24 stundir - 11.03.2008, Síða 27

24 stundir - 11.03.2008, Síða 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 27 Hjá Vinnueftirlitinu verður haldið námskeið í meðhöndlun sprengiefnis í lok marsmánaðar. Gylfi Már Guðjónsson hjá Vinnu- eftirlitinu segir þörf á því að halda slík námskeið að minnsta kosti árlega. „Þekking á meðhöndlun efnanna skiptir miklu máli hvað varðar öryggi,“ segir hann. Gylfi segir lítið hafa verið um slys ný- verið þótt einhver hafi þau verið. „Síðasta slys sem ég vissi af var, að ég held, við Kárahnjúka. Námskeiðið stendur yfir í fimm daga og samanstendur af fyr- irlestrum, kennslu í útreikningi og fræðslu um eiginleika og með- höndlun ýmissa sprengiefna. Þá eru tekin bæði bókleg og verkleg próf hjá prófdómara. Verklega prófið fer fram í raungerðum kringumstæðum á vinnusvæði þar sem er verið að sprengja. Að bóklega hlutanum koma nokkrir og deila með þátttakendum reynslu sinni og þekkingu.“ Gylfi nefnir Gunnar Birgisson sem er verkfræðimenntaður með áherslu á meðferð sprengiefna og Árna Baldursson, sprengistjóra hjá Ís- taki. Sprengiefnin á Hólmsheiði Sprengiefni í framkvæmdir á vegum borgarinnar eru enn geymd á Hólmsheiði við Norð- lingaholt. Byggðin er að færast nær sprengjuefnageymslunum. Um 4 ár eru síðan ábendingar komu fram um að færa þyrfti sprengiefnageymslurnar vegna nálægðar við fyrirhugaða byggð á Norðlingaholti. dista@24stundir.is Námskeið um meðhöndlun sprengiefna Sprengjusérfræðingar kenna Sjö tonn af sprengiefni Bergstálið í gljúfrinu við Kárahnjúka sprengt. Sprengiefni í grennd við byggð Hólmsheiði við Norðlingaholt. Fyrirtækið JCB hefur hannað hraðskreiðustu gröfu í heimi fyrir bandaríska herinn en vélarnar verða sendar til herliða í Afgang- istan og Íran. Grafan sem er afar öflug og hreyfanleg er kölluð Batman-bíll vinnuvélanna en hún á að auð- velda Bandaríkjaher störfin á af- skekktum svæðum í löndunum tveimur. Grafan á einnig að auka öryggi þeirra sem á þeim starfa og gera ökumönnum kleift að koma sér í burtu mun hraðar en áður, brjótist átök út og verði þess þörf. Vélin er auk þess búin öðrum kost- um sem eiga að nýtast vel í hern- aðarlegum tilgangi. Hraðskreiðasta grafa í heimi Hönnuð fyrir Bandaríkjaher Nýr leikmaður í þungavigtardeild ...með mikla reynslu Flugumýri 28 · 270 Mosfellsbæ Sími 544 2090 · Fax 544 2091 www.global-taeki.com SUPER-EXCEED samanstendur af breiðri línu beltavéla frá 7 tonnum upp í 46 tonn. SUPER-EXCEED vélarnar eru: - sérlega hagkvæmar í rekstri - hraðvirkar og öflugar - sterkbyggðar - með háþróað vökvakerfi - með vinnuvænt stjórnhús - þægilegar í öllu aðgengi Umboðsaðili fyrir KATO á Íslandi: Japanskar vinnuvélar Stofnað 1895

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.