24 stundir - 18.04.2008, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir
Hún veltir fyrir sér hvort kenn-
arar noti próf í of miklum mæli
sem aðferð til að halda uppi aga
og fá nemendur til að læra.
Prófin stjórntæki
„Próf eru notuð sem stjórntæki
í skólastofunni og ég er ekkert að
beina þessari gagnrýni frekar að
öðrum kennurum en mér sjálfri.
Nemendur koma óundirbúnir í
hverja kennslustundina á fætur
annarri og með prófum eru kenn-
arar kannski að reyna að fá þá til
að taka kúrsinn. En ég held að það
þurfi að endurskoða hvort ekki sé
ástæða til að taka upp fleiri teg-
undir námsmats en nú er gert.“
Sumir framhaldsskólanemenda
sem komið hafa á kvíðastjórnun-
arnámskeið hjá Valgerði Hall-
dórsdóttur, félagsráðgjafa og
kennara, hafa verið með hnút í
maganum allt skólaárið vegna
prófkvíða.
„Góður og samviskusamur
nemandi greindi til dæmis frá því
á kvíðastjórnunarnámskeiði að í
mars eitt árið hefði hann verið
búinn að taka 64 skyndipróf yfir
veturinn fyrir utan jólaprófin.
Nemandinn var með kvíðahnút í
maganum allan veturinn en nám-
skeiðið hjálpaði honum að takast
á við kvíðann að einhverju leyti,“
greinir Valgerður frá.
Valgerður tekur það fram að
nemendur finni almennt fyrir
aukinni samkeppni í samfélaginu.
Andspænis tigrísdýri
„Samkeppnin elur á kvíða og
hún hefst þegar í grunnskólanum.
Samfélagið er svo prófmiðað. En
nemendur geta lært að takast á
við það þegar þeim líður eins og
þeir standi frammi fyrir tigrísdýri
úti í skógi. Hins vegar eru það
auðvitað ekki allir nemendur sem
þjást af það miklum prófkvíða að
hann verði að vandamáli.“
Á hverju ári leita margir tugir
háskólanema sér aðstoðar vegna
prófkvíða. ingibjörg@24stundir.is
Námsmat Þörf er á fleiri teg-
undum námsmats en prófum,
að mati skólafélagsráðgjafa.
Framhaldsskólanemar með kvíðahnút í maganum allan veturinn
Á sjöunda tug skyndiprófa
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
„Ef uppi er rökstuddur grunur um
að brot hafi verið framið ber lög-
reglunni að rannsaka það jafnvel
þótt sá sem fyrir brotinu verður
leggi ekki fram kæru. Fólk hefur
ekki forræði á sakarefninu nema í
minniháttar málum,“ segir Sigríð-
ur Friðjónsdóttir saksóknari. Sak-
sóknari ræður því svo hvort ákæra
er gefin út.
Dæmi eru um að lögregla hafi
hætt rannsókn þegar fórnarlömb
meints ofbeldis falla frá kæru af
einhverjum ástæðum. Sigríður seg-
ir málum oft sjálfhætt ef sá sem
fyrir brotinu verður vill ekki tjá sig
um það en ef viðkomandi breytir
framburði sínum breytist oft
grundvöllur málsins.
Hún segist þó þekkja dæmi þess
að mál hafi farið fyrir dóm eftir að
kæra hafi verið dregin til baka en
bendir á að í hegningarlögum sé
tekið fram hvenær brotaþoli hafi
forræði á sakarefninu þannig að
ekki megi höfða opinbert mál
nema fram sé komin krafa um það
frá brotaþola.
Brotaþoli stjórnar ekki
Atli Gíslason lögmaður segir
lögregluna verða að meta það hvort
rannsókn er haldið áfram eða ekki.
„Ég er á því að brotaþolinn ráði
því ekki hvort rannsókn á alvarlegu
máli sé felld niður. Lögreglan getur
ekki gefið þá skýringu að hún sé
hætt rannsókn bara af því að
brotaþoli hefur afturkallað kæru.
Það er grundvallarregla,“ segir
hann og bætir við: „Það má líka
benda á ef við tölum um líkams-
meiðingar að líkamsmeiðingar af
gáleysi eru refsiverðar. Þannig að
meginreglan er sú að þeir eiga ekki
að hætta við. Brotaþoli stjórnar
ekki rannsókn.“
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Lögreglan Hlutverk lögreglu
er að rannsaka grun um afbrot.
Ber að
rannsaka
Lögreglunni ber að rannsaka grun um
brot jafnvel þótt brotaþoli kæri ekki
➤ 66. gr. 2. Lögregla skal hve-nær sem þess er þörf hefja
rannsókn vegna vitneskju
eða gruns um að refsivert
brot hafi verið framið hvort
sem henni hefur borist kæra
eða ekki. Ríkissaksóknari get-
ur gefið fyrirmæli í þeim efn-
um.
➤ 66. gr 4. Þegar sérstaklegastendur á er ríkissaksóknara
heimilt að mæla fyrir um
rannsókn þótt ætla megi að
refsingu verði ekki við komið.
LÖG NR. 19 FRÁ 1991
Ólafur F. Magnússon, borg-
arstjóri í Reykjavík, segist ekki
hafa þegið styrki
frá verktakafyr-
irtækjum, bygg-
ingafélögum,
verkfræðistofum
og arkitekta-
stofum.
Þetta kemur
fram í svari hans
við fyrirspurn
24 stunda til allra borgarfull-
trúa, um hvort þeir hafi þegið
styrki frá fyrirtækjum í bygg-
ingariðnaði til að fjármagna
prófkjör sín fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar árið 2006.
„Ég hef aldrei fengið styrk frá
verktökum, verkfræðistofum,
arkitektastofum eða bygginga-
félögum og er óháður öðru en
sannfæringu minni í störfum
mínum sem borgarfulltrúi.
Aldrei dagpeningar
Að gefnu tilefni vil ég einnig
taka fram að í þau 18 ár sem ég
hef verið kjörinn fulltrúi Reyk-
víkinga hef ég aldrei fengið
greidda ferða- eða dagpeninga
né heldur símreikninga,“ segir í
svari borgarstjórans. hos
Spurt um styrki
Borgarstjórinn
engum háður
Höfum leigjendur að ýmsum gerðum íbúðarhúsnæðis
á Höfuðborgarsvæðinu. Traustur og faglegur
frágangur leigusamninga.
Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl.
Fasteignasalan Eignaver
Sími 553-2222 • eignaver.is
Síðumúli 13 • 108 Reykjavík
Íbúðarhúsnæði
óskast á leiguskrá nú þegar
ÁGÆTU VIÐSKIPTAVINIR
ICELANDAIR
Við viljum þakka frábærar viðtökur
á tilboði Vildarklúbbs okkar.
20.000 sæti eru nú seld og því miður eru ekki
fleiri sæti í boði að þessu sinni.
Icelandair sendir reglulega út upplýsingar
um önnur tilboð og sérferðir í gegnum
Net- og Vildarklúbba okkar.
ÞÖKKUM
FRÁBÆRAR
VIÐTÖKUR
Vildarklúbbur
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.IS
IC
E
41980
04
/08
WWW.VILDARKLUBBUR
.IS