24 stundir - 03.05.2008, Síða 20

24 stundir - 03.05.2008, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Við viljum fá skýr svör frá rík- isstjórninni áður en lengra verður haldið, en hún hefur setið á áhorf- endabekk fram að þessu. Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Fyrsta samningafundi BSRB og að- ildarfélaga þess við launanefnd rík- isins lauk í gær hjá sáttasemjara ríkisins með því að bandalagið ósk- aði eftir fundi með ríkisstjórninni áður en lengra verður haldið í kjaraviðræðum. Ríkisstjórnin á áhorfendabekk „Við höfum óskað eftir milli- liðalausum viðræðum við ríkis- stjórnina til þess að heyra hvaða áform hún hefur uppi til að bæta stöðu stétta innan almannaþjón- ustunnar, útrýma kynbundnum launamun og annað af því tagi, eins og fyrirheit eru um í stjórn- arsáttmálanum og ráðherrar hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum. Við viljum fá skýr svör frá ríkisstjórn- inni um þessi atriði og fleiri áður en lengra verður haldið, en hún hefur setið á áhorfendabekk fram að þessu en nú viljum við vita hvað hún hefur til málanna að leggja,“ segir Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB. Útrétt sáttarhönd „Nú er það svo að ríkisstjórnin býður upp á samning sem á að gilda nánast til loka kjörtímabils- ins, áður en bólar nokkuð á þess- um efndum. Við höfum á hinn bóginn boðið upp á skammtíma- samning þar sem menn tækju höndum saman til að ráða niður- lögum verðbólgudraugsins, en við höfum ekki orðið vör við nein við- brögð af hálfu stjórnvalda að taka í þá hönd sem við höfum rétt út.“ BSRB og aðildarfélög bandalags- ins hafa óskað eftir fundi með odd- vitum stjórnarflokkanna, auk fjár- málaráðherra og félagsmálaráðherra. „Ef við erum að tala um samn- ing sem gildir nánast út kjörtíma- bilið þá þurfum við auðvitað að fá að sjá á hvaða hátt ríkisstjórnin ætlar að efna þau fyrirheit sem gef- in eru í stjórnarsáttmálanum.“ Þjóðfélagið í tímaþröng Umræddur fundur BSRB með ríkisstjórninni hefur ekki verið tímasettur en Ögmundur vonar að hann verði haldinn fyrr en seinna. „Okkur liggur á að reyna að klára þessi mál. Íslenskt þjóðfélag er í tímaþröng því hér tifar verð- bólgan í tveggja stafa tölu þannig að veikburða atvinnurekstur og heimili launafólks geta engan veg- inn unað við ástandið eins og það er núna. Ég tel hyggilegast að semja til skamms tíma, en ef ætlunin er að semja til langs tíma erum við að tala um annars konar kjarasamn- ing. Þá þurfum við líka meira en fyrirheit því þá munum við fara fram á kortlagningu og tímasetn- ingar á aðgerðum.“ Krefjast krónutöluhækkunar Ögmundur segir að BSRB leggi höfuðáherslu á að bæta kjör þeirra lægst launuðu og hækkun launa þeirra eigi ekki að miðast við pró- sentutölu. Í febrúar sömdu Alþýðusam- bandið og Samtök atvinnulífsins til þriggja ára. Samið var um krónu- töluhækkun og hækkuðu almennir launataxtar um átján þúsund krón- ur við undirskrift. Að auki hækka taxtar um tuttugu þúsund krónur á samningstímanum. Þá hækka taxt- ar iðnaðarmanna um 49.000 krón- ur á samningstímanum, þar af um 21.000 við undirskrift. Grunnskólakennarar sömdu á dögunum á svipuðum nótum. Þeir fá allt að 23 prósenta launahækkun á samningstímanum, þar af hækka grunnlaun kennara um 25.000 krónur á mánuði frá 1. júní næst- komandi. BSRB vill fara svipaða leið. „Helstu kröfur okkar eru að semja eigi um krónutöluhækkun á taxta, því það gagnast best þeim sem hafa lægstu tekjurnar og eru undir meðaltekjum. Við teljum að það þurfi að skoða sitthvað sem lýtur að endurmenntun og veik- indarétti og efla störf trúnaðar- manna. Þá viljum við koma á um- ræðum um aðkomu okkar félagsmanna að endurhæfingar- sjóði sem ASÍ, SA og ríkisvaldið sömdu um.