24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -umhverfisvænn ferðamáti FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Besta lausnin á yfirvofandi vandamáli væri að undirbúa sölu bankanna … til erlendra bankasamstæðna. Spurningunni um gjaldmiðil verður þá auðvelt að svara. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Verðhjöðnun erlendra eigna ís- lensku viðskiptabankanna getur orðið til þess að setja þá í mikil vandræði. Komi til gjalþrota bank- anna mun hið opinbera vegna smæðar sinnar þó ekki geta hjálpað svo mikið sem einum þeirra. Þessu heldur Daniel Gross, forstjóri Mið- stöðvar Evrópurannsókna (CEPS), fram í nýlegri grein. Gross bendir á að íslensku bank- arnir séu mjög háðir erlendu lánsfé. Bankarnir hafi tekið lán til að fjármagna kaup á erlendum bankaeignum, þegar mikil upp- sveifla hafi verið í banka- og fjár- málageirum um allan heim. Nú þegar verðmæti eigna í bönkum og fjármálafyrirtækjum hafi rýrnað, sé hætta á að bankarnir hafi keypt eignir sínar á yfirverði. Vaxnir yfir hið opinbera Ef sú er raunin muni erlendar skuldir umfram eignir aukast tölu- vert, sem gæti jafnvel endað með gjalþroti bankanna. Hvorki fjár- málaráðuneytið né Seðlabanki Ís- lands geti hlaupið undir bagga með bönkunum, enda eignir bankanna á við áttfalda verga landsfram- leiðslu Íslands. „Besta lausnin á yfirvofandi vandamáli væri að undirbúa sölu bankanna … til erlendra banka- samstæðna,“ segir Daniel Gross. „Spurningunni um gjaldmiðil verður þá auðvelt að svara.“ Grétar Már Axelsson hjá grein- ingardeild Glitnis segir ekki rétt að verðhjöðnun erlendra eigna ís- lensku viðskiptabankanna sé líkleg til að koma þeim í vandræði. „Bankarnir hafa verið að kaupa er- lendar eignir undanfarið, en þær eru mjög lítill hluti af heildareigna- safni þeirra. Tvö til fjögur ár eru síðan stærstu yfirtökum bankanna lauk, og rekstur þeirra fyrirtækja er góður og þau hafa staðið undir þeirri arðsemiskröfu sem gerð var.“ Þá segir Grétar ástæðulaust að óttast að hið opinbera sé of lítið fyrir bankana, enda standi þeir vel og engin þörf á að bjarga þeim. Engu að síður virki yfirlýsingar ráðamanna um að stutt verði við bankana vel, þar sem hið opinbera geti komið til aðstoðar með ýmsu móti ef svo ólíklega vill til að illa fari hjá bönkunum. Krónan veldur sveiflum Daniel Gross bendir í grein sinni einnig á að hér á landi séu geng- issveiflur oft uppsprettur sveiflna á hlutabréfamarkaðnum, sem bendi til þess að þegar gengið lækki eigi fyrirtæki í erfiðleikum með að greiða af erlendum skuldum sín- um. Í flestum öðrum löndum virki gjaldeyrismarkaðurinn sem demp- ari í sveiflur á hlutabréfamarkaðn- um og öfugt. Hann telur því að upptaka evru gæti orðið til þess að auka stöð- ugleika á íslenskum fjármálamark- aði. Dómsdagsspá um bankana  Segir bestu lausn á yfirvofandi vanda að selja bankana úr landi Fer illa saman? Gross telur bankana of stóra fyrir hið opinbera og krónuna. ➤ Verðmæti eigna íslensku við-skiptabankanna nemur átt- faldri vergri landsframleiðslu Íslands. ➤ Hlutfall útlána á móti inn-lánum er mun hærra í íslensk- um bönkum en víðast hvar. ➤ Illa gæti farið fyrir íslenskubönkunum vegna alþjóð- legrar verðhjöðnunar í fjár- málageirum, segir Gross. OFVAXNIR BANKAR? MARKAÐURINN Í GÆR            ! "##$                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                         : -   0 -< = $ ' >?@AABC ?A5C3@3> B@5A4@4?@ @A@DBB3@ B5@?5CCC>B ?>C454? B4B@B?5A ?D4@A?5@? 34B5>??>3D C?>D>AA CDAB3>33C 3@@BC?DDB B3553>B> 34A?AAA , 4?AAAAA ?3??BA D34D?C C?D@?B@ 4AAAA 35>53C@ , CC4BCAA ?