim þremur flokkum sem hér er stuðst við. Þannig er spurningunni um fjölgun opinberra stofnana og starfa ríkis og sveitarfélaga engan veginn svarað, heldur vakna ýmsar spurningar í kjölfarið. Í fyrsta lagi má spyrja hvort ekki sé skynsamlegt að halda til haga upplýsingum um fjölda stofnana og starfsmanna hjá hinu opin- bera þannig að unnt sé að fylgj- ast með þróuninni. Í öðru lagi má velta fyrir sér hvernig best væri að standa að því að fækka stofnunum, auka skilvirkni þeirra eða sameina þær þegar við á, m.a. til að ná fram aukinni stærðar- og kostnaðarhagkvæmni og einnig til að bregðast við þeg- ar stofnanir og störf úreldast. Það er vandasamt verk að uppfylla þarfir og væntingar um aukna samfélagsþjónustu, upp- byggingu innviða og innleiðingu tilskipana á sama tíma og reynt er að halda aftur af fjölgun stofnana og starfa hins opinbera. Þetta er engu að síður verkefni sem þarf að sinna því nauðsyn- legt er að draga úr vexti hins op- inbera. Ég minni þó á, að árang- ur í ofangreindum þáttum er ekki beintengdur fjölgun stofn- ana eða aukningu starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Höfundur er alþingismaður Stofnun stofnana VIÐHORF aGuðfinna S. Bjarnadóttir Í grófum dráttum virð- ist störfum hjá ríki og sveitarfélög- um hafa fjölgað hlut- fallslega meira en störf- um á almennum vinnu- markaði sl. áratug. Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 HÚ SG AG NA - L AG ER SA LA HÚSGAGNALAGERSALA Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 70% afsláttur LEÐUR SÓFASETT TAU SÓFASETT LEÐUR HORNSÓFAR TAU HORNSÓFAR TUNGUSÓFAR TUNGUHORNSÓFAR STAKIR SÓFAR BORÐSTOFUSTÓLAR BORÐSTOFUHÚSGÖGN ELDHÚSBORÐ RÚMGAFLAR JÁRN RÚM 120-150-180X200                       Allt að Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Vönduð blanda fiski- og kvöldvorrósarolíu sem eflir og styrkir: • Hugsun • Einbeitingu • Sjón • Hormónajafnvægi Einstakt gegn lesblindu og ofvirkni. Hentar fólki á öllum aldri. Fæst í fljótandi formi og hylkjum í lyfja- og heilsuverslunum. Efalex er einstök samsetning úr hreinni kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum. Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem eykur færni okkar til þess að læra. Þið fáið líka buxur á ykkur á gallabuxnadögum 6. - 13. mars Tilboð sem ekki er hægt að sleppa 3 verð í gangi 3000 kr 4900 kr 7740 kr af öllum LEE & Wrangler Gallabuxum www.respekt.is Respekt • Firði, 2. hæð • sími 533 3931 Gallabuxnadagar Strákar! Draupningsgata 7,m 603 Akureyri S: 462 - 6600 polyak@simnet.is

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.