24 stundir - 03.05.2008, Page 29

24 stundir - 03.05.2008, Page 29
24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 29 Halla Gunnarsdóttir vissi lítið sem ekkert um Íran þegar hún ákvað að fara þangað í fyrsta sinn. Hún heillaðist af landi og þjóð og ákvað á endanum að fjalla um ástand kvenna í landinu í meist- araritgerð sinni í alþjóðasamskipt- um við Háskóla Íslands. Halla sett- ist niður með blaðamanni og sagði ferðasögu sína. Tilviljun og menningarsjokk „Ég ætlaði að fara til Kasakstans og þurfti þess vegna að fljúga þang- að nálægt. Ég spurði Stúdentaferð- ir hvort væri ódýrara að fljúga til Pakistans eða Írans. Það var ódýr- ara að fljúga til Írans, þannig að ég pantaði miða þangað og borgaði aðra leið. Þegar nær dró var ég ekki búin að skipuleggja Kasakstanferð- ina almennilega, þannig að ég ákvað að kannski væri bara áhuga- vert að vera í Íran. Allt í einu er ég komin upp í flugvél að reyna að glugga í ferða- handbókina, en geri það samt ekki nógu vel. Ég skoðaði ekki almenni- lega sögukaflann og heldur ekki kaflann um kurteisisvenjur, hvern- ig maður ætti að haga sér á al- mannafæri. Þannig lenti ég bara allt í einu í Íran og náttúrlega gerði fullt af mistökum í þessari ferð.“ Klikkaði á klæðaburðinum „Ég áttaði mig til dæmis ekki á hvernig ég ætti að klæða mig. Regl- urnar eru mjög strangar og konur eiga að vera í síðum jakka niður fyrir rass. Ég var ekki í honum fyrstu dagana. Ég var alveg með slæðu, en bara í buxum og skildi ekki af hverju var starað svona á mig úti á götu. Svo tók ég eftir því að allar konurnar voru í svona síð- um jökkum sem heita manteau. Þannig rak ég mig á allt svona, frekar en að undirbúa mig. Ég hafði ferðast töluvert áður, en var vön að vera umkringd fólki sem væri hægt að ráðfæra sig við. Það var ekkert fólk þarna. Það var eiginlega ekkert af ferðamönnum, þannig að það var enginn sem ég gat ráðfært mig við. Út af þessum lélega undirbúningi endaði ég á að fá slæmt menningarsjokk, sem ég hafði aldrei fengið áður. Um leið og það leið hjá þá fór ég að fíla Íran alveg í botn.“ Fékk Íran á heilann „Þegar ég kom heim fór ég að lesa mikið um Íran. Ég byrjaði í námi í alþjóðasamskiptum og tengdi öll verkefni við Íran ef ég gat. Ég ákvað strax að gera loka- verkefni um íranskar konur, án þess að vera búin að átta mig á hvernig. Ég áttaði mig fljótt á því að flest sem ég var að lesa var skrifað af Írönum sem fóru. Öll þessi skrif fannst mér ekki endilega ríma við það sem ég þekkti eftir að hafa ver- ið í landinu. Þær sögur sem rata mest til okk- ar eru sögur þeirra sem fluttu úr landi í kjölfar byltingarinnar. Það eru sögur þeirra sem töpuðu á bylt- ingunni. Ég fór þá að velta fyrir mér hvort sögur þeirra sem eftir voru væru ekki öðruvísi. Ég ákvað að þessi ritgerð myndi snúast um það og varð sífellt sannfærðari um að ég þyrfti að fara aftur í þeim til- gangi að taka viðtöl og reyna að finna út hvort það væru ekki ein- hverjar aðrar sögur.“ Einhliða skrifuð saga „Það er stundum sagt að sagan sé skrifuð af sigurvegurunum, en eftir byltinguna í Íran liggur við að hið gagnstæða hafi orðið. Ég held að þetta sé ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar. Við fáum ákveðnar sögur sem ganga út frá að á keis- aratímanum hafi allt verið rosalega gott í Íran, en svo hafi klerkarnir komið og sent landið aftur til forn- aldar. En þegar maður fer að skoða þetta betur, þá er það þessi stóri hópur sem fór sem skrifar bækurn- ar um Íran. Sögurnar þeirra eru sögur þeirra sem töpuðu á bylting- unni. Þetta er fólkið sem hafði það rosalega gott fyrir byltingu. Það var sigurvegarar samfélagsins – kannski ekki síst konurnar.“ Slæmt ástand eftir byltingu „Það síðasta sem ég ætla að gera er að segja að klerkarnir séu frá- bærir, því þetta er í rauninni alveg hræðilegt samfélag. Það er nokkuð sem ég áttaði mig ekki nógu vel á þegar ég var þarna í fyrra skiptið. Ég skildi ekki almennilega kúg- unina, því ég fann hana ekki. Þegar ég kom þarna aftur og fór að gera rannsókn og spyrja fólk, þá allt í einu áttaði ég mig á allskonar hlut- um. Það er gífurlegur ótti við stjórnvöld og tjáningarfrelsi eru settar miklar skorður. Mörgum þótti óþægilegt að ég væri að taka viðtölin upp. Sumir vildu bara alls ekki láta taka þau upp. Í einu tilviki var ég beðin að eyða upptökunni strax eftir viðtalið af því að fjöl- skyldan varð hrædd. Þá komu í ljós allskonar sögur. Margir höfðu misst einhvern. Bróðir einnar konunnar hafði ver- ið tekinn af lífi skömmu eftir bylt- inguna, ein hafði misst vinkonu sína og ástmann. Ég heyrði fullt af svona sögum.“ Staða sumra kvenna batnaði „Svo heyrir maður sögur þeirra kvenna sem koma úr hefðbundn- um og trúuðum fjölskyldum, sem eru mikill meirihluti í Íran. Í samfélagi keisarans var bann- að að vera með slæðu og sjador á almannafæri. Slæðunni var jafn- vel kippt af konum úti á götu. Það er fullt af konum sem trúa því að ef þær séu slæðulausar þá sé það algjörlega gegn guði. Feður þeirra trúa því líka og eiginmenn og þeir náttúrlega ráða, þannig að þessar konur fóru ekkert út. Þær voru bara heima, fastar innan veggja heimilisins. Það var eina leiðin til að halda þeim hreinum á meðan samfélagið var svona siðspillt. Þegar klerkarnir ná völdum árið 1979, þá í rauninni hreinsa þeir al- mannarýmið með hejab, lögum um klæðaburð. Þetta þýðir að kon- ur sem voru fastar innan veggja heimilisins öðlast hreyfanleika. Þær komast í háskóla og jafnvel út í atvinnulífið.“ Spurt um stétt og stöðu „Það sem er áhugavert við þetta er stéttamunurinn sem þessir hóp- ar endurspegla. Það er mjög mikill stéttamunur í Íran og lítið flæði á milli hópa. Byltingin sneri í raun- inni öllum valdahlutföllum á hvolf og skildi fyrrverandi hástéttarfólk- ið, sem var ekki sérstaklega trúað, eftir með alveg rosalega gremju. Trúaða fólkið var frekar fátækt og það var fátæka fólkið sem gerði byltinguna. Þannig nefna allar konurnar sem ég spyr hvers vegna byltingin var gerð ekki trúarbrögð. Þær segja að keisarinn hafi ekki verið alveg nógu góður, hann hafi gert ákveðin mis- tök. En svo nefna flestar efnahags- legar ástæður. Þetta hefur lítið verið rannsakað, kannski að hluta til af því að í fræðasamfélaginu er stétt farin úr tísku. Ég fann ósköp lítið skrifað um stéttaskiptingu í Íran. Það setti mér nokkrar skorður, því uppgötv- anir mínar voru að stétt hefði rosa- leg áhrif á upplifunina á bylting- unni – bæði í lífinu fyrir byltingu og í lífinu eftir byltingu. Hömlur hafa alltaf verið í lífi kvenna í Íran, því þetta er mjög hefðbundið samfélag. Núna í dag kenna sumar konur byltingunni um allar hömlur í lífi sínu, sérstak- lega þær sem töpuðu á bylting- unni.“ Þarf brú á milli kvennahópa „Konurnar sem ég talaði við könnuðust ekki allar við femín- isma, en þær voru flestar mjög feminískt þenkjandi. Fræðilega er femínisma í Íran skipt upp í íslamskan femínisma og afhelgunarfemínisma. Maður sér mjög skýrt hvorum hópnum konur tilheyra. Þær sem ég talaði við voru yfirleitt í öðrum hvorum hópnum. Ég bjóst kannski við að íslömsku konurnar væru með hroka út í hin- ar sem klæða sig ekki eftir reglum og trúa jafnvel ekki á guð, en það er öfugt. Það er kannski skiljanlegt, því trúuðu konurnar eru núna sigur- vegararnir, trúaða fólkið er ofan á í samfélaginu. Afhelgunarsinnarnir eru rosalega gramir út í trúuðu kon- urnar og finnst þær jafnvel hafa svikið málstaðinn. Klerkarnir ala auðvitað á þessari gjá því þeir vilja passa að ekkert afl geti sundrað stjórn þeirra. Að ein- hverju leyti er farin að koma einhver brú þarna á milli. Ef samræða kemst á þarna á milli og konur fara að tala saman, þá held ég að það geti orðið rosalegt afl til breytinga. En hvernig kemur þú slíkri samræðu á í sam- félagi þar sem er ekki tjáningarfrelsi, þar sem er skoðanakúgun og þú get- ur átt á hættu að vera tekinn af lífi eða fangelsaður fyrir skoðanir þín- ar?“ Íhlutun myndi vart hjálpa „Hvernig samræðu er komið á í svona samfélagi er hins vegar mjög flókin spurning. Ég veit ekki hvort Vesturlönd geta eitthvað gert í því eins og við viljum oft gera. Ég hef samt trú á fræðunum, þannig að al- mennilega sé fjallað um hver staða þessara kvenna er. Öll hugsanleg „aðstoð“ til að koma á breytingum í Íran verður aldrei vel liðin. Ef litið er yfir 20. aldar sögu Írans, þá hefur landið al- veg ofsalega vonda reynslu af rót- tækum breytingum og ofsalega vonda reynslu af erlendri íhlutun. Ef við myndum umbreyta sam- félaginu á einum degi í vestrænt lýðræðisríki, þar sem við myndum enn einu sinni svipta slæðunum af konunum, þá værum við bara að snúa þessu við aftur. Við græðum ekkert á því, af því að fyrir byltingu var kúgun og eftir byltingu var kúg- un. Það sem við viljum er að losna við kúgunina.“ Kúga klerkarnir?  Kúgun kvenna lengi viðgengist í Íran  Klerkabyltingin kom hluta þeirra til góða ➤ Keisaranum í Íran var steyptaf stóli í byltingu árið 1979. ➤ Fjöldi hópa stóð að bylting-unni. Hún átti meðal annars rætur í bágu efnahagsástandi landsins. ➤ Trúmenn náðu völdum í kjöl-far byltingarinnar og stofn- uðu íslamskt ríki. KONUR Í ÍRAN Meistari Halla rann- sakaði konur í Íran í lokaverkefni sínu. FRÉTTAVIÐTAL a Það er stundum sagt að sagan sé skrifuð af sigurveg- urunum, en eftir bylting- una í Íran liggur við að hið gagnstæða hafi orðið. a Fyrir byltingu var kúgun og eftir bylt- ingu var kúgun. Það sem við viljum er að losna við kúgunina. Viðmælendur Höllu svöruðu ýmsu til þegar þær voru spurðar hverju byltingin 1979 hefði breytt í lífi kvenna. „Ef byltingin hefði ekki orðið værum við líklega bara í fangelsi að veslast upp. En við getum kosið, talað upphátt og skrifað um skoð- anir okkar.“ „Það var allt betra undir keisaranum. Ég var með vinnu. Eiginmað- urinn minn var með betri vinnu.“ „Ég væri líklega gift forsætisráðherra! Í alvörunni. Ég hafði allt, ég hafði útlitið, fjölskylduna, menntunina. Hvers vegna ekki? Líf mitt gæti verið allt öðruvísi. Ég þjáist vegna kerfisins.“ „Sonur minn væri ekki í útlöndum og maðurinn minn væri með betri vinnu. Okkur liði öllum betur.“ „Lífið varð miklu betra eftir byltingu. Konur geta tekið þátt í sam- félaginu en þær gátu það ekki áður.“ Upplifun kvenna af byltingunni 1979 er ólík Nokkur brot úr viðtölum Höllu Andrés Ingi Jónsson andresingi@ 24stundir.is 24stundir/Kristinn

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.