24 stundir - 18.04.2008, Side 11

24 stundir - 18.04.2008, Side 11
24stundir FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 11 SIMPLY CLEVER FJÖLSKYLDUBÍLLINN SEM EYÐIR SVO MIKLU MIKLU MINNA. Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið Skoda Octavia er vandaður og ríkulega útbúinn verðlaunabíll í fullri stærð með pláss fyrir alla fjölskylduna og rúmgott farangursrými. Nýja TDI® dísilvélin, skilar miklu og jöfnu afli og býr yfir frábærum aksturseiginleikum. Skoðaðu Skoda Octavia - bílinn sem eyðir svo miklu miklu minna. HEKLA Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss Mikail Saakashvili Georgíufor- seti krefst þess að Rússland falli frá áformum um aukin tengsl við tvö héruð innan Georgíu sem hafa lýst sig óháð stjórnvöldum í Tíblisi. Svæðin eru í norðanverðri Georgíu, við landamæri Rússlands. Vladimír Pútín, fráfarandi Rúss- landsforseti, gaf á miðvikudag út tilskipun sem styrkti tengsl Rúss- lands við héraðsstjórnir Abkasíu og Suður-Ossetíu. Þetta þykir Georgíumönnum benda til þess að Rússar séu að seilast til valda í hér- uðunum, sem þeir segja stangast á við alþjóðalög. „Við krefjumst þess að Rússland dragi til baka allar ákvarðanir sem ganga gegn fullveldi Georgíu,“ sagði Saakashvili á ríkisstjórnar- fundi. andresingi@24stundir.is Rússar og Georgíumenn deila Rússar sakaðir um að næla sér í héruð Fólk sem neytir meira en tveggja áfengra drykkja á dag greinist fimm árum fyrr með Alzheimer- sjúkdóminn en þeir sem ekki drekka, að því er fram kemur í nýlegri bandarískri könnun. Vísindamenn skoðuðu lífsmynstur nærri 1.000 einstaklinga sem nýlega höfðu greinst með sjúk- dóminn. Drykkjufólk var að meðaltali 4,8 árum yngra þegar það greindist en bindindisfólk og þeir sem reyktu einn sígarettupakka á dag 2,3 árum yngri en hinir reyklausu. Ennfremur voru áhrif hins svo- kallaða Alzheimer-gens, APOE, skoðuð. Reyndist það valda því að sjúkdómurinn greindist 2,3 árum fyrr en ella. Þeir sem höfðu alla þrjá áhættuþættina voru að meðaltali 68,5 ára þegar þeir greindust með Alzheimer, en þeir sem höfðu engan þeirra voru 77 ára. aij Drykkja flýtir fyrir Alzheimer Skoskir vísindamenn vonast til að geta notfært sér nýjustu tækni til að bjarga hvítum nashyrningum í Austur-Kongó frá útrýmingu. Tegundin er ein sú sjaldgæfasta í heimi, en talið er að aðeins 13 einstaklingar lifi í Afríkuríkinu. Bob Millar, líffræðingur við Ed- inborgarháskóla, hefur lagt til að erfðatækni verði beitt til að hjálpa nashyrningunum. Myndi það fela í sér að blanda saman stofnfrumum úr nashyrning- unum við frumur úr náfrændum þeirra sunnar úr álfunni. „Þetta eru mjög metnaðarfull áform. Ef okkur tekst vel upp, þá gæti það orðið bylting í verndun þessarar tegundar sem er við það að hverfa,“ segir Millar. Vonast hann til að tæknin geti nýst til að bjarga fleiri tegundum frá útrým- ingu, ef vel gengur með nashyrn- ingana. aij Nashyrningum komið til bjargar Grænlenska landstjórnin hefur til umsagnar frumvarp um algjört reykingabann í opinberum bygg- ingum, þar á meðal öldurhúsum, veitingastöðum og kaffihúsum. Arkalo Abelsen, sem fer með heil- brigðismál í landstjórninni, telur fátt standa í vegi fyrir því að frumvarpið hljóti brautargengi. Ef frumvarpið verður að lögum tekur það gildi 1. janúar 2010. aij Reykingabann á Grænlandi Skoskur dómstóll féllst ekki á að fyrrverandi kennari ætti heimt- ingu á skaðabótum vegna aðkasts sem hann varð fyrir í starfi vegna þess að hann var sköllóttur. Kennarinn hafði stefnt skóla- yfirvöldum fyrir mismunun vegna fötlunar. „Mér þykir þurfa að teygja skilgreininguna á fötlun fulllangt til að hárleysi falli undir hana,“ sagði dómarinn. aij Skalli er ekki fötlun Sprengja sprakk utan við skrif- stofur stjórnarflokks Spánar í borginni Bilbaó í gær. Sjö lög- reglumenn særðust og nokkurt eignatjón varð. Aðskilnaðarhreyf- ing Baska, ETA, er grunuð um verknaðinn. Klukkutíma áður en sprengjan sprakk barst lögreglu tilkynning um grunsamlega tösku sem á stæði „Varúð, sprengja!“ Sósíalistaflokkur Josés Luis Rodriguez Zapateros forsætisráðherra tók við völdum í fyrradag, en í kosningabaráttu sinni lagði Zapatero ríka áherslu á að hann myndi taka hart á glæpum ETA. aij Sprengjuárás á Spáni

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.