@?B3BD , , C43B?5AAA , , ?E3@ DBEAA CCE@4 4E5? C4E>5 BBE>A BDEAA @3CEAA 3AE4A @>E?A 5EB5 CBEBB DEC3 >CE4A CE34 4E45 B33EAA C3?DEAA 345EAA AE?B CDAEAA , , ?ECA , , 53?AEAA , , ?EDA DBEDA CCE>B 4E44 C?EAA B3EC5 BDEBA @34EAA 3AE>A >AEDA 5EB> CBEB4 DEC> >BE4A CE3@ 4E?A B5AEAA C3@5EAA 3?5EAA AE?3 CDDE5A CE@A BCE>A @EDA , , 55CAEAA CBEAA 4EAA /   - > BB 5> 33 @> @ ? D> 55 ? DB 53 C4 5 , C C B B C CD , D C , , CA , , F#   -#- C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ CDDBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ C?DBAA@ CA3BAA@ C?DBAA@ C4DBAA@ 4CBBAA? BB@BAA? C?DBAA@ BDBAA@ ?3BAA@ ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Landsbank- ans, fyrir um 3,6 milljarða. Verslað var með bréf í Glitni fyrir um 2,6 milljarða og bréf í Kaupþingi fyrir um 747 milljónir. ● Mesta hækkunin var á bréfum Century Aluminum Com, 1,59%, og Landsbankans, eða 1,48%. ● Mesta lækkunin var með bréf í Teymi hf., eða 4,34%. Bréf í SPRON lækkuðu um 3,64%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,40% í gær og stóð í 5.233.99 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 1,06%. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 4,0% í gær. Breska FTSE-vísitalan lækkaði um 1,1% og þýska DAX-vísitalan um 0,3%. Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á erlendum lang- tímaskuldbindingum í A úr A+ og á langtímaskuldbindingum í ís- lenskum krónum í AA- úr AA. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Seðlabanka Íslands. Einkunnir fyrir skammtímaskuld- bindingar í erlendri mynt, A-1, og íslenskum krónum, A-1+, voru staðfestar. Þá lækkaði matsfyrirtækið lánshæfismat Íbúðalánasjóðs vegna lang- tímaskuldbindinga í íslenskum krónum í A+ úr AA- með neikvæðum horfum. Jafnframt var lánshæfiseinkunn vegna langtímaskuldbind- inga í erlendri mynt lækkuð í A úr A+ með neikvæðum horfum. Láns- hæfiseinkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum lækkuð í A-1 úr A-1+ en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í er- lendri mynt A-1 var staðfest. mbl.is Lánshæfismatið lækkar Skuldatryggingaálag ríkisins og íslensku bankanna hefur lækkað mikið frá síðustu mánaðamótum en þá náði það hæstu hæðum. Álag á skuldatryggingar íslenska ríkisins til næstu fimm ára er nú 260 punktar en var 410 punktar í byrjun apríl. Skuldatryggingaálag Kaupþings er nú 710 punktar en það náði hámarki um síðustu mánaðamót og var þá 1.050 punktar. Álag á skuldatryggingar Glitnis er nú 720 punktar og álag á skuldatryggingar Landsbankans stendur í 400 punktum. Greint er frá þessu í Morgunkorni Grein- ingar Glitnis. Álagið hafði hækkað umtalsvert á síðustu mánuðum fram til þess að það lækkaði nú og talið er að það megi rekja til þess áhlaups sem talið er að hafi veið gert á ís- lenska hagkerfið. fr Skuldatrygg- ingaálag lækkar Í mars námu samanlögð heildar- útlán innlánsstofnana og Íbúða- lánasjóðs rúmum 4,5 milljörðum króna. Helmingssamdráttur heildarútlána er á milli ára og halda útlán innlánsstofnana áfram að vera með minnsta móti, eða síðan bankar fóru að veita íbúðalán haustið 2004. Þetta kemur fram á vef Kaupþings. Íbúðalán drag- ast enn saman Norska flugfélagið Norwegian er orðið stærsta lággjaldaflugfélag Norðurlanda en danska félagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, hefur skartað þeim titli til þessa. Velta Norwegian var 4,2 millj- arðar norskra króna á síðasta ári en velta Sterling 4,1 milljarður, að sögn Berlingske Tidende. Norwegian stærsta norræna lággjaldaflugfélagið Franska einkasjónvarpsstöðin TF1 hefur höfðað mál gegn net- svæðinu YouTube, sem birtir myndskeið frá almenningi, og krefst 100 milljóna evra skaða- bóta, jafnvirði 11,8 milljarða króna, vegna misnotkunar á höf- undarréttarvörðu sjónvarpsefni. mbl.is Kæra YouTube

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.