24 stundir - 03.05.2008, Side 4
4 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir
OG
EINN, TVEIR OG REYKJAVÍK!
www.reykjavik.is sími: 411 11 11
SAMRÁÐ UM BETRA
BORGARUMHVERFI
Lokakostnaður vegna kaupa,
viðgerða og endurbóta á nýrri
Grímseyjarferju var samtals 533
milljónir króna samkvæmt loka-
skýrslu Vegagerðarinnar sem birt
var í gær. Þegar ríkisstjórn Íslands
veitti heimild til kaupanna fyrir
þremur árum var heildarkostnaður
áætlaður 150 milljónir. Endanlegur
kostnaður er því 383 milljónum
hærri en upphaflega stóð til. Vega-
gerðin ákvað að skila eigin grein-
argerð um framkvæmdina eftir að
kolsvört skýrsla Ríkisendurskoð-
unar um hana var birt í ágúst í
fyrra. Í greinargerðinni segir að
upphafleg markmið hafi náðst, en
að ýmislegt hefði mátt fara betur.
Að mati hennar hefði til dæmis átt
að skipa verkefnishóp strax í upp-
hafi, skoða hefði átt skipið betur
áður en gengið var frá kaupum á
því, hönnunargögn hefðu þurft að
vera nákvæmari og gera hefði þurft
meiri kröfur til verktaka. Þá segir
einnig að héðan í frá þurfi að gera
verklagsreglur um gerð kostnaðar-
áætlana, tryggja að gert sé áhættu-
og óvissumat og að upplýsingagjöf
til samgönguráðuneytisins sé
formlegri.
Vanhirt og hrörlegt hræ
Í ágúst í fyrra var sagt frá skýrslu
sem Ólafur Briem skipaverkfræð-
ingur vann um skipið tveimur
mánuðum áður en það var keypt
hér í blaðinu, en hann hafði ásamt
fleirum farið utan að skoða það. Í
skýrslunni segir orðrétt að ástand
skipsins hefði verið „í einu orði
sagt hrörlegt sökum vanhirðu og
skorts á viðhaldi.“ Hann sagði að ef
ástand þess væri með þeim hætti
að kaupverð að endurbóta- og við-
gerðarkostnaði meðtöldum væri
lægra en 240 milljónir króna væri
um áhugaverðan valkost að ræða
fyrir Vegagerðina samanborið við
nýsmíði á skipi. Skipið var hins
vegar keypt á 103,6 milljónir í nóv-
ember sama ár. þsj
Vegagerðin birtir greinargerð vegna kaupa, viðgerða og endurbóta á nýrri Grímseyjarferju
Lokakostnaður 533 milljónir króna
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Vegagerðin og Ístak hf. skrifuðu í
gær undir samning þess efnis að Ís-
tak ljúki við tvöföldun Reykjanes-
brautar á 12,2 kílómetra löngum
kafla frá Strandarheiði til Njarðvík-
ur. Vinna við tvöföldun þess kafla
hefur legið niðri frá því í desember
þegar upphaflegi verktakinn, Jarð-
vélar, sagði sig frá því vegna fjár-
hagsörðugleika.
Að sögn G. Péturs Matthíassonar,
upplýsingafulltrúa Vegagerðarinn-
ar, mun Ístak hefjast handa við
verkið á mánudag og er áætlað að
unnt verði að ljúka veglagningunni
16. október næstkomandi. Upphaf-
lega áttu verklok að vera í júlí.
Uppfylltu ekki kröfur
Tilboð Ístaks var upp á 807 millj-
ónir króna. Litháíska verktakafyrir-
tækið Adakris hafði ásamt Topp-
verktökum átt lægra tilboð, 699
milljónir, en G. Pétur segir þá ekki
hafa uppfyllt kröfur Vegagerðarinn-
ar. „Meginkrafan sem þeir stóðust
ekki er svokölluð 50 prósenta regla
þar sem þeir þurftu að sýna fram á
að þeir hefðu unnið verk sem var 50
prósent af þessari stærð. Verkið sem
þeir gáfu upp var stærra en þetta í
krónutölu en var unnið á svo mörg-
um árum að það uppfyllti ekki kröf-
ur okkar. Svo voru fleiri smærri at-
riði sem þeir uppfylltu ekki heldur.“
Undirverktaki vegna malbikunar
verður Hlaðbær-Colas malbikunar-
stöð og eftirlit verður í höndum
Mannvits hf. Vegagerðin mun einn-
ig sinna eftirliti með verkinu.
G. Pétur segir tafirnar við tvö-
földunina hafa í för með sér aukinn
kostnað við framkvæmdina. Það sé
þó ekki vitað á þessari stundu
hversu hár hann er. „Það fylgir
þessu alltaf einhver kostnaður, bæði
vegna vegmerkinganna sem við
settum upp á svæðinu og eins er
þetta hærri tilboðsupphæð en upp-
haflega var áætlað.“
Slysagildra á
síðustu mánuðum
Reykjanesbrautin hefur verið
mikið til umfjöllunar síðustu mán-
uði vegna varhugaverða aðstæðna
sem hafa skapast á framkvæmdar-
svæðinu. Þann 14. janúar síðastlið-
inn slösuðust sjö manns á Reykja-
nesbrautinni, þar af voru fjórir
fluttir á sjúkrahús vegna alvarleika
meiðsla þeirra. Flest slysin urðu á
þeim kafla þar sem framkvæmdir
vegna tvöföldunarinnar stóðu yfir.
130% aukning á slysum
24 stundir fjölluðu í kjölfarið um
þær slysagildrur sem voru til staðar
á veginum. Svæðin við afleggjarana
sem liggja að Vogum og Grindavík
þóttu sérlega varasöm, en vegna
framkvæmdanna voru víða stein-
steyptir stólpar og tilfæringar milli
vegarhelminga auk þess sem fjöl-
margir ljósastaurar lýstu ekki. Þá
þóttu merkingar á framkvæmdar-
svæðinu alls ekki fullnægjandi.
24 stundir sögðu síðan frá því 10.
apríl síðastliðinn að slysum og
óhöppum á þeim kafla þar sem
framkvæmdirnar standa yfir hefði
fjölgað um 130 prósent á þremur
árum. Þá höfðu 24 slys og óhöpp
orðið á veginum frá því að Jarðvélar
sögðu sig frá verkinu. Daginn áður
höfðu fjórir slasast alvarlega í hörð-
um árekstri sem varð á hjáleið
vegna framkvæmdanna þar sem
akstursstefnur voru ekki aðskildar.
Vegagerðin ákvað í kjölfarið að að-
skilja akstursstefnurnar með gát-
skiltum. G. Pétur sagði við það til-
efni að ekki væri hægt að líta
öðruvísi á en að hin mikla fjölgun
slysa á kaflanum væri bein afleiðing
af aðstæðum þar vegna stöðvuðu
framkvæmdanna.
Reykjanesbraut
tilbúin í október
Vegagerðin samdi við Ístak um tvöföldun Reykjanesbrautar eftir endurútboð Adakris
og Toppverktakar uppfylltu ekki kröfur Fjölmörg slys hafa orðið á fólki vegna tafanna
Tvöföldun Fulltrúar Vegagerðar og Ís-
taks skrifa undir samning um verkið.
➤ Alls hafa 56 manns látist íumferðarslysum á Reykjanes-
braut frá árinu 1966.
➤ Flest urðu slysin árið 2003þegar fimm manns týndu lífi
á veginum.Engin hefur látist
á veginum sunnan Hafn-
arfjarðar í fjögur ár.
SLYS Á REYKJANESBRAUT
Upplýsingavefur Já geymir upp-
lýsingar um heimilisföng og síma-
númer. Auk þess er hægt að velja
að sjá á korti staðsetningu þess sem
flett er upp.
Sé Sundhöll Reykjavíkur slegið
upp skriplar hugbúnaðurinn þó á
skötunni því hún er sögð til húsa á
horni Eiríksgötu og Barónsstígs en
ekki við Bergþórugötu þar sem
hún hefur verið undanfarið 71 ár.
Stefán Guðlaugsson hjá Samsýn
sem sér um kortin fyrir vef Já segir
vandamál sem þetta stundum
koma upp. „Þetta er vegna skrán-
ingarinnar. Flest önnur fyrirtæki
og einstaklingar hafa heimilisfang
sem samanstendur af götunafni og
húsnúmeri en Sundhöllin hefur
ekkert húsnúmer heldur er bara
sögð við Barónsstíg. Þá gerist það
að leitarvélin staðsetur hana við
miðja götuna,“ segir hann og bætir
við að yfirleitt séu það opinberar
byggingar sem lenda á svona flakki
þar sem fyrir ferst að skilgreina
staðsetninguna nákvæmlega.
Græni depillinn á myndinni
sýnir staðsetningu Sundhallar sam-
kvæmt ja.is en sá rauði rétt heim-
ilisfang. aak
Vefur Já gefur ekki alltaf rétt svar
Sundhöllin á ferð
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á
Fitty Samsölubrauði 500 g. Mikill verðmunur er á
þessari vöru og var hæsta verð 96,4% hærra en það
lægsta eða 162 króna munur.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum.
96% munur á Fitty brauði
Jóhannes
Gunnarsson
NEYTENDAVAKTIN
Fitty Samsölubrauð 500 gr.
Verslun Verð Verðmunur
Krónan 168
Nettó 193 14,9 %
Spar Bæjarlind 298 77,4 %
Hagkaup 308 83,3 %
Nóatún 309 83,9 %
Samkaup-Strax 330 96,4 %