24 stundir


24 stundir - 11.03.2008, Qupperneq 26

24 stundir - 11.03.2008, Qupperneq 26
Bærinn Sisimiut Fimbulkuldi og frosnir firðir gera verk við virkjun í grennd við bæinn allt annað en auðvelda. Ístak er aðalverktaki við bygg- ingu virkjunar og lagningu há- spennulínu til bæjarins Sisimiut á Vestur-Grænlandi. Eftir bygg- inguna mun Ístak koma að rekstri hennar í fimm ár eftir gangsetn- ingu. Flutningar til virkjunarfram- kvæmda Ístaks við Sisimiut hafa verið erfiðir í janúar og febrúar vegna óvenjumikils kulda og mikils rekíss við vesturströnd Grænlands. Um jól og áramót kólnaði verulega með aukinni ísmyndun á firðinum svo að ekki reyndist unnt að sigla. Á heimasíðu Ístaks kemur fram að flutningar á mannskap og smá- vörum hafi því farið fram með vél- sleðum og snjóbíl eftir snjóvegum og ísilögðum firði og ísilögðum vötnum um 65 km leið. Við jarð- gangagerð og rekstur vinnustaðar þarf um 3-4 tonn af dísilolíu hvern dag til að knýja vélar og framleiða rafmagn og hita. Ekki þótti fýsilegt að flytja olíu land- og ísaleiðina vegna vondrar færðar og kostn- aðar. Það var því lán í óláni að tog- arinn Polar Nataarnaq komst ekki til sinna veiða vegna rekíss og skip- stjórinn bauðst til að brjóta ísinn á öðrum firði til að koma olíu á vinnustaðinn fyrir fasta upphæð. Það tók togarann, sem er 700 brúttólestir að stærð, nærri 6 sólar- hringa að brjótast í gegnum ísinn á firðinum sem er um 22 km að lengd. Fjörðurinn er með þreng- ingum sem erfitt var að komast í gegnum og því þurftu vaskir starfs- menn Ístaks að hjálpa til með því að sprengja vakir með dýnamíti og létta þannig leiðina fyrir togarann. Með dugnaði og seiglu áhafnar togarans, starfsmanna Ístaks og síðast en ekki síst þrjósku skip- stjórans tókst ætlunarverkið „að brjótast inn“. dista@24stundir.is Virkjun við Sisimiut á Grænlandi Erfiðar aðstæður 26 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir Ökumannshús dráttarvéla þurfa að vera vel búin þannig að þau auki öryggi ökumanns og dragi úr óþarfa slysahættu og álagi. Slæm aðstaða ökumanns getur valdið ýmiss konar lík- amlegum óþægindum og sé lítil einangrun getur mikill og stöð- ugur hávaði valdið heyrn- arskemmdum. Ástand kannað fyrir kaup Þegar verið er að kaupa drátt- arvél ætti að huga vel að smáat- riðum er varða aðstöðu í öku- mannshúsi. Ennfremur skal fara vel yfir ástand húsanna á eldri vélum en með litlum tilkostnaði má gera ýmsar úrbætur sé þess þörf. Á vefsíðu Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins er að finna gátlista sem vert er að kynna sér áður en gengið er til kaupa á dráttarvélum. Fyrst ber að huga að aðgengi inn í og úr drátt- arvélum. Ökumenn vélanna þurfa að komast á auðveldan og þægilegan hátt að og frá vélinni og þarf að gæta þess að ekkert hamli för þeirra. Tröppur upp í ökumannshús skulu vera breiðar og mega ekki vera hálar jafnvel þótt stigið sé í þær í mjög skít- ugum skóm. Þrepin þurfa að þola bleytu og hurð ökumanns- hússins skal vera breið og há með góðu aðgengi að handfangi. Hurðin skal einnig opnast vel og kvikna skal á inniljósi þegar dyrnar eru opnaðar. Ökumanns- húsið skal vera rúmgott og auð- velt á að vera að halda því hreinu. Húsið skal vera laust við lagnabúnað sem getur valdið ol- íuleka og sætin eiga að vera still- anleg. Fjöðrun og dempun sætis skal vera til staðar og stýrishjól ætti að vera hægt að stilla eftir þörfum ökumanns. Útsýni úr ökumannshúsi skal vera gott til allra átta, en hindri eitthvað yf- irsýn ökumannsins getur mikil slysahætta skapast. hilda@24stundir.is Hugað að smáatriðum við kaup á dráttarvél Gátlisti eykur öryggi Öryggi Ökumannshús þurfa að tryggja öryggi ökumannsins. Áhættuþættir tengdir því að vinna með loftpressu eða glussavél geta tengst þyngd þeirra véla og þeim titringi sem þær valda á lík- ama starfsmannsins. Loftpressur geta vegið um 25-50 kg. Þegar lyfta þarf þyngd yfir 25 kg er aukin hætta á heilsutjóni. Að lyfta 25 kg einu sinni veldur ekki endilega heilsutjóni, en ef þörf er á endurtekningum gæti það orðið og telst óviðunandi. Um það hvort það er hættulegra konum en körlum að vinna á loft- pressu eða glussafleyg má segja að almennt eru konur minni og veik- byggðari en karlar og því líklegri til að verða fyrir álagseinkennum vegna erfiðisvinnu. Undantekn- ingar eru að sjálfsögðu frá þessu og sumar konur geta haft styrk og burði á við karlmenn. Því er þetta alltaf háð líkamsburði einstaklinga en ekki kyni. Varðandi þungaðar konur gilda reglur nr. 931/2000 um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar. Í þeim er tekið fram að titringur sé áhættu- þáttur á ákveðnum tíma með- göngu og því þurfi að taka tillit til þess við gerð áhættumats í sam- ræmi við reglugerðina. dista@24stundir.is Er óhollt fyrir konur að vinna á loftpressu? Styrkurinn skiptir máli Kynið skiptir ekki máli Mýtan um að konur megi ekki vinna á loftpressu er vitleysa. Þungaðar konur ættu þó ekki að vinna á loftpressu. P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Bíldshöfði 14 - Sími 553 1244 – ljosboginnehf@simnet.is Mikið úrval af: störturum og alternatorum fyrir flestar gerðir fólksbíla, vörubíla og vinnuvéla. Einnig varahlutaþjónusta Gazelle 4x4 með krana og sturtupalli Gazelle 4x4 Sendibifreið 7 manna Sunward beltagröfur Ikura Rafmagns handlokkar og segulborvélar Soosan Fleygar í öllum stærðum sennilega þeir bestu í dag Gazelle 4x2 með sturtupalli Skútahrauni 11 220 Hafnarfjörður S. 565 2727 www.hraunbt.is Gazelle 4x4 með krana og sturtupalli. Verð 3.680 þ. + vsk. Gazelle 4x4 sendibifreið 7 manna. Verð 2.817.500 + vsk. Gazelle 4x2 með sturtupalli Verð 2.780 þ. + vsk. Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.