24 stundir - 18.04.2008, Page 22

24 stundir - 18.04.2008, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Við hér í Stykkishólmi erum svo heppin að eiga kjarna af gömlum húsum, en það er ekki á mörgum stöðum á landinu þar sem hafa varðveist jafn mörg myndarleg hús á tiltölulega litlu svæði. Fjölskylda mín átti hér gömul hús auk þess sem ég hef keypt og gert upp tvö önnur hús. Það er skemmtilegt viðfangsefni að gera upp gömul hús og færa þau til upprunalegs út- lits,“ segir Rakel Olsen, fram- kvæmdastjóri Agustson ehf. Í eigu fjölskyldu Rakelar var hið svokallaða Clausenshús sem byggt var árið 1874. Þá gerðist Rakel for- maður nefndar sem gerði upp gömlu kirkjuna með fjárhags- legum stuðningi frá Húsafrið- unarsjóði og fleiri góðum aðilum. Hún á einnig hús sem gengur und- ir nafninu Prestshúsið sem byggt var árið 1894 og Frúarhúsið sem byggt var 1870 en bæði þessi hús hafa verið gerð upp. Þá eru skrif- stofur fyrirtækisins reknar í gömlu húsi í eigu þess, svokölluðu Tang og Riis húsi sem upphaflega var byggt sem pakkhús. „Húsin höfðu flest verið forsköluð sem átti á sín- um tíma að verða til þess að bjarga þeim en hafði þveröfug áhrif og hefur kostað mikla peninga að færa húsin aftur í fyrra horf. Ég hef haft með mér góða arkitekta, þá Hjörleif Stefánsson og Jón Nord- stein,“ segir Rakel. Forréttindi að eiga gömul hús Aðspurð um hversu strangt skipulag þurfi að vera til að slíkar endurbætur gangi upp segir Rakel að bæjaryfirvöld á hverjum stað þurfi að vera mjög meðvituð um gildi gamalla húsa og taka tillit til þeirra í hverju skrefi sem stigið er í öðrum framkvæmdum. „Það er ekki spurning að húsin punta mik- ið upp á gamla bæinn hér í Stykk- ishólmi. Ég hef löngum sagt að það séu forréttindi að eiga og vera í gömlum húsum,“ segir Rakel. Líktist höll Norska húsið var byggt árið 1832 af Árna Ó. Thorlacius sem var kaup- og útgerðarmaður í Stykkishólmi. Húsið er um 500 fm að stærð og var kallað Norska hús- ið því timbrið var flutt tilsniðið frá Arendal í Noregi. Það var eitt af þremur stærstu íbúðarhúsum landsins á sinni tíð og var fyrsta tvílyfta einbýlishúsið á landinu. Mikið er til af sögum og frásögn- um sem tengjast húsinu þar sem margir heldri gestir fengu þar inni og skrifuðu síðan um húsið í ferðasögum sínum. Þá var Oscar Clausen rithöfundur fæddur og uppalinn í næsta húsi og skrifaði mikið um Norska húsið. Ýmiss konar rekstur Húsið var í eigu Thorlacius- fjölskyldunnar þar til undir alda- mótin 1900, en þá voru nokkrir kaupmenn sem eignuðust það hver á fætur öðrum í stuttan tíma. Árið 1930 komst það síðan í eigu Kaup- félags Stykkishólms og þá bjó kaupfélagsstjórinn á miðhæðinni á meðan kaupfélagið var rekið á jarðhæðinni. Eftir að kaupfélagið flutti úr húsinu var það notað und- ir alls konar starfsemi á 20. öld- inni. Þar var meðal annars rekin saumastofa, veitingasala, gisti- heimili, tónlistarskóli, skósmíða- stofa og pakkhús. Árið 1970 keypti sýslunefnd Snæfellinga síðan húsið með það fyrir augum að gera það upp og gera að byggðasafni sýsl- unnar. Því verki lauk árið 2006 og nú má skoða heimili Árna og fjöl- skyldu sem sett hefur verið upp á annarri hæð hússins. Norska húsið er alfriðað og hafa allar end- urbætur verið unnar í samvinnu við Húsafriðunarnefnd ríksins með arkitektinn Jon Nordstein í broddi fylkingar. Hólmurum annt um húsin „Eftir að hafa starfað í Norska húsinu í 7 ár finn ég að Hólmurum þykir vænt um húsið og eru al- mennt mjög meðvitaðir um gildi gamalla húsa, bæði fyrir ferða- mannaiðnaðinn og bæinn sjálfan. Hér í miðbænum sem kallaður er Plássið er þó nokkuð af gömlum húsum og flest þeirra hafa verið gerð fallega upp og af rausn- arskap,“ segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður hússins. Stykkishólmsbúum er annt um gömlu húsin sín Færð aftur í sinn glæsilega búning Í Stykkishólmi er fallegt bæjarstæði þar sem fjöldi gamalla húsa hefur verið færður í fyrri búning og grunnur lagður að slíku í skipulagsmálum bæj- arins. Hólmurum er annt um gömlu húsin sem hafa mikið gildi í bænum. Norska húsið Er elsta hús- ið í Stykkishólmi, byggt árið 1832 af Árna Ó. Thorlacius. Þjóðleg verslun Er rekin í Norska húsinu í Stykkishólmi en þangað komu 10.000 gestir í fyrra, jafnt erlendir sem íslenskir. Járnsmiðja Óðins Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.