24 stundir


24 stundir - 03.05.2008, Qupperneq 32

24 stundir - 03.05.2008, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Mömmu minnar því hún er ótrú- lega mögnuð kona. Hver er þín fyrsta minning? Þegar ég var 3 ára og stóð uppi á eldhúsborði hjá ömmu og afa og var að halda tískusýningu fyrir alla í nýja kjólnum mínum. Hver eru helstu vonbrigðin hing- að til? Ég er svo blessuð að hafa ekki orðið fyrir neinum rosalegum von- brigðum hingað til. Hvað í samfélaginu gerir þig dapra? Fátækt, vanlíðan barna og unglinga, ábyrgðarleysi gagnvart gamla fólkinu, trúleysi, vonleysi og þunglyndi. Leiðinlegasta vinnan? Ég var að vinna við að klippa og pakka pulsum eitt sumarið, ég entist í hálfan mánuð. Uppáhaldsbókin þín? Ég á bara enga uppáhaldsbók þessa stundina. Er að leita að einhverri til að detta ofan í. Hvað eldarðu hversdags, ertu góð- ur kokkur? Ég er rosa góður kokkur, mér finnst svo gaman að elda. Við erum mjög dugleg að elda fisk og pastarétti, nautakjöt og lambakjöt með alls konar rjómasósum og meðlæti. En svo finnst mér líka rosa gott stundum að hafa bara venjulegan mömmumat, slátur, kjötsúpu, plokkfisk og eitthvað svo- leiðis. Ég elska það. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Aþena litla frænka mín, hún er rosaleg leikkona. Að frátalinni húseign, hvað er það dýrasta sem þú hefur fest kaup á? Tölvan mín. Mesta skammarstrikið? Ég ætla að fá að halda því fyrir mig aðeins lengur, ekki alveg nógu langt frá því til að það geti litið dagsins ljós… hehe Hvað er hamingja að þínu mati? Maðurinn minn og ástin okkar. Fjölskyldan mín, vinirnir, trú, von og kærleikur. Hvaða galla hefurðu? Ég er fljótfær, óþolinmóð, óstund- vís og ýmislegt fleira, en ég er að vinna í því. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfileikum, hverjir væru þeir? Að geta elskað skilyrðislaust. Hvernig tilfinning er ástin? Besta tilfinning í heimi, ólýsanlegur leyndardómur. Hvað grætir þig? Hvað margir þjást að óþörfu. Hefurðu einhvern tímann lent í lífshættu? Já, keyrði næstum framan á trukk í blindbyl á Hellisheiðinni þegar ég var nýkomin með bílprófið. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Mér þykir voða vænt um nýja bílinn minn. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Eyði tíma með manninum mínum. Hverjir eru styrkleikar þínir? Ég veit hvað ég vil og ég trúi að ég geti öðlast það. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítil? Þegar ég var alveg pínu pons ætlaði ég að verða fegurðardrottning en þeg- ar ég varð eldri var það söngkona og leikari. Ég hafði líka og hef enn mjög mikinn áhuga á ljósmyndun. Er gott að búa á Íslandi? Já, fyrir utan hvað er alltaf kalt hérna. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi einhvers? Kannski. Hvert er draumastarfið? Að vera tónlistarmaður. Hvað ertu að gera núna? Við erum að vinna í nýju lagi sem við ætlum að frumflytja á Hlust- endaverðlaununum og svo er bara nóg að gera við að spila út um allt. 24spurningar Rebekka Kolbeinsdóttir Lagið Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey eftir Barða í Bang Gang vakti mikla athygli í Laugardagslögunum í vet- ur. Umgjörð lagsins þótti sérstök og þá vakti söng- konan, hin nítján ára Re- bekka Kolbeinsdóttir, einna mesta athygli. Hún og fé- lagar hennar, Gilzenegger og félagar, halda áfram að tröllríða poppsenu Íslands og hljómsveitin Merzedes Club hefur nú þegar sýnt og sannað að sviðsljósið er þeirra enn um stund. a Ég veit hvað ég vil og ég trúi að ég geti öðlast það.24stundir/Árni Sæberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.