24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 18.04.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Vegleg sýning og gagnleg ráðgjöf Kjöthúsið er neðarlega á lóð Árbæj- arsafnsins. Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Á heimasíðu Torfusamtakanna fær Klapparstígur 11 rós í hnappagatið fyrir hversu vel hefur verið að verki staðið hvað varðar uppbyggingu og viðhald hússins. Flosi Magn- ússon, einn eigenda hússins, réðst í endurgerð þess árið 2001 með öðr- um íbúum hússins. „Mikil sam- staða varð strax meðal eigenda um að endurreisa húsið til fyrra útlits og skipti það verulegu máli um ár- angurinn,“ segir Flosi frá og bætir því við að ástand hússins hafi verið hrikalegt, húsið hafi varla haldið vatni eða vindi og dópgreni í hús- inu. Húsið hafi verið komið á nið- urrifslista og eitt þeirra húsa í mið- borginni sem engin prýði var að. „Við hófum undirbúningsvinnu árið 2001, létum vinna teikningar er byggðu á upphaflegu útliti húss- ins og gerðum áætlanir um fram- kvæmd. Undirbúningsvinnan skiptir miklu máli. Við gátum nýtt þá styrki er okkur stóðu til boða frá ríki og borg í að vinna hana. Framkvæmdin var svo alfarið borguð af eigendum hússins.“ Flosi segir framkvæmdina auðvit- að hafa verið dýra. „Þegar á reyndi var húsið heillegt svo fram- kvæmdir gengu vel, auk þess eru þær alltaf dýrar, hvort sem um er að ræða gömul hús eða ný. Hins vegar tel ég að um meiri ávinning og verðmæti sé að ræða þegar ráð- ist er í framkvæmd eins og þessa. Hús eins og Klapparstígur 11 eru um alla miðborg og faldir fjár- sjóðir sem bíða góðra eigenda.“ Flosi er ósáttur við götumyndina á Klapparstíg. „Auðvitað óskaði ég þess að það góða verk sem unnið var á Klapparstíg hefði smitandi áhrif og nágrennið yrði allt fegurra og betra. Sú er hins vegar ekki raunin, götumyndin er agaleg og ekkert hefur verið hugsað um að byggja upp hverfið sem heild.“ Flosi segir þetta vera óvissu sem allir húseigendur í miðborginni búi við. „Hvers vegna að leggja allt þetta ómak á sig þegar síðan rísa nýbyggingar í allt öðrum stíl í næsta nágrenni eða hús drabbast niður í greni allt um kring? Hús- eigendur sem gera hús sín upp vita aldrei hvers er að vænta.“ Sérfræðingar til aðstoðar Flosi nefnir að góð aðstoð sér- fræðinga eins og arkitektanna Jóns Nordstein og Ólafar Flygering auk Friðberts Friðbertssonar, húsa- smíðameistara, hafi haft úr- slitaáhrif. Fræðslustofa um end- urbætur eldri húsa í Kjöthúsinu er í Árbæjarsafni og þangað geta hús- eigendur í sama hug og Flosi leitað eftir aðstoð. Að Fræðslustofunni standa Húsafriðunarnefnd ríkisins, Iðan fræðslusetur og Minjasafn Reykja víkur. Þar liggur frammi fjölbreytt fræðsluefni sem kemur að gagni fyrir þá sem standa að viðhaldi, viðgerðum eða endurbótum á eldri húsum, bæði húseigendur og fag- menn. „Þekking á sögu byggingarlistar og sjónarmiðum húsverndunar er nauðsynleg svo að unnt sé að stuðla að almennri varðveislu bygging ararfsins,“ segir Dagný Guðmundsdóttir hjá Árbæjarsafni. „Íslensk byggingarlist er um margt sérstæð og saga hennar er samofin misjöfnum aðstæðum og efnahag. Sú hugmynd að það sé arðbært að varðveita menningararfinn hef- ur átt auknu fylgi að fagna bæði hér á landi og ekki síst í Evrópu Með meiri fræðslu gerir fólk sér grein fyrir því að í þessum húsum, sem eru að drabbast niður, getur leynst falinn fjársjóður og mikill ágóði getur verið í að vanda vel til verka við endurgerð þeirra. Ef vel er að verki staðið getur húseigandi eignast húseign sem er mikils virði bæði fyrir samfélagið og eigand- ann. Hér í Árbæjarsafni er hægt að fá leiðbeiningar um efnisnotkun, vinnuaðferðir, litaval og margt fleira sem getur komið að góðum notum.“ Ráðgjöf um endurbætur á gömlum húsum í Kjötsafninu Faldir fjársjóðir ➤ Sérfræðingar á vegum Húsa-friðunarnefndar ríkisins og Minjasafns Reykjavíkur eru með viðtalstíma í fræðslu- stofu Árbæjarsafns alla mið- vikudaga frá kl. 16 til 18. Einnig veita þeir ráðgjöf á sama tíma í síma 411 6333. ➤ Þar fer einnig fram sýninginHúsagerð höfuðstaðar. Saga byggingartækninnar í Reykjavík 1840 -1940. ÁRBÆJARSAFN „Húsið var hreint út sagt algert greni, hriplekt og í mikilli niðurníðslu,“ segir séra Flosi Magnússon um ástand Klapparstígs 11 fyrir um 10 árum. Hann keypti þó eign í því húsi og ákvað að gera hana upp og í dag er húsið hin mesta götuprýði á Klapp- arstígnum. Flosi segir frá endurgerð hússins og Dagný Guðmundsdóttir, hjá Árbæjarsafni, segir frá hjálp sérfræðinga til húseigenda sem gera upp gömul hús. Vel að verki staðið Klapparstígur 11 er mikil götuprýði. Í Kjöthúsinu Þar má kynna sér nýja hluti, höldur, húna, bárujárn og margt fleira í gömlum búningi.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.