“ Verslunin axli ábyrgð „Ef mínar væntingar ná fram að ganga tekst okkur að kveða hér niður verðbólguna en það er alvar- legasti og versti vágestur sem herjar á kjör landsmanna nú um stundir. Tólf prósenta verðbólga étur upp kjör með ógnarhraða og nú eiga menn að beina sjónum sínum að verslunareigendum, því það er komið að þeim sem stýra verði á vörum og þjónustu að axla ábyrgð. Menn hljóta að spyrja hvað hafi orðið um ávinning verslunarinnar af lækkun virðisaukaskatts á mat- væli á síðasta ári, því hún skilaði sér ekki til neytenda eins og menn vonuðust eftir.“ Vilja skýr svör frá ríkisstjórninni  BSRB vill fund með ríkisstjórninni áður en lengra verður haldið í kjaraviðræðum ➤ BSRB var stofnað 14. febrúar1942. ➤ Aðildarfélög BSRB eru 27talsins. ➤ Fjöldi félagsmanna er rúm-lega 19.000. ➤ Um tveir þriðju félagsmannaeru konur. BSRB Pattstaða BSRB mun ekki funda með launanefnd ríkisins fyrr en skýr svör hafa borist frá ríkisstjórninni. MARKAÐURINN Í GÆR ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 1,9 milljarða króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum FL Group, eða 2,32%. Bréf Cent- ury Aluminum hækkuðu um 2,03%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Eimskipafélagsins, eða 1,85%. Bréf Kaupþings lækkuðu um 1,52% og bréf Landsbankans um 0,84%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,77% í gær og stóð í 5.171 stigi í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 1,44% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan hækkaði um 0,98% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækk- aði um 2,1% og þýska DAX- vísitalan um 1,4%.             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                     : -   0 -< = $ ' >?@@A4B >5@3C5>C 3435>BCB> ?C@AB33@ ?C??@C5C3B 4@454B5 ?B5?BD5@ ?BA4BCD?3A ?4DC4@D45 B4AB@@@ D5>D?C4D >>5DAB5DB ?A5@@@@ 3334CD ?35>53C @ @ ?DD5D33 ?5CB?33 >B@@@ 3DC3DA@ , , ??AA?CC> , , BDC>B@@@@ , , DEB4 35EA5 ??EC5 4E4B ?DE@5 B?EB5 B?ED@ A3CE@@ BCE4@ ACE>@ >EC@ ?BE4C 3E4C C4E5@ ?E3? 4E4C B3AE@@ ?>??E@@ 3>?E@@ @EA> ?>AE@@ , , , , , 5B4@E@@ ?@E@@ , DE3> 34E?@ ?BE@3 4E4> ?DE?@ B?E55 B?EA@ A>@E@@ BCEA@ C@E3@ >EC5 ?BEDB 3ED3 CDE@@ ?E33 4ED3 B>?E5@ ?>BCE@@ 35@E@@ @EA5 ?5BE@@ , B?EC5 , , , 53B@E@@ , 4E@@ /   - 5 ?3 5C ?C 4D > 4 ?>4 B4 ? >B >D 3 ? > , , 3 3 ? D , , ? , , ?C , , F#   -#- B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A BC>B@@A 3@>B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A ?@3B@@A ?D>B@@A 3@>B@@A 4?BB@@D BBAB@@D B5B@@A BC>B@@A D3B@@A Viðskipti með skuldabréf í ný- liðnum mánuði námu 547 millj- örðum sem er þriðja mesta velta í einum mánuði. Það sem af er ári nemur velta með skuldabréf 2.167 milljörðum en heildarvelta síðasta árs nam 2.430 milljörðum króna. Velta á hlutabréfamarkaði var með rólegra móti eða um 143 milljarðar króna. Það sem af er árinu hefur velta með hlutabréf verið 644 millj- arðar og því dregist saman um 40% frá síðasta ári. 40% minni velta með hlutabréf Stjórn Samtaka atvinnulífsins hvetur aðildarfyrirtæki samtak- anna til þess að gæta hófs og að- halds við verðlagningu í því um- róti sem ríkir um þessar mundir. Samdráttur eftirspurnar sé fyr- irsjáanlegur og af því leiði að ekki verði unnt að velta öllum kostn- aðarhækkunum áfram út í verð- lag. Afar brýnt sé að allir, sem áhrif hafa á framvinduna á næstu mánuðum og misserum, stilli saman strengi sína. Hvetur fyrirtæki til að gæta hófs www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 • Nudd- og meðferðabekkir • Rafdrifnir og samanleggjanlegir • Nuddolíur og pappír Tilboðsdagar Í NÆSTU VIK U

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.