24 stundir - 03.05.2008, Side 9

24 stundir - 03.05.2008, Side 9
Das Auto. Allt að 17% verðlækkun á nýjum bílum Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.is · umboðsmenn um land allt Passat er einn af fjölmörgum sparneytnum bílum frá Volkswagen Ef hagkvæmni væri skrásett vörumerki, væri það að sjálfsögðu í eigu Volkswagen Hagkvæmni hefur alltaf verið lykilorð við hönnun hjá Volkswagen og árangurinn lætur ekki á sér standa. Með stöðugri framþróun hefur Volkswagen til dæmis tekist að búa til framúrskarandi dísilvélar í allar stærðir bíla sem fara bæði betur með eldsneytið og umhverfið. Komdu, prófaðu og finndu bíl frá Volkswagen sem sparar fyrir þig. ALVÖRU SJÁLF- SKIPTINGAR SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN ÖFLUGAR EN HLJÓÐLÁTAR DÍSILVÉLAR EYÐSLU- GRANNAR VÉLAR KOLEFNIS- JAFNAÐIR Í EITT ÁR MINNI LOSUN ÚT Í UMHVERFIÐ HAGKVÆMIR Í REKSTRI OG VIÐHALDI UPPFYLLA STRÖNGUSTU ÖRYGGISSTAÐLA Hagkvæmni 24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 9 Starfsmanni 24 stunda var brugðið þegar afgreiðslumaður Fríhafnarinnar rukkaði 2.499 krónur fyrir 200 ml. Boss Body Lotion-flösku, sem samkvæmt hilluverði átti að kosta 1.999 krónur. Mismunurinn stafaði af nýlegri hækkun vegna gegnisbreytinga og hækkunar frá birgja. Á endanum fékk hann þó vöruna fyrir ásett verð. „Þetta er kannski aðeins um- fram þá hækkun sem á að vera,“ segir Hlynur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar. „En gengismunur frá því að þessi vara var síðast keypt er 35%, fyrir utan að það varð tæplega 9% hækkun á verði vörunnar frá birgi.“ Vel sé því hægt að réttlæta umrædda hækkun. Hlynur segir að einhverjar fleiri verðhækkanir hafi orðið á vörum sem seldar eru í Fríhöfninni, þó reynt sé að halda verði óbreyttu þrátt fyrir gengissveiflur. „En það er erfitt á þessum tímum.“ Fylgjast með hækkunum Lesendur 24 stunda eru hvattir til að hafa samband við blaðið ef þeir verða varir við miklar eða óeðlilegar hækkanir. Blaðið vill veita þeim sem selja vöru og þjónustu aðhald í samstarfi við og til hagsbóta fyrir neytendur og birtir í þeim tilgangi fréttir af verðhækkunum. hlynur@24stundir.is ÞEKKIR ÞÚ DÆMI? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Gengisbreytingar og verðhækkun frá birgjum hefur áhrif á vöruverð í Fríhöfninni Verð á húðkremi hækkar um fjórðung ➤ Boss Body Lotion hækkaði úr1.999 krónum í 2.499 krónur á einu bretti, vegna geng- isbreytinga og hækkunar á verði frá birgi. ➤ Lesendur 24 stunda eruhvattir til að láta vita ef þeir vita um miklar eða óeðlilegar verðhækkanir. HÆKKUNIN Hækkun Erfitt er að halda verði óbreyttu um þessar mundir, segir framkvæmda- stjóri Fríhafnarinnar. Fjögur af 33 lyklaborðum sem bresku neytendasamtökin Which? létu rannsaka á skrifstofum sínum í London voru svo óhrein að þau voru hættuleg heilsunni. Á einu lyklaborðanna voru fimm sinnum fleiri bakteríur en á einni af salern- issetum skrifstofunnar, að því er greint er frá á fréttavef BBC. Ein af ástæðunum fyrir óhrein- indum á lyklaborðum er borðhald starfsmanna við skrifborðið. Brauðmylsnur eru til dæmis gróðr- arstía fyrir bakteríur. Lyklaborð geta einnig fyllst af gerlum þvoi menn sér ekki um hendur eftir sal- ernisferðir, að því er bent er á. ibs Rannsókn örverufræðinga á lyklaborðum Salernið hreinna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur í dag á móti forseta- bifreið Sveins Björnssonar sem hefur verið endurgerð. Bifreiðin er af Pack- ard-gerð, frá árinu 1942, og var fyrsta forsetabifreiðin, notuð á upphafsár- um Sveins Björnssonar í embætti for- seta Íslands. Hún var keypt notuð frá Bandaríkjunum en bifreið sömu gerðar hafði verið gjöf Roosevelts for- seta til Sveins Björnssonar en hún var um borð í Goðafossi þegar skipið var skotið í kaf í nóvember 1944. Töluverðar deilu spunnust um kostnað við endurgerð bílsins sem fór langt fram úr kostnaðaráætlun en viðgerðinni lauk árið 2004. Fimm ár tók að koma bílnum í upprunalegt horf en bíllinn var mjög illa farinn þegar viðgerðin hófst. Bíllinn er beinskiptur með átta strokka línuvél en aðeins voru fram- leiddir um 600 bílar af þessari gerð svo varahlutir voru vandfundnir. Bifreiðin er eign Þjóðminjasafns Íslands en verður geymd á Bessastöð- um og notuð og sýnd við sérstök tækifæri. Fyrsti forsetabíllinn afhentur forseta Íslands í dag Eins og bíllinn frá Roosevelt Glæsikerra Bíllinn verður notaður við sérstök tækifæri.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.