24 stundir


24 stundir - 11.03.2008, Qupperneq 16

24 stundir - 11.03.2008, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Við vorum að svekkja okkur á því síðasta vor að þurfa að borga hátt í 7000 krónur fyrir húfurnar,“ segir Sigþór Steinn Ólafsson en hann hefur ásamt Steinari Atla Skarp- héðinssyni og Þorgils Helgasyni staðið í innflutningi á stúdentshúf- um frá Kína. Tveir þeirra eru ný- stúdentar en einn stefnir á útskrift í vor. Búast þeir við að geta lækkað verð um 30-40%. Sigþór segir markmið þeirra að skapa samkeppni og bæta með því kjör nemenda en verslunin P. Ey- feld hefur setið ein að stúdents- húfusölu undanfarna áratugi. Sambærileg vara Sigþór segir félagana búna að setja sig í samband við skólana, þeir bjóða hins vegar ekki upp á mælingu heldur verða þeir með 4 staðlaðar stærðir. Húfurnar sem fé- lagarnir bjóða upp á segir Sigþór alveg eins og klassískar íslenskar stúdentshúfur. Þeir eru búnir að láta steypa fyrir sig bæði stjörnur og der. „Ef eitthvað er er hún bara í meiri gæðum, þetta er alveg sam- bærileg vara,“ segir hann. Steinþór segir fjármögnun verk- efnisins hafa gengið vel en þeir hafa stofnað fyrirtækið SÞ stúdentshúf- ur utan um verkefnið. Um 2500 stúdentar eru útskrif- aðir á ári en Sigþór segir þá ekki hafa neitt mark heldur bara að skapa samkeppni. „Við viljum vera þátttakendur í lífinu, ekki bara horfa á.“ Samkeppni er alltaf samkeppni „Þetta er náttúrulega sam- keppni. Samkeppni er alltaf sam- keppni,“ segir Pétur hjá P Eyfeld en hann hafði ekki heyrt af sam- keppninni þegar 24 stundir höfðu samband við hann í gær. „Þetta hefur nú svosem verið reynt áður en það hefur yfirleitt verið dýrara en hjá okkur,“ segir hann en P Eyfeld saumar húfurnar hérlendis. Pétur segist búinn að fara í flesta skóla og taka niður pantanir. „Það undrar mig mest ef þeir eru ekki farnir af stað að láta sauma. Það er útskrift í maí og ég hefði haldið að þeir þyrftu miklu meiri fyrirvara,“ segir hann. VANTAR EITTHVAÐ UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á vidskipti@24stundir.is Slegist um stúdentshúfur  Tveir nýstúdentar og einn dimittant flytja inn stúdentshúfur Boða samkeppni Sigþór Steinn, Steinar Atli og Þorgils búast við 30- 40% lækkun á stúdentshúfum. ➤ Árið 2006 voru útskrifaðir2.452 stúdentar hérlendis. ➤ Hafi þeir allir keypt húfur á6500 krónur hefur andvirði þeirra numið tæpum 16 millj- ónum. STÚDENTSHÚFUR MARKAÐURINN Í GÆR             !"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                      : -   0 -< = $ ' >3?345@A> ?34@4BBC B@A3B>AB C?C4@C5@ >BCB4??3? >C54>@DA C5ADCB5D C?@>D3>43 C@B5?@333 CB4B4BDB >>C3?A4CA >B@5ADC>> C4A44DD 3453BD3 , >>>C55 35DA4D ADC5DD C@>4D44D 3?CDDD 5AA?@D4 3DCDDDD , , , CD34C5DDD , , BE@5 ADEDD >>E4B @E>C >4E@5 C?E?5 CAEAD BC4EDD CBE3D ??E?D AE@> >DE@B AE@? ?@E?D >EA5 4E45 >B5EDD >AC5EDD 3@3EDD DE@A >A4EDD CE@4 , 3BEDD , A5>5EDD BEC5 , ?EDA ADEAD >>EBA @E>B >BEDD C@E>D CAEBD BC?EDD CBEAD ?@ECD AE@A >>ED5 AE@@ @DE4D >EAB 4EBD >BBE5D >AADEDD ADBEDD DE@5 >5>EDD 3EDD CCE55 , ?E5D A5BDEDD @E?D 4EDD /   - >? >? C5 >5 53 >4 @ 5D AB >C 3D AB 5 B , > > > CD 3 C? 3 , , , >5 , , F#   -#- >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? 43CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >D3CDD? >?CCDD? 4>CCDDB CC?CDDB >D3CDD? C5>CDD? B3CDD? ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 300 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum Eimskipafélagsins, eða 0,69%. Bréf Færeyjabanka hækkuðu um 0,67% og bréf Atorku um 0,50%. ● Mesta lækkunin var á bréfum SPRON, eða 4,66%. Bréf Bakka- varar lækkuðu um 2,91% og bréf Exista um 2,59%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,29% í gær og stóð í 4.833 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 1,48% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan lækkaði um 1,68% í gær. Breska FTSE-vísitalan lækk- aði um 0,8% og þýska DAX- vísitalan um 0,9%. Skandinavíska flugfélagið SAS hefur gert upp reikningana við kanadíska flugvélaframleiðand- ann Bombardier og dekkjafram- leiðandann Goodrich vegna bilana í hjólabúnaði Dash-flugvéla fé- lagsins síðastliðið haust. SAS fær ríflega ellefu milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Aö sögn sænska blaðsins Dagens Nyheter hefur SAS jafnframt lagt inn pöntun á 27 nýjum flugvélum með möguleika á að kaupa 24 til við- bótar á góðum kjörum. Nýju vélarnar verða tvenns konar, þotur af gerðinni CRJ 900 Next Gen og svokallaðar skrúfuþotur af gerðinni Q400 Next Gen. Nýju vélarnar munu koma í stað flota eldri gerðar Q400-véla SAS sem teknar voru úr umferð síðastliðið haust. mbl.is SAS fær háar skaðabætur Útboð á 30% hlutafjár Skipta, móðurfélags Símans, hófst í gær og stendur yfir til 13. mars. Fyr- irhugað er að hefja viðskipti með bréf félagsins í Kauphöllinni 19. mars. Skipti verða við skráningu fjórða stærsta rekstrarfélagið í Kauphöllinni en markaðsvirði Skipta, miðað við útboðsgengið sem er á bilinu 6,64 -8,10 kr. á hlut, er á bilinu 49-60 milljarðar. Við einkavæðingu Símans var samið um að almenningi stæði til boða að kaupa 30% í félaginu í al- mennu útboði við skráningu á markað. Útboðið fer fram með svokallaðri áskriftarsöfnun en lágmarks markaðsvirði sem al- menningur getur skráð sig fyrir er 100 þúsund kr. og fagfjárfestar geta að lágmarki skráð sig fyrir 25 milljónum króna. mbl.is Almenningur fær að kaupa Stjórn Flögu Group hefur ákveð- ið að færa virðisrýrnun á við- skiptavild sem mun hafa verulega neikvæð áhrif á útkomu síðasta árs. Áætlað er að færa virðis- rýrnun sem nemur um 784 millj- ónum króna, í tengslum við kaup Flögu á MedCare Systems U.S. ár- ið 2002. Flaga birtir ársuppgjör fyrir árið 2007 þann 27. mars nk. mbl.is Afkomuviðvörun hjá Flögu Group FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Við vorum að svekkja okkur á því síðasta vor að þurfa að borga hátt í 7000 krónur fyrir húfurnar. Bílaverkstæði Smurstöð Verslun Bílaáttan Allt á einum stað! Olíuverð fór í methæðir í gær, 107 dollara tunnan, og voru meg- inástæðurnar áhyggjur af veikum dollara og birgðasamdráttur. Til- kynnt var að Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, ætlaði í næstu viku að biðja Sádi-Araba að beita sér fyrir að OPEC auki framleiðslu til að slá á svimandi verð. mbl.is Olíutunnan í 107 dollara

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.