24 stundir - 11.03.2008, Blaðsíða 33
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 33
* Verð í auglýsingunni er án virðisaukaskatts. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Aukabúnaður á mynd af Transit er samlitur á stuðara og grilli og þokuljós í framstuðara. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.
„Standard“ heitur alla morgna
Nýtt útlit. Nýtt innlit. Ný vél. Nýtt
stöðugleikastýrikerfi. Komdu.
Skoðaðu nýjan Ford Transit.
Kannaðu aðstæður. Vinnuaðstöðunni hefur verið breytt til hins betra í nýjum Transit.Reyndu nýju vélina í Transit:
2,2 l dísil Duratorq TDCi.
G
C
I
G
R
O
U
P
píáääíì=âäìââìå~=~ð=âî∏äÇá=çÖ=þ∫=Äóêà~ê=Ç~Öáåå=ÜÉáíìê=~ð=ãçêÖåáK
q∞ã~ëíáää~åäÉÖ=çä∞ìãáðëí∏ð=Éê ëí~ð~äÄ∫å~ðìê=∞=qê~åëáí ëÉåÇáÄ∞äìã
Ñê•=cçêÇ=J=ë¨êëí~âäÉÖ~=Ñóêáê=∞ëäÉåëâ~ê=~ðëí‹ðìêK=hçãÇì=∞=_êáãÄçêÖK
hóååíì=þ¨ê=åýíí ëí∏ðìÖäÉáâ~ëíýêáâÉêÑá=cçêÇ=qê~åëáí ëÉã=Éê ëí~ð~äÄ∫å~ðìêK
Vertu í hópi þeirra bestu. Komdu í
Brimborg. Veldu Ford Transit í dag.
sÉêð=Ñê•=OKPNPKOQR=âêK=•å=îëâGK
hóååíì=þ¨ê ë¨êí‹â~=þàμåìëíì=^íîáååìÄ∞ä~=cçêÇ=Üà•=_êáãÄçêÖ
hóååíì=þ¨ê ë¨êí‹â~=þàμåìëíì
^íîáååìÄ∞ä~=cçêÇ=Üà•=_êáãÄçêÖ
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.ford.is
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Sérstök þjóðháttakynning verður
haldin í Saltfisksetrinu í Grinda-
vík milli klukkan 20 og 22 í
kvöld undir yfirskriftinni Lífið er
saltfiskur. Gestir verða þar
fræddir um verkun þorsks, fá
sýnikennslu í kútmagaverkun og
fleira. Meðal fyrirlesara verður
Sigrún Jónsdóttir Franklín sem
ætlar að segja þjóðsögur tengdar
þorskinum og öðrum fiskteg-
undum. „Það hafa verið til alls
konar kreddur í sambandi við
fisk hér á landi. Lengi vel voru til
dæmis fáir hrifnir af því að
borða skelfisk þar sem ekki þótti
til siðs að leggja sér beitu til
munns. Þorskurinn var náttúr-
lega alltaf talinn konungur
fiskanna og hann var svo verð-
mætur að Íslendingar létu sér
nægja að selja hann fyrst og
fremst til útlanda og borða sjálfir
ýsu í staðinn, enda jafnaðist
þorsk-át á við það að borða pen-
inga,“ segir Sigrún. „Svo kemur
maður frá fiskverkunarfyrirtæk-
inu Þorbirni HF sem ætlar að
fjalla um fiskverkun í fortíð og
nútíð og starfsmaður Saltfiskset-
ursins ætlar að halda sýnikennslu
í kútmagaverkun.“
Reynslusögur velkomnar
Sigrún segir að markmiðið sé
að höfða jafnt til vanasta fisk-
verkafólks sem fólks sem aldrei
hefur komið nálægt slíkum störf-
um. „Hér í Grindavík er nátt-
úrlega slatti af vönu fiskverka-
fólki og ef einhverjir vilja skjóta
að reynslusögum eða öðru slíku
þá er það alveg frjálst,“ segir hún
að lokum.
Þjóðháttakvöld í Saltfisksetrinu í kvöld
Fiskverkun þá og nú
Gestir í Saltfisksetrinu í
Grindavík verða fræddir
um fiskverkun fyrr og nú,
læra kútmagaverkun og
fá að heyra þjóðsögur um
fisk á þjóðháttakynningu
milli klukkan 20 og 22 í
kvöld.
Fisksverkun Frá Salt-
fisksetrinu.
➤ Er til húsa að Hafnargötu 6 íGrindavík.
➤ Fyrir utan grunnsýninguna erþar listasalur þar sem reglu-
lega eru haldnar ljósmynda-
og myndlistarsýningar.
SALTFISKSETRIÐ
Sinfóníuhljómsveit unga fólks-
ins spilar á tónleikum í Langholts-
kirkju í kvöld klukkan 20. Á tón-
leikunum verður leikin sinfónía
númer 4 eftir Brahms, Sinfóníetta
eftir Þórð Magnússon og tvö ung-
versk verk fyrir klarínettu og
hljómsveit eftir Leo Weiner og
Miály Hajdu. Freyja Gunnlaugs-
dóttir klarínettuleikari leggur
hljómsveitinni lið á tónleikunum,
en hún hefur leikið með mörgum
helstu hljómsveitum Evrópu, bæði
sem hljómsveitarmeðlimur og sem
einleikari.
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
Freyja spilar með
Fjöruverðlaunin, bókmennta-
verðlaun kvenna, voru afhent við
hátíðlega athöfn í Iðnó síðastliðinn
sunnudag. Þetta var í annað skipti
sem verðlaunin voru afhent og að
þessu sinni ákvað dómnefnd að
veita verðlaun fyrir sex verk. Þau
eru: Afleggjarinn eftir Auði A.
Ólafsdóttur, Heilræði lásasmiðsins
eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Blys-
farir eftir Sigurbjörgu Þrastardótt-
ur, Draugaslóð eftir Kristínu Helgu
Gunnarsdóttur, Frigg og Freyja eft-
ir Ingunni Ásdísardóttur og Karítas
án titils eftir Kristínu Marju Bald-
ursdóttur.
Fjöruverðlaunin afhent í annað sinn
Sex verk verðlaunuð
MENNING
menning@24stundir.is a
Lengi vel voru til dæmis fáir hrifnir af
því að borða skelfisk þar sem ekki
þótti til siðs að leggja sér beitu til munns.