24 stundir - 03.05.2008, Page 23
24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 23
„Kristur var lítilsvirtur, kvalinn,
fyrirlitinn og honum var misþyrmt
áður en hann var krossfestur,“ segir
Sigurjón Ari Sigurjónsson í 24
stundum þann 19. apríl en bætir
um betur og gerir undirritaðan
samsekan um glæpinn: „… en
vegna þess að hann lét lífið fyrir
okkur, Brynjólfur, höfum við öðl-
ast fyrirgefningu“.
Ekki efast ég um góða ætlan Sig-
urjóns en ég sé mig tilneyddan að
vísa frá mér boði hans um samsekt.
Sú leið sem hann hefur valið sér er
ekki mín. Ég afþakka pent að kóa
með glæpnum.
Af jötu á staur
Barnatrúna missti ég, eins og
flestir, á þeirri andlegu þroskabraut
sem liggur frá barni til fullorðins
manns. Þegar ég var barn sá ég
heiminn með augum barnsins. Sem
fullorðinn minnist ég einfaldleik-
ans, sakleysisins með angurværum
söknuði, barnið í jötunni tákn hins
góða, hins ljúfa, tákn lífsins.
Að negla barnið á staur, að kvelja
það og hæða, fyrirlíta og mis-
þyrma, píslarganga úr jötu á kross,
þetta var aldrei mín trú þrátt fyrir
að Sigurjón telji sig vita betur þegar
hann segir mér að „barnatrú þín
byggir, eins og barnatrú okkar
hinna, á krossfestingu Krists sem
tók á sig syndir okkar“.
Að drepa einn fyrir syndir ann-
arra er óréttlátt og heimskulegt. Að
skella skuldinni á saklaus börn er
enn verra.
Dauðanum fagnað
Sjálfviljugir taka menn á sig
þessa meðvirkni í glæpnum, gerast
samsekir í syndinni, fella sig undir
kenningar kristninnar. Boðskapur
gleði er þetta kallað í fúlustu al-
vöru, fagnaðarerindi segja menn og
virðast ekki skammast sín. En til
þess hafa menn fullt frelsi, að fagna
því að einn skuli drepinn fyrir aðra.
Sjálfum líkar mér ekki sú heims-
sýn, mér finnst hún ruddaleg í
forneskju sinni og óviðeigandi í
nútímasamfélagi. Táknmynd
hennar, krossinn, særir mig og
móðgar mína innstu sannfæringu.
Þetta skýri ég betur í grein minni,
„Móðgandi myndbirtingar“ (á
binntho.is) en sú grein var einmitt
kveikjan að hugleiðingu Sigurjóns
sem hér er svarað.
Röksemdir á hrakhólum
Sú hugsun er hlægileg að eigna
kristninni það sem áunnist hefur í
mannréttindum síðustu áratugina,
eins og Sigurjón reynir að gera.
Kenningar kristninnar hafa engin
tengsl við mannréttindayfirlýsingar
franskra og bandarískra byltingar-
manna við lok 18. aldar né alþjóð-
lega sáttmála síðustu aldar.
Það er enda ekki fyrr en kristnin
fer að víkja, eftir hálft annað árþús-
und, sem sprotar lýðræðis og
mannréttinda ná að skjóta rótum.
Árangur kristninnar á þessu sviði
var enginn allar þessar mörgu aldir
sem hún gegnsýrði evrópskt sam-
félag og eftir að barátta lýðræðis-
sinna hófst fengu þeir síst stuðning
frá kirkjudeildum. Fasískar ein-
ræðisstjórnir fengu það hins vegar,
svo seint sem á miðri síðustu öld í
sjálfri vöggu hinnar evangelísk-lút-
ersku kirkju.
Kristin trú víkur hratt hér á
landi eins og annars staðar þar sem
upplýst umræða á sér stað. Skoð-
anakönnun á vegum Biskupsstofu
árið 2004 sýnir að réttur helmingur
landsmanna telur sig kristinn, ári
síðar játa innan við fjórir af hverj-
um tíu Íslendingum einhvers kon-
ar guðstrú samkvæmt könnun Evr-
ópusambandsins. Sérhver er frjáls
að trú sinni og þeir sem vilja fagna
krossfestingum geta gert það í ein-
rúmi, sjálfum þætti mér betra að
sjá sem minnst af því.
Höfundur leggur stund á ritstörf
Krossar vinsam-
legast afþakkaðir
UMRÆÐAN aBrynjólfur Þorvarðarson
Það er enda
ekki fyrr en
kristnin fer
að víkja, eftir
hálft annað
árþúsund,
sem sprotar
lýðræðis og mannrétt-
inda ná að skjóta rótum.
Kristni Að drepa einn
fyrir syndir annarra er
óréttlátt og heimskulegt.
DAGSKRÁ
7:45 Skráning og morgunverður
8:20 Ávarp: Finnur Oddson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
8:30 Breytt fjölmiðlaumhverfi: Að tala einni röddu
Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri AP almannatengsla
8:40 Skiptir traust og trúverðugleiki fyrirtæki og þjóðir máli?
Jere Sullivan, aðstoðarforstjóri Edelman í Evrópu
9:10 Traust og trúverðugleiki á Íslandi – niðurstöður Capacent Gallup
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknastjóri Capacent Gallup
9:25 Pallborðsumræður:
Bjarni Ármannsson fjárfestir, Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður,
Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, Jónas Fr. Jónsson,
forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital,
Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs í utanríkisráðuneytinu, og
Pétur Gunnarsson, ritstjóri Eyjunnar.
10:15 Fundarlok
Fundarstjóri: Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðarmaður
AP almannatengsl, samstarfsaðili Edelman á Íslandi, standa að málþinginu í samvinnu við
Viðskiptaráð Íslands og Capacent Gallup. Málþingið er öllum opið en þátttökugjald er 8.900 kr.
Tilkynna þarf þátttöku á netfangið skraning@appr.is eða í síma 511 1230.
PO
RT
h
ön
nu
n
Mikilvægi trausts og trúverðugleika fyrirtækja og þjóða er
meginefni morgunverðarfundar sem haldinn verður á vegum
AP almannatengsla, Capacent Gallup og Viðskiptaráðs á Hilton
Reykjavík Nordica fimmtudaginn 8. maí.
Á fundinum verða kynntar niðurstöður alþjóðlegrar traustskönnunar almannatengslafyrirtækisins Edelman
auk sambærilegrar rannsóknar Capacent Gallup á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem traust
og trúverðugleiki eru könnuð á Íslandi með aðferðum Edelman.
Traustskönnunin, Edelman Trust Barometer, er gerð árlega í fjölmörgum löndum og mælir viðhorf
skilgreindra áhrifavalda til trausts og trúverðugleika fyrirtækja, stjórnvalda, fjölmiðla og félagasamtaka.
Jafnframt eru traust og trúverðugleiki fjölmiðla og annarra boðleiða mæld. Niðurstöðurnar eru jafnan
kynntar á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos og hafa vakið mikla athygli helstu viðskiptafjölmiðla heims.
Traust
á umbrotatímum