24 stundir - 11.03.2008, Side 48

24 stundir - 11.03.2008, Side 48
24stundir ? Nú hafa íslenskir dómstólar staðfestað æra er meira virði en það sem erholdlegt. Ef mér er illa við einhvern eródýrara að berja hann í klessu en aðuppnefna hann á bloggsíðu, samkvæmtíslenska réttarkerfinu. Guð blessi það.Litla rassgatið er ærumeiðandi upp-nefni sem frænkur mínar notuðu óspart yfir mig í æsku – sérstaklega þegar ég var of ungur til að geta svarað fyrir mig. Orðaforði fjögurra ára barns er ekki til þess fallinn að raða saman hnyttilegum tilsvörum. Ég ætla að draga frænkur mínar fyrir dómstóla og láta þær gjalda fyrir þessi óviðeigandi ónot. Þær sjá eftir því að hafa kallað mig litla rassgatið þeg- ar þær verða dæmdar til að greiða mér milljónir í miskabætur. Og dæmin eru fleiri. Dóttir bróður míns verður þriggja ára á árinu. Í mat- arboði á dögunum hreytti hún í mig fyr- ir framan alla að ég væri kjánaprik. Um- mælin voru særandi og til þess fallin að niðurlægja mig. Ég hefði hugsanlega hunsað barnið ef það hefði ekki öskrað á mig og endurtekið ærumeiðingarnar í sí- fellu. Hún sér eftir þessu þegar hún verður 18 ára. Holskefla af ærumeiðingum hefur rið- ið yfir mig allt mitt líf og því mætti segja að fjársjóður bíði mín á bankareikn- ingum gamalla skólafélaga, vina, óvina og jafnvel kennara. Ég hef verið kallaður asni, fáviti, bjáni og fífl. Þessi meiðyrði verða virkjuð til þess að mala fyrir mig gull. En svo er spurning hvort æra mín fái að lokum uppreisn eða ekki, eftir dómkerfisbröltið. Ég var kallaður rassgat Atli Fannar Bjarkason veltir fyrir sér meiðyrðum. YFIR STRIKIÐ Veitir rétt- arkerfið upp- reisn æru? 24 LÍFIÐ Ákafur aðdáandi Britney Spears eltir hana á röndum og sendir henni klúr bréf og rafknúið kynlífsdót. Sendir Britney kynlífsleikföng »40 Sauðamessa verður haldin hátíðleg í Borgarnesi þann 30. ágúst en há- tíðin hefur legið niðri síðastliðin tvö ár. Gísli Einarsson end- urvekur Sauðamessu »46 Austfirska hljómsveitin Bloodgroup kemur fram á Hróars- keldu-tónlistarhátíðinni í Danmörku í sumar. Bloodgroup kemur fram á Hróarskeldu »46 ● Fleiri á Clap- ton „Við vorum með þetta stillt á 10.000 í upphafi út frá veitinga- uppsetningu sem við ætluðum að vera með. Við bara minnkuðum aðeins veitingarýmið,“ segir Kári Sturluson um þá ákvörðun tón- leikahaldara að bæta við 2000 mið- um á Eric Clapton-tónleikana sem fara fram í Egilshöll þann 8. ágúst. „Þá verða um 13.000 manns í hús- inu og það er temmilegt. Aldurs- dreifingin á þessum tónleikum er þannig að það borgar sig ekki að troða endalaust inn í húsið.“ ● Vonin sameinar „Myndirnar lúta báðar að ofbeldi gegn konum og mannréttinda- brotum sem kon- ur verða fyrir,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Int- ernational, um tvær erlendar heimildarmyndir sem deildin sýnir í Hinu húsinu í kvöld kl. 20. „Þær eru kannski erfiðar en það er einn- ig bent á leiðir til úrlausnar þannig að það er vonin sem tengir þær saman.“ ● Leyndarmál hvert hún fer „Af tillitssemi við móttöku- ríkið get ég ekki greint frá því ennþá hvert ég er að fara,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi ráðherra Sjálf- stæðisflokksins, sem skipuð var sendiherra í gær. Sigríður Anna fagnar því að tveir af þremur sendiherrum sem fengu skipan í gær eru konur. Vissulega er óvenjulegt að hlutföllin séu þessi í hópi sendiherra. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við www.toyota.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /T O Y 4 10 86 3 /0 8 Stórkostleg bílasýning dagana 10.-16. m ars í sýni ngarsölu m Toyota um land allt. Vertu í hópi þeirra fyrstu sem reynsluaka og þú færð páskaegg og gætir unnið ferðavinning til Evrópu fyrir tvo. Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Úrval spennandi tilboða á nýjum og glæsilegum bílum alla vikuna. ÍS L E N SS K A /S IA .I S /T O Y 4 10 86 3/ 08 Léttar vei tingar í b oði. Við hlökkum til að sjá þig.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.