24 stundir - 18.04.2008, Side 46

24 stundir - 18.04.2008, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir „Engar skýringar hafa fundist á því af hverju kvenfólk vinnur minna en karlar. Þær þurfa ekki endilega að vera latari því að hugsanlega kemur til greina að konur eigi fleiri börn en karlar og jafnvel fleiri heimili og gefi sér meiri tíma til að skemmta sér við barnauppeldi eða heimilisstúss.“ Þráinn Bertelsson thrainn.eyjan.is „Í frétt er sagt frá því að John F. Kennedy hafi verið með bráðan niðurgang og þvagfærasýkingu á sama tíma og hann heimilaði Svínaflóainnrásina 1961. Hann hafi því verið undir áhrifum lyfja. Er bara að velta því fyrir mér hvort það sé niðurgangur að ganga í Seðlabankanum.....“ Einar Ben Þorsteinsson einar.eyjan.is „Eurovision er í raun barátta á milli stóru símafyrirtækjanna. Merzedes Club myndbandið varð umsvifalaust að símaauglýsingu og nú ætlar Nova að taka Euro- bandið að sér. Þar sem ég kaupi símaþjónustu af Vodafone þá fer ég fram á að þar á bæ íhugi fólk að ættleiða Dr. Spock...“ Anna Ólafsdóttir Björnsson annabjo.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Myndbandið var flipp sem þróað- ist út í þetta,“ segir Draupnir Rún- ar Draupnisson. Hann hefur slegið í gegn sem stuðboltinn Guzzi í myndbandi Eurobandsins við lagið This is my Life. Myndbandið var frumsýnt á Nova.is í gær og eftir þrjá tíma höfðu yfir 30.000 manns spilað það. Myndbandið verður spilað í Kastljósinu á morgun og fer inn á myndbandasíðuna Youtube.com á miðnætti. Hlutverkið kom á óvart Draupnir segir bón Friðriks Ómars um að leika aðalhlutverkið í myndbandinu hafa komið sér á óvart. „Ég er mjög góður vinur Frið- riks Ómars og þekki fólkið í kring- um hann, Regínu [Ósk] og fleiri,“ segir Draupnir og bætir við að fljótlega eftir sigur Eurobandsins hafi hann blandast í umræðu um tónlistarmyndband. „Friðrik bar undir mig hugmyndina. Ég hélt að hann væri að bera hana undir mig sem vin og sagði honum að mér litist vel á. Svo sagði hann: Þú átt að leika gaurinn. Haltu kjafti, sagði ég og skellihló.“ Draupnir er ekki óvanur því að koma fram. Hann hefur aðeins fengist við leiklist, verið í áhuga- mannaleikfélögum, komið lítillega nálægt auglýs- ingum og var kynnir á árshátíð Kennaraháskól- ans í febrúar. „Ég verð að viðurkenna að ég vonaði í sakleysi mínu að myndbandið myndi þróast í þá átt að ég yrði í bakgrunni. En raunin varð önnur,“ segir hann og hlær. Myndband Eurobandsins er í svipuðum stíl og þús- undir mynd- banda á You- tube.com þar sem fólk mæmar fræg lög. Draupnir segist ekki hafa reynslu af því. „Ég hef alls, alls, alls ekki prófað það og mun ekki gera það,“ segir hann og ítrekar að Guzzi sé harla ólíkur honum sjálfum. „Ég er samt flippaður og hef gaman að Eurovision, en ég er ekki eins ótrúlega ruglaður og hann.“ Ótrúlega Youtube-vænn Baldvin Z, leikstjóri myndbandsins, segir Draupni fæddan í hlutverk Guzza. „Hann er ótrúlega flottur í hlutverkinu – mjög Youtube- vænn,“ segir hann og hlær. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni.“ Draupnir Rúnar slær í gegn sem Guzzi í myndbandi Eurobandsins Flipp sem þróaðist í tónlistarmyndband Eurobandið frumsýndi myndband við framlag Ís- lands í Eurovision í gær. Aðalleikari myndbands- ins hefur slegið í gegn sem hinn ofurhressi Guzzi. 24stundir/Golli Þaulvanur Draupnir var kynnir á árshátíð Kennaraháskólans í febrúar. Hann útskrifast sem kennari í vor. Leikstjórinn Baldvin Z er hæstánægður með Draupni í hlutverki Guzza. HEYRST HEFUR … Björgvin Halldórsson kemur fram í tónleikasaln- um Cirkus í Kaupmannahöfn í næstu viku. Skemmtunin verður svipuð og sú sem Bó hefur fyllt Laugardalshöllina með undanfarin ár, sem ætti að fara vel ofan í Íslendinga og danska vini þeirra. Nú heyrist að Friðrik Ómar, Regína Ósk og Euroband- ið verðið sérstakir heiðursgestir á tónleikunum og munu þau að sjálfsögðu telja í This is my Life. afb … Fyrst við erum að tala um Björgvin Halldórsson, þá er gaman að segja frá því að rauðhærði rokk- arinn Eiríkur Hauksson tekur lagið Þó líði ár og öld í Bandinu hans Bubba í kvöld. Flestir bjuggust við að kappinn myndi renna í vel valdan bárujárns- rokkslagara, en Eiríkur er með fjölhæfari söngv- urum þjóðarinnar og fer örugglega létt með að feta í fótspor meistara Björgvins. afb Hlustendaverðlaun FM957 verða haldin hátíðleg í Háskólabíói 3. maí næstkomandi. 24 stundir sögðu frá því á miðvikudag að líklegt þætti að Sprengju- höllin, Merzedes Club og Páll Óskar kæmu fram. Það stenst allt, en nú er komið í ljós að Gus Gus, Bloodgroup, Haffi Haff og hinir ódauðlegu dáða- drengir í hljómsveitinni Ný dönsk, með Björn Jör- und í fararbroddi, koma einnig fram. afb „Þið ættuð nú kannski frekar að spyrja af hverju í andsk… FM 957 fær svona mikla hlustun. Hvað er að fólki?“ spyr Þorkell Máni Pét- ursson, útvarpsmaður á X-inu 977. Rokkútvarpsstöðin X-ið 977, sem segir alla aðra tónlist en rokk- tónlist vera viðbjóð, mælist aðeins með 2,2% hlustun fólks á aldr- inum 12 til 49 í Capacent könnun vikuna 31. mars til 6. apríl. Jafn vinsælir og enski boltinn „Hlustun á X-ið er með ein- dæmum góð,“ segir Máni kok- hraustur. „Það er ekki til sú jað- arstöð í heiminum sem er með jafn mikla hlustun og X-ið. Það eru svipað margir að hlusta á X- ið í hverri viku og eru að horfa á enska boltann.“ Máni kannast ekki við að fólk sé hætt að fíla rokk. „Rokk- tónlist er spiluð mikið á FM, Bylgjunni og Rás 2. Vinsælustu tón- listarmennirnir á Bylgjunni og FM í dag eru tónlistarmenn sem X-ið byrjaði að spila fyrir 10 árum. En ef þig langar að heyra það sem er nýjast, ferskast og mest töff í tónlist í dag, þá hlustar þú á X-ið 977.“ Brynjar Már Valdimars- son er tónlistarstjóri FM 957. „Rokkið er orðið mainstream, sem vinnur gegn stöðvum eins og X-inu sem sérhæfa sig í rokki,“ seg- ir hann. „En þeir eiga pottþétt eftir að bæta sig í könn- unum.“ traustis@24stundir.is X-ið 977 mælist með litla hlustun Rokkið vinnur gegn rokkstöðinni Þorkell Máni Hefur litlar áhyggjur af stöðu mála, rokkið muni ávallt lifa. Brynjar Már á FM957 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 7 5 1 8 9 4 6 3 2 8 9 3 1 2 6 4 7 5 6 2 4 5 3 7 9 1 8 9 3 5 6 4 8 1 2 7 4 6 7 2 5 1 3 8 9 1 8 2 9 7 3 5 4 6 2 4 8 3 6 5 7 9 1 3 1 6 7 8 9 2 5 4 5 7 9 4 1 2 8 6 3 Er í lagi að hann Himmi velji sér vinkonu? 24FÓLK folk@24stundir.is a Nei en við bíðum spenntir við sím- ann. Við erum allir kúnnar hjá Vodafone og erum tilbúnir með lagið Stærstir um allt land. Er Vodafone búið að vera í sambandi varðandi myndbandsgerð? Guðfinnur Karlsson er einn söngvara í Dr. Spock, sem lenti í þriðja sæti í Eurovision-forkeppni Íslands. Vodafone er eina símafélagið sem ekki hefur gert myndband við eitthvert Laugardagslaganna. Síminn gerði myndband fyrir Merze- des Club og Nova gerði myndband fyrir Eurobandið. VIÐ RÝMUM TIL 15-70% AFSLÁTTUR FÖSTUDAG OG LAUGARDAG. ÞAÐ VORAR

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.