24 stundir - 03.05.2008, Page 6

24 stundir - 03.05.2008, Page 6
6 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Sjúkraflutningar Námsstefna 2. og 3. maí á Hótel Loftleiðum Aðgangur ókeypis Skráning á netfanginu sjukraflutningar@gmail.com Dagskrá á heimasíðunni http://lsos.is/ Landssamband Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna ● Fyrirlestrar. ● Kynning á námi og búnaði. ● Heilbrigðisráðherra kynnir skýrslu um framtíðarskipulag sjúkraflutninga. flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is 07.00 Vaknaði snemma ogvar að sinna heim- ilinu áður en vinnudagurinn hófst. 9.30 Ég þurfti að fara upp ívinnu til að klára ræðuna mína. 10.30 Mætti út á flugvöllog flaug til Akureyr- ar ásamt Jóhannesi Kristjánssyni, sem er nú ekki leiðinlegur ferða- félagi. Við fengum okkur að borða í hádeginu á Akureyri og keyrðum svo áfram til Húsavíkur. 14.00 Á Húsavík var 900manna stórglæsileg samkoma. Það var verið að sam- eina Verslunarmannafélag Húsa- víkur og Verkalýðsfélag Húsavíkur í Framsýn, stéttarfélag. Þau voru með íþróttahúsið undir og mjög myndarlega dagskrá; Stóran kór, unglinga sem spiluðu á afrísk hljóðfæri, hljómsveit, Birgittu Haukdal, Magna og marga fleiri. Þetta var mjög vel heppnað, það var meira að segja búið að semja baráttusöng fyrir nýja félagið. Þarna var allt frá litlum börnum og upp í mjög fullorðið fólk. Þannig var þetta fjölskylduskemmtun, en samt með sterku stéttarlegu ívafi. 15.00 Þar hélt ég hátíðar-ræðuna. Ég talaði um efnahagsástandið og þær spár sem eru um framhaldið. Fjármála- kreppu, verðbólgu og þessar efna- hagslegu hremmingar sem ganga yfir. Ég lýsti þeirri skoðun minni að ég telji leiðina út úr þessu vera náið samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Við höfum gert þetta áður – í þjóðarsáttinni og á árunum 2001-2. Síðan nefndi ég umræðuna um aðild að Evrópu- sambandinu og evru, sem hljómar eins og það sé ekkert mál að hoppa inn í ESB og myndi leysa þessi mál. En ég tel að það sé hreint ekki svo einfalt. Það er ekkert að því að taka upplýsta umræðu um málið, en fleira þarf að koma til. Umræðan um Evrópusambandið má ekki draga athyglina frá vandamálun- um sem við þurfum að leysa hér og nú. 18.40 Fór vélin í loftið fráAkureyri. Í Reykja- vík varð ég að fara aftur í vinnuna, því Morgunblaðið þurfti að fá ræðuna mína. 20.30 Var ég komin heim.Þá fór ég að tala við heimilisfólkið og horfði aðeins á sjónvarpið. Á faraldsfæti fyrsta maí 24stundir með Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, formanni Landssambands íslenskra verzlunarmanna ➤ Ingibjörg er varaforseti Al-þýðusambands Íslands og formaður Landssambands ís- lenskra verzlunarmanna. ➤ Hún er oftast í fullri vinnufyrsta maí. Hún er gjarnan beðin um að halda ræður á hátíðarhöldum í tilefni af verkalýðsdeginum. Staðurinn fer eftir því hver er fyrstur til að biðja hana. STARFIÐ 24stundir/Golli Verkalýðsleiðtog- inn Hefur nóg að gera 1. maí. Frídagur verkamanna er síður en svo frídagur verkalýðsleiðtogans. Ingibjörg R. Guðmunds- dóttir, formaður Lands- sambands íslenskra verzlunarmanna, brá sér norður í land til að fagna með félagsmönnum sín- um á Húsavík. Þar voru hátíðarhöldin með sér- staklega glæsilegu sniði, þar sem tvö verkalýðs- félög sameinuðust undir nýju nafni. „Hugmyndin er sú að þarna verði hægt að rekja söguna frá upp- hafi grásleppuveiða á Íslandi, bæði í veiðum og vinnslu, en Stranda- menn áttu stóran hlut í því þegar grásleppuveiði fór af stað á sínum tíma,“ segir Jón Hörður Elíasson. Stofnfundur félags um rekstur Grásleppuseturs var haldinn á Drangsnesi í gær. Hann segir að auk grásleppu verði á setrinu gerð skil öðrum nytjum svo sem rekaviði, sel og há- karli. Auk þess sé mikill áhugi á að taka þátt í rannsóknum á grásleppu og vöruþróun til manneldis. Grásleppusýning hefur verið hluti af bryggjuhátíð á Drangsnesi í mörg ár þar sem meðal annars hafa verið sýnd gömul og ný veiðarfæri og boðið upp á rússneskar pönnu- kökur með kavíarhrognum. Áætlað er að setrið verði opnað formlega 19. júlí 2012 og segir Jón Hörður þrjú til fjögur störf geta skapast við setrið á ársgrundvelli. Hann segir setur sem þetta ekki hafa úrslitaáhrif á byggðir landsins. „En ef þetta gengur eftir þá hjálpar þetta verulega til í þeirri baráttu.“ fifa@24.stundir.is Stofnfundur Grásleppuseturs á Drangsnesi Saga veiða og vinnslu Icelandair var meðal þeirra flugfélaga sem voru óstundvís- ust á fyrsta fjórðungi þessa árs, samkvæmt úttekt evrópsku flugfélagasamtakanna Associa- tion of European Airlines. Af 29 flugfélögum var Icelandair í 26. sæti. Stundvísust eru ungverska flugfélagið Malev Hungarian Airlines, tékkneska flugfélagið CSA Czech Airlines, franska flugfélagið Air France og ítalska flugfélagið Alitalia, að því er kemur fram á vef- síðu samtaka evrópskra flugfélaga. SAS og Finnair eru einnig meðal þeirra evrópsku flugfélaga sem eru óstundvísust. Neðst á listanum var hins vegar British Airways sem einnig var í neðsta sæti í fyrra. Tekið er fram að lágfargjaldaflugfélögin Norwegian og Ryanair séu ekki í samtökum evrópskra flugfélaga. Þess vegna eru þau ekki með í útttektinni um stundvísi. ibs Icelandair óstundvíst

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.