24 stundir - 11.03.2008, Page 37

24 stundir - 11.03.2008, Page 37
Umsóknarfrestur er til 16. mars Umsóknir sendist á runar@byko.is Nánari upplýsingar veitir Rúnar í síma 515 4245 DEILDARSTJÓRI Óskum eftir drífandi einstakling sem er tilbúinn að innleiða stílhreina og spennandi hönnun á Íslandi. Viðkomandi kemur til með að gegna lykilhlutverki í uppbyggingu vörumerkisins. SÖLUMENN Óskum eftir öflugum sölumönnum sem eiga auðvelt með að selja hágæðainnréttingar. NÝTT Á ÍSLANDI Óskum eftir starfsfólki í nýjan sýningarsal fyrir lifa innréttingar sem er alþjóðlegt vörumerki í hæsta gæðaflokki. 24stundir ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 37 Vel fór á með þeim Ro-bert Pires og ThierryHenry í leik Barcelona og Villarreal um helgina en þeir léku lengi saman við góðan orðstír hjá Arsenal. Pires brosti breiðar eftir leikinn enda sigraði Vill- arreal. Var þetta í annað sinn sem Börsungar tapa á heima- velli í ár. Það fyrra var gegn Real Madrid um jólin. Mark númer 200 erkomið í hús hjá fyr-irliða Real Madrid, Raúl, eftir helgina, en hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Espanyol. Er hann þó tals- vert frá markametinu sem Telmo nokkur Zarra á en hann setti 251 bolta í net á sínum ferli áður fyrr. Ronaldinho hefur lokstjáð sig um eilífarvanga- veltur fjölmiðla varðandi framtíð hans. Er hann stóryrtur og segir að hann hafi ekki áhuga á að spila fyrir Chelsea eða AC Milan. Hann viðurkennir hins vegar að fyrirspurnir hafi borist og að því leyti séu fregnir fjölmiðla réttar. Margir furða sig stans-lítið á þeim tíma semCarlo Ancelotti fær til að kveikja neist- ann hjá stórliði AC Milan. Hefur hann enn á ný fengið stuðn- ingsyfirlýsingu frá stjórn liðsins þrátt fyrir að liðið sé úr leik í Meistaradeild- inni og ekki sé ýkja mikill glans á liðinu í ítölsku deildinni held- ur. Ítalskir miðlar telja sig vita að haft verði samband við Mar- cello Lippi eða Jose Mourinho fljótlega batni staðan ekki þar á bæ. Meistaradeildarsigur ereina leiðin fyrir Avr-am Grant að halda starfi sínu sem þjálfari Chelsea. Þetta segir Nicolas Anelka, sóknarmaður liðsins, en þeir bláklæddu hafa ekki riðið feit- um hesti frá leikjum sínum að undanförnu og hörmulegt tap gegn Barnsley í bikarkeppninni fyllti mæli margra stuðnings- manna. Það var ekki aðeins Raúlsem rúllaði inn í sögu-bækurnar um helgina. Það gerði Francisco Totti einnig hjá Roma en þar lék hann sinn 500. leik fyrir liðið. Setti hann einnig eitt mark í 2-0 sigurleik gegn Napoli. Skriður er kominn á við-ræður eigenda Liverpoolvið arabíska fjárfesta, DIC, sem gert hafa tilboð í lið- ið. Var því hafnað samdægurs en eitthvað hafa sunnanmenn- irnir hækkað boð sitt því nú sitja menn sveittir við. SKEYTIN INN

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.