24 stundir


24 stundir - 03.05.2008, Qupperneq 46

24 stundir - 03.05.2008, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Salou 12. maí frá kr. 59.990 Takmarkaður fjöldi herbergja í boði! Ótrúlegt sértilboð 11 nætur m/fullu fæði **** Hotel California Palace Ho tel Ca lifo rni a P ala ce Terra Nova býður einstakt tilboð á einn vinsælasta áfangastað Costa Dorada strandarinnar sunnan Barcelona. 11 nátta ferð á **** hóteli með fullu fæði á ótrúlegum kjörum. Gott fjögurra stjörnu hótel í Salou, Hotel California Palace, m.a. í nágrenni við verslunargötur og skemmtilega göngugötu. Herbergi eru með loftkælingu, síma, sjónvarpi, minibar, svölum og baðherbergi með hárþurrku. Einnig veitingastaður, bar, ágæt líkamsræktaraðstaða, leikjasalur og góður sundlaugagarður. Salou er fallegur bær með frábæra strönd og fjölbreytta afþreyingu. Gríptu þetta einstaka tækifæri og bókaðu strax - mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði! Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel California Palace **** með fullu fæði í 11 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 12.000. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Einar Gústavsson útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2000 og hefur upplifað ýmsar breyt- ingar á íslenskri matargerðarlist frá þeim tíma. „Það var mikil bylting í íslenskri matreiðslu um aldamótin,“ segir Einar sem telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. „Það varð auðveldara að fá gott hráefni að utan og metnaðurinn jókst um þetta leyti. Nýmóðins staðir eins og Apótekið og Sjáv- arkjallarinn lyftu þessu á hærri stall,“ segir Einar og bendir einn- ig á að matarhátíðin Food & Fun hafi haft mikil og góð áhrif á ís- lenska matargerðarlist. „Mat- reiðsla á Íslandi er núna á mjög háum stalli og hér eru margir góðir veitingastaðir.“ Aðalhráefnið skín í gegn Undanfarið ár hefur Einar unnið á veitingastaðnum Einari Ben í Veltusundi og líkar vel. „Við erum með klassíska mat- reiðslu sem byggð er á frönskum grunni en með áherslu á íslenskt hráefni,“ segir Einar sem deilir þremur réttum að hætti hússins með lesendum. Í aðalrétt er önd ásamt franskri andalifur. „Það er hægt að fá hana tilbúna í sneið- um og hún er mjög góð en dýrt hráefni,“ segir Einar. Þó að upp- skriftirnar virðist vera flóknar ætti enginn að veigra sér við að prófa þær. „Ég reyni að hafa þetta ekki of flókið þannig að aðalhrá- efnið skíni í gegn,“ segir Einar Gústavsson. Engir stjörnustælar heima Einfaldleikinn ræður einnig ríkjum í eldhúsinu heima hjá Einari. „Maður reynir yfirleitt að gera eitthvað einfalt en hefur yf- irleitt ekki mikinn tíma til að elda þar. Maður er ekki með mikla stjörnustæla í eldhúsinu heima,“ segir Einar Gústavsson að lokum. Einari Gústavssyni líst vel á íslenska matargerð Á háum stalli Einar Gústavsson, mat- reiðslumaður á veit- ingastaðnum Einari Ben, segir að bylting hafi orð- ið á íslenskri matreiðslu um aldamótin og hún sé nú komin á háan stall. ➤ Einar lærði á Hótel Loftleið-um og útskrifaðist þaðan árið 2000. ➤ Hann vann í fjögur ár á Apó-tekinu og síðar hjá Sigga Hall. ➤ Hann hefur eldað fyrir gestiEinars Ben í tæpt ár. EINAR GÚSTAVSSON                                    Salat með brenndum geitaosti, blönduðum hnetum og dijon- sinneps sósu Salat (hráefni): 1 poki blandað salat (skolað) 2 skallottlaukar (fínt skorn- ir) 1 rauður chili-pipar (fínt skorinn) 50 g graslaukur 20 ml ólífuolía 10 ml sérríedik salt og pipar Blandið saman í skál, krydd- ið eftir smekk. Geitaostur og blandaðar hnetur (hráefni): 100 g geitaostur 30 g demeral-sykur 50 g valhnetur 30 g furuhnetur salt og pipar Aðferð: Skerið geitaost í fjórar sneiðar, stráið sykri yfir og brúnið. Ristið hneturnar á pönnu og kryddið eftir smekk. Dijon-sinnepsdressing (hráefni): 30 g majones 70 g sýrður rjómi 20 g dijon-sinnep 1 msk. hunang 50 g graslaukur salt og pipar Blandið vel saman og kryddið eftir smekk. FORRÉTTUR Salat með ýmsu góðgæti 24stundir/Brynjar Gauti Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Wolf Blass Gold Label Riesling 2006. Opið nef með sítrónu, sítrónugras, kaffir lime, steinefnum og ferskum kryddjurtum. Munnurinn er frískandi með ástríðualdin, stjörnuávöxt, sítrusávöxtum og áberandi stein- efnatónum. Þurrt vín með snarpa sýru í góðu jafnvægi við ávöxt. Þrúga: Riesling. Land Ástralía. Hérað: South Australia. Nokkrir af fremstu barþjónum landsins sýna listir sínar á 20. hæð Turnsins í Kópavogi á sunnudag þar sem Íslandsmeistaramót bar- þjóna verður haldið. Keppt verður í sætum drykkjum og keppir sigur- vegarinn fyrir Íslands hönd á heimsmeistarakeppni barþjóna á Puerto Rico. Kokkteilkeppni hefst kl. 18 og borðhald kl. 20. Jafnframt verður haldið fyrsta Íslandsmeist- aramótið í svo kallaðri Flairkeppni. Nánari upplýsingar má nálgast á www.bar.is. Íslandsmeistaramót barþjóna Hrist og hrært af list LÍFSSTÍLLMATUR matur@24stundir.is a Maður reynir yfirleitt að gera eitthvað ein- falt en hefur yfirleitt ekki mikinn tíma til að elda þar. Maður er ekki með mikla stjörnustæla í eldhúsinu heima. Einfaldleiki Einar leggur áherslu á einfalda mat- argerð þannig að að- alhráefnið fái notið sín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.