24 stundir - 03.05.2008, Síða 35

24 stundir - 03.05.2008, Síða 35
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 35ATVINNAstundir Viltu vera með í því að gera góðan skóla enn betri? Lausar eru kennarastöður við Grunnskóla Snæfellsbæjar frá og með næsta skólaári Áhugasömum er bent á að hafa sam- band við Magnús Þór Jónsson skóla- stjóra, í símum 433-9900 og 894-9903, eða senda tölvupóst á maggi@gsnb.is eða gs@gsnb.is. Öllum umsóknum verður svarað. Hafðu samband, þú tapar engu en gætir grætt mikið! Starfsstöðvar skólans eru á Hellissandi, í Ólafsvík og á Lýsuhólsskóla. Meðal mögulegra kennslugreina er almenn kennsla og umsjón á yngsta- og miðstigi, textílmennt, smíðar, heimilisfræði og mynd- mennt, auk íslensku-, stærðfræði-, sam- félagsfræði- og dönskukennslu á unglinga- stigi. Einnig stjórn Verkefnavers skólans. Aðrir möguleikar eru fyrir hendi! Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem nemendur fá kennslu miðað við þroska og getu, að efla sjálfstæði nemenda, samvinnu og árangursrík vinnubrögð, með áherslu á vellíðan nemenda og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér, öðru fólki og um- hverfi sínu. Skólinn stefnir að fá Grænfána á allar starfsstöðvar í vor, unnið er skv. Olweusaráætlun og skólaárið 2008-2009 er stefnt að stórauknu námsvali á öllum skóla- stigum. Skólinn er umvafinn mörgum af fallegustu náttúruperlum Íslands sem býður upp á mikla möguleika í starfi. Snæfellsbær er 1700 manna bæjarfélag á vestanverðu Snæfellsnesi. Helstu þéttbýlis- kjarnar bæjarfélagsins eru Ólafsvík, Hellissandur og Rif. Í Snæfellsbæ er gott að búa, öll helsta þjónusta er í bæjarfélaginu og félagslíf mjög öflugt. Þá er sama hvort talað er um þjónustu sveitarfélagsins (heilsu- gæsla, leikskólar, tónskóli o.fl.) eða einka- aðila (verslanir, líkamsræktarstöð o.fl.). Félagslífið er margbrotið, s.s. klúbbastarf, kórar og mikil gróska í íþróttalífi, hvort sem er hjá börnum eða fullorðnum. Nú er að grípa tækifærið og ganga til liðs við metnaðarfullan hóp sem ætlar sér stöðugt að gera góðan skóla betri! Kennarar athugið! DRAUMASTARFIÐ Nafn: Agnes Amalía Kristjónsdóttir. Starf: Söngkona, blaðamaður hjá Birtíngi, STOTT PILATES-kennari, líkamsræktar- og danskennari hjá Dansrækt JSB. Ertu í draumastarfinu? Já, ég starfa við það sem stendur hjarta mínu næst og það sem ég menntaði mig til, þ.e tónlist og dans; þetta fléttast vel saman við blaðamennskuna. Hvað vildir þú verða þegar þú varst lítil? Söngkona, dansari og kennari. Hvað felur starfið í sér? Sem söngkona syng ég m.a. vikulega við kirkjulegar athafnir með Kammerkór Bústaðakirkju og kem fram á tónleikum með þeim og fleirum. Við erum t.d að fara að flytja Gloriu eftir Vivaldi 7. maí. Sem blaðamaður tek ég mestmegnis viðtöl við fólk á öllum aldri sem gerir lífið skemmtilegra. Ég fylgist með óperunni, tónleikum, leikhúsi og heilsurækt. Sem líkams- ræktar- og danskennari geri ég mitt besta til að miðla því sem ég kann og reyni að draga það besta fram í öðrum. Hvaða áhugamál stundar þú utan vinnutíma? Ég reyni að vera almennileg og skárri en í gær. Ég fer á klass- íska tónleika og fylgist með vinum og kunningjum í söng- og tónlistarbransanum. Ég elda góðan mat alla daga og hugleiði á meðan. Ég syndi á hverjum degi vor og sumar og er núna að reyna að uppgötva garðyrkjukonuna í mér enda komin með voða fínan garð. Ég er í félagi STOTT PILATES kennara og við erum að skipuleggja Work shop fyrir sjúkraþjálfara, íþrótta kennara , dansara og fleiri 10. og 11. maí og það er spennandi. Gerir starfsfólkið eitthvað saman utan vinnu? Já, það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Ég er nýkomin úr frábærri árshátíðarferð til Malmö með Birtíngi og senn brestur á með Eurovision-kvöldi. Í sumar verður örugglega fjölskyldugrillpartí þar sem börnin eru með. Starfa við það sem stendur hjartanu næst

